Píratar XP

Stríð í Evrópu

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, skrifar um innrás Rússa í Úkraínu. „Fyrir Rússum er það ógn við þeirra tilveru að landamæraríki þeirra gangi í Evrópusambandið og sérstaklega Nató.“

Stríð er hafið í Úkra­ínu. Rússar hafa látið verða af því að ráð­ast inn undir því yfir­skyni að stilla til friðar í landamæra­hér­uðum sem hafa lýst yfir sjálf­stæði.

Það er reyndar gömul aðferða­fræði frá tíma Sov­ét­ríkj­anna að færa til þjóðir og menn­ing­ar­brot til þess að tryggja það að sterk mót­spyrna gegn Moskvu væri óáreið­an­leg. Rúss­nesku­mæl­andi voru flutt til landa með aðra menn­ingu og annað tungu­mál, og inn­fæddir íbúar flutt­ir, oft nauð­ugir, annað þar sem þeir voru nýir og í minni­hluta.

Þessi aðferða­fræði er þekkt og enn eru sár eftir hana víða, svo sem hjá vinum okkar í Eystra­salts­ríkj­un­um, en það eru síður en svo einu dæm­in.

Og við sáum þessa aðferða­fræði gagn­ast Rússum þegar þeir gerðu inn­rás og inn­lim­uðu Krím­skaga, þá undir því yfir­skini að vernda rúss­nesku­mæl­andi íbúa þar. Og núna eru það rúss­nesku­mæl­andi í landamæra­hér­uð­unum sem mynda aðskiln­að­ar­hreyf­ing­una. Á síð­ustu dögum hafa aðskiln­að­ar­sinnar verið að flytja íbúa hér­að­anna aust­ur, til Rúss­lands. Það gerir að verkum að hér­uðin verða ‘rúss­neskari’, aðrir en Rússar dreifast og bland­ast við rúss­neska fjöld­ann.

Þetta er í raun vopn­væð­ing á sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­in­um. Í grunn­inn eiga auð­vitað íbúar rétt á að skil­greina hvernig þeir vilja lifa, hvaða ríki þeir vilja til­heyra. En gildir það ef stór­veldi hefur róið að því öllum árum að koma fólki með sína menn­ingu fyrir á landamæra­svæðum og flytja fólk með aðra menn­ingu burtu?

Á sama tíma hafa Rússar haldið uppi linnu­lausum árásum á upp­lýs­ing­arnar sem umheim­ur­inn notar til að átta sig á því hvað sé að ger­ast. Tala um að þetta séu lygar vest­ur­veld­anna, að í raun sé það Nató sem sé árás­ar­að­il­inn.

Á síð­ari árum er fólk orðið rétti­lega gagn­rýnna á Nató, Banda­ríkin og hern­að­ar­brölt þeirra, við eigum ekki að trúa áróðri þeirra gagn­rýn­is­laust. En mótsvarið við því að trúa áróðri Banda­ríkj­anna er ekki að kok­gleypa gagn­rýn­is­laust áróður ann­arra hern­að­ar­velda.

Í grunn­inn snýst þetta um það að Rúss­land vill tryggja áhrifa­svæðið sitt, fyrir Rússum er það ógn við þeirra til­veru að landamæra­ríki þeirra gangi í Evr­ópu­sam­bandið og sér­stak­lega Nató. Úkra­ína og önnur landamæra­ríki Rúss­lands hljóta samt að mega velja hvernig þau stilla sér upp, og þegar stórt her­veldi er í bak­garð­in­um, þá upp­lifa þau mjög sterkt að þau þurfi annað hvort að gang­ast því ríki á hönd að meira eða minna leyti, og leyfa því að vasast til um utan­rík­is­stefnu og jafn­vel inn­an­lands­mál, til að halda frið­inn, eða ganga í annað banda­lag sem geti verndað þau fyrir ágangi. Inn í þetta bland­ast líka að Rússar vilja tryggja sér hafn­ar­að­stöðu við Svarta­haf­ið. Þeir munu kannski ekki sjálfir her­taka land Úkra­ínu, heldur munu aðskiln­að­ar­sinnar sjá um það, Rúss­arnir munu senni­lega bara eyði­leggja inn­viði og her Úkra­ínu til að koma í veg fyrir að hægt verði að stöðva það.

Að mörgu leiti minnir þetta á til­burði Þýska­lands í landamæra­hér­uðum Aust­ur­ríkis í aðdrag­anda seinna stríðs, en yfir­skinið þá var einmitt að verja þýsku­mæl­andi íbúa þar.

Rússar vilja full­vissu fyrir því að Úkra­ína muni ekki fá inn­göngu í Nató, nokkurn tíma. En það er ljóst að ef það er ekki á borð­inu, þá mun landið þurfa að frið­þægja Rússa og haga sér eftir þeirra höfði í meiri­háttar mál­um.

Ef við viljum hafa áhrif á þessa atburða­r­ás, þessa hegð­un, þá verður að ganga lengra í að gera Rússum það ljóst að þessi hegðun sé ekki í boði. Þetta mun alltaf verða vanda­mál á meðan Rúss­land er ólýð­ræð­is­legt fáræð­is- eða alræð­is­ríki sem upp­lifir sér ógnað af því að ríkin í kring hall­ist að Evr­ópu­sam­band­inu og inn­leiði lýð­ræð­is­legri stjórn­ar­hætti.

Styrkur Rúss­lands felst í því hve hátt hlut­fall Evr­ópu er háð inn­flutn­ingi á gasi frá Rúss­landi (og í minna mæli olíu). Því miður eru engir inn­viðir til­búnir til að taka við þeirri þörf og ríki Evr­ópu upp­lifa sér ekki fært að skera á það við­skipta­sam­band, ekki af græðgi heldur af því að fólk myndi deyja án þess að hafa gas til hit­un­ar, eld­unar og orku­fram­leiðslu. Fyrsta skrefið í því að losa okkur út úr því er að búa til val­kost við þetta gas, og auð­vitað væri ósk­andi að það gæti verið vind-, sól­ar- og jarð­varma­orka, eða ný tækni svo sem sam­runa­orka. En raun­hæf­asti kost­ur­inn er því miður senni­lega að byggja upp kjarn­orku­ver aft­ur. Það er eina tæknin sem er til­búin og nægi­lega þróuð til að byggja upp á þeim skala sem þarf til að losa Evr­ópu undan gas­fíkn­inni á milli­-­stuttum tíma (kannski 10-15 árum á að giska).

En, það er samt of seint, við verðum að bregð­ast við hraðar en sú aðferð getur boð­ið. Ég for­dæmi þessa inn­rás heils­hugar og hvet íslensk stjórn­völd til að vísa sendi­herra Rúss­lands úr landi og slíta á stjórn­mála­sam­band og öll við­skipti við Rúss­land og Hvíta-Rúss­land. Ég hvet ríki Evr­ópu til að gera hið sama. Við getum ekki við­haldið auð og valdi Pútíns og kóna hans, þó svo það að standa gegn þeim þýði sárs­auka­fullar umbreyt­ingar í orku­bú­skap.

Upprunaleg birtingkjarninn.is

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X