Stríð í Evrópu

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, skrifar um innrás Rússa í Úkraínu. „Fyrir Rússum er það ógn við þeirra tilveru að landamæraríki þeirra gangi í Evrópusambandið og sérstaklega Nató.“

Stríð er hafið í Úkra­ínu. Rússar hafa látið verða af því að ráð­ast inn undir því yfir­skyni að stilla til friðar í landamæra­hér­uðum sem hafa lýst yfir sjálf­stæði.

Það er reyndar gömul aðferða­fræði frá tíma Sov­ét­ríkj­anna að færa til þjóðir og menn­ing­ar­brot til þess að tryggja það að sterk mót­spyrna gegn Moskvu væri óáreið­an­leg. Rúss­nesku­mæl­andi voru flutt til landa með aðra menn­ingu og annað tungu­mál, og inn­fæddir íbúar flutt­ir, oft nauð­ugir, annað þar sem þeir voru nýir og í minni­hluta.

Þessi aðferða­fræði er þekkt og enn eru sár eftir hana víða, svo sem hjá vinum okkar í Eystra­salts­ríkj­un­um, en það eru síður en svo einu dæm­in.

Og við sáum þessa aðferða­fræði gagn­ast Rússum þegar þeir gerðu inn­rás og inn­lim­uðu Krím­skaga, þá undir því yfir­skini að vernda rúss­nesku­mæl­andi íbúa þar. Og núna eru það rúss­nesku­mæl­andi í landamæra­hér­uð­unum sem mynda aðskiln­að­ar­hreyf­ing­una. Á síð­ustu dögum hafa aðskiln­að­ar­sinnar verið að flytja íbúa hér­að­anna aust­ur, til Rúss­lands. Það gerir að verkum að hér­uðin verða ‘rúss­neskari’, aðrir en Rússar dreifast og bland­ast við rúss­neska fjöld­ann.

Þetta er í raun vopn­væð­ing á sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­in­um. Í grunn­inn eiga auð­vitað íbúar rétt á að skil­greina hvernig þeir vilja lifa, hvaða ríki þeir vilja til­heyra. En gildir það ef stór­veldi hefur róið að því öllum árum að koma fólki með sína menn­ingu fyrir á landamæra­svæðum og flytja fólk með aðra menn­ingu burtu?

Á sama tíma hafa Rússar haldið uppi linnu­lausum árásum á upp­lýs­ing­arnar sem umheim­ur­inn notar til að átta sig á því hvað sé að ger­ast. Tala um að þetta séu lygar vest­ur­veld­anna, að í raun sé það Nató sem sé árás­ar­að­il­inn.

Á síð­ari árum er fólk orðið rétti­lega gagn­rýnna á Nató, Banda­ríkin og hern­að­ar­brölt þeirra, við eigum ekki að trúa áróðri þeirra gagn­rýn­is­laust. En mótsvarið við því að trúa áróðri Banda­ríkj­anna er ekki að kok­gleypa gagn­rýn­is­laust áróður ann­arra hern­að­ar­velda.

Í grunn­inn snýst þetta um það að Rúss­land vill tryggja áhrifa­svæðið sitt, fyrir Rússum er það ógn við þeirra til­veru að landamæra­ríki þeirra gangi í Evr­ópu­sam­bandið og sér­stak­lega Nató. Úkra­ína og önnur landamæra­ríki Rúss­lands hljóta samt að mega velja hvernig þau stilla sér upp, og þegar stórt her­veldi er í bak­garð­in­um, þá upp­lifa þau mjög sterkt að þau þurfi annað hvort að gang­ast því ríki á hönd að meira eða minna leyti, og leyfa því að vasast til um utan­rík­is­stefnu og jafn­vel inn­an­lands­mál, til að halda frið­inn, eða ganga í annað banda­lag sem geti verndað þau fyrir ágangi. Inn í þetta bland­ast líka að Rússar vilja tryggja sér hafn­ar­að­stöðu við Svarta­haf­ið. Þeir munu kannski ekki sjálfir her­taka land Úkra­ínu, heldur munu aðskiln­að­ar­sinnar sjá um það, Rúss­arnir munu senni­lega bara eyði­leggja inn­viði og her Úkra­ínu til að koma í veg fyrir að hægt verði að stöðva það.

Að mörgu leiti minnir þetta á til­burði Þýska­lands í landamæra­hér­uðum Aust­ur­ríkis í aðdrag­anda seinna stríðs, en yfir­skinið þá var einmitt að verja þýsku­mæl­andi íbúa þar.

Rússar vilja full­vissu fyrir því að Úkra­ína muni ekki fá inn­göngu í Nató, nokkurn tíma. En það er ljóst að ef það er ekki á borð­inu, þá mun landið þurfa að frið­þægja Rússa og haga sér eftir þeirra höfði í meiri­háttar mál­um.

Ef við viljum hafa áhrif á þessa atburða­r­ás, þessa hegð­un, þá verður að ganga lengra í að gera Rússum það ljóst að þessi hegðun sé ekki í boði. Þetta mun alltaf verða vanda­mál á meðan Rúss­land er ólýð­ræð­is­legt fáræð­is- eða alræð­is­ríki sem upp­lifir sér ógnað af því að ríkin í kring hall­ist að Evr­ópu­sam­band­inu og inn­leiði lýð­ræð­is­legri stjórn­ar­hætti.

Styrkur Rúss­lands felst í því hve hátt hlut­fall Evr­ópu er háð inn­flutn­ingi á gasi frá Rúss­landi (og í minna mæli olíu). Því miður eru engir inn­viðir til­búnir til að taka við þeirri þörf og ríki Evr­ópu upp­lifa sér ekki fært að skera á það við­skipta­sam­band, ekki af græðgi heldur af því að fólk myndi deyja án þess að hafa gas til hit­un­ar, eld­unar og orku­fram­leiðslu. Fyrsta skrefið í því að losa okkur út úr því er að búa til val­kost við þetta gas, og auð­vitað væri ósk­andi að það gæti verið vind-, sól­ar- og jarð­varma­orka, eða ný tækni svo sem sam­runa­orka. En raun­hæf­asti kost­ur­inn er því miður senni­lega að byggja upp kjarn­orku­ver aft­ur. Það er eina tæknin sem er til­búin og nægi­lega þróuð til að byggja upp á þeim skala sem þarf til að losa Evr­ópu undan gas­fíkn­inni á milli­-­stuttum tíma (kannski 10-15 árum á að giska).

En, það er samt of seint, við verðum að bregð­ast við hraðar en sú aðferð getur boð­ið. Ég for­dæmi þessa inn­rás heils­hugar og hvet íslensk stjórn­völd til að vísa sendi­herra Rúss­lands úr landi og slíta á stjórn­mála­sam­band og öll við­skipti við Rúss­land og Hvíta-Rúss­land. Ég hvet ríki Evr­ópu til að gera hið sama. Við getum ekki við­haldið auð og valdi Pútíns og kóna hans, þó svo það að standa gegn þeim þýði sárs­auka­fullar umbreyt­ingar í orku­bú­skap.

Upprunaleg birtingkjarninn.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...