Stytting vinnu­vikunnar í borginni

Mig langar að segja ykkur frá því sem hefur breytt einna mest fyrir mig í vinnunni en það er stytting vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 hef ég getað styttað vinnudaginn 4 klukkustundir miðað við 100% vinnu. Ég hef því getað unnið fjóra daga vikunnar í 85% starfi og það hefur haft jákvæð áhrif á starf mitt og fjölskyldulífið. Ég hef t.d. heilan dag til að sinna erindum og útrétta, sinna heimilinu og get samt sótt strákinn minn snemma í leikskólann.

Enda er mikil ánægja meðal opinberra starfsmanna með styttinguna en 65% eru frekar eða mjög ánægð með hana. Í framboði mínu í prófkjöri Pírata til borgarstjórnar legg ég enda ríka áherslu á að auka við styttinguna enda tel ég það leiða til bættrar lýðheilsu og aukinnar lífshamingju meðal starfsfólks, sem gerir það að verkum að starfsfólk er ánægðara í starfi sínu. Þetta þykir mér líka líklegt til að bæta þjónustu borgarinnar því að ánægt starfsfólk er líklegra til að skila af sér góðri þjónustu og vinnu.

Það er samt ekki sjálfgefið að sú verði raunin að stytta enn frekar vinnuna, í nútímanum er mikil krafa á að vinna sífellt meira og sinna vinnunni jafnvel utan ákveðins vinnutíma. Stytting vinnuvikunnar á að vinna gegn þessu en það er jafnframt pólitísk ákvörðun að gefa sveigjanleikann og veita fjármagni svo af þessu megi verða. Styttingin getur líka orðið til þess að hægt verði að ráða fleira starfsfólk, en í framtíðinni munu fjöldamörg störf hverfa vegna sjálfvirknivæðingar. Sem dæmi má nefna að um 1,5 milljón störf eru mjög líkleg til að hverfa á Englandi í framtíðinni. Reykjavíkurborg getur reynt að bregðast við þessu með að búa til fleiri störf og hlutastörf eftir þörfum og þannig brúað bilið.

Nauðsynlegt er að hugsa til framtíðar og stefna að fjölskylduvænni og mannvænni borg sem snýst um fólk og velferð frekar en skammtímagróða og efna. Kosningarnar í vor eru geysimikilvægar til að velja rétt og stuðla að betri borg fyrir okkur öll.

Höfundur er í frambjóðandi í prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurborg, rithöfundur og bókavörður.

Upprunaleg birtingvisir.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...