Strandveiðar: Verk ganga orðum framar

Oddviti Pírata í Norvesturkjördæmi skrifar um stuðning Pírata við strandveiðisjómenn.

Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu.

Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti.

Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi.

Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu.

Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með „frjálsum“ handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu.

Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...