Píratar XP

Stór­aukið í­búa­lýð­ræði í Reykja­vík

Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða!

Ár hvert hafa borgarbúar tæpan hálfan milljarð króna til þess að forgangsraða þeim hugmyndum sem þeim þykir mestur virðisauki í til viðbótar við aðrar fjárfestingar og viðhaldaáætlanir í hverfunum. Án verkefnisins Hverfið mitt væri þetta tækifæri ekki til staðar með þessum hætti.

Við viljum að þú ráðir. Íbúar í hverfunum þekkja sitt nærsamfélag best og þrátt fyrir að borgin sé með sínar viðhaldsáætlanir, umferðaröryggisáætlanir og önnur góð plön sem hún fylgir til þess að bæta öryggi, innviði og aðbúnað í hverfum borgarinnar þá er það stundum þannig að borgarbúinn vill forgangsraða öðruvísi en yfirvöld hafa ákveðið að gera og ástæður þess geta verið margar. Hér er verið að rétta þér tækifæri til að velja! Hugmyndirnar koma frá íbúunum og þeim er forgangsraðað af íbúunum. Lýðræðið í Reykjavík er í stöðugri þróun því við viljum sífellt vera að gera betur. Í vor var starfshópur skipaður um framtíðarþróun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar og mun sá fljótlega skila sínum niðurstöðum. Vilji er til þess að ná enn betra samtali við þig sem leggur fram þínar tillögur – til þess að ganga enn lengra til að geta látið þær verða að veruleika á besta mögulega hátt og er þetta eitt af viðfangsefnum starfshópsins. Að auki er verið að skoða hvort það henti að viðhalds- og öryggisverkefni séu hluti af Hverfinu mínu þar sem að athugasemdir hafa borist hvað það varðar – en rétt er að halda því til haga að það var að ósk borgarbúa að þeim væri aftur bætt inn eftir breytingar þar á hér um árið. Öllum ábendingum um breytingar á Hverfinu mínu er vel tekið í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði sem er með verkefnið til endurskoðunar.

Hverfið mitt er einn vettvangur af mörgum sem stendur íbúum Reykjavíkur til boða til þess að taka þátt í lýðræðislegu samtali við borgaryfirvöld, hafa áhrif og koma góðum hugmyndum til leiðar. Ábendingavefurinn er annar og með nýlegum betrumbótum á honum og auknu aðgengi hefur aðsóknin aukist úr tugum ábendinga á ári yfir í mörg þúsund ábendingar. Íbúaráðin eru líka mjög viðamikill vettvangur íbúalýðræðis sem við væntum mikils af en þau eru nýfarin af stað og eru nú skipuð íbúum beint úr hverfunum án milligöngu borgarstjórnar í fyrsta sinn. Þar að auki verða þau nú skipuð einum slembivöldum fulltrúa úr hverju hverfi sem er gríðarlega spennandi leið til að ná til enn breiðari hóps borgarbúa – líka þeirra sem myndu annars ekki bjóða sig fram til félags- eða stjórnmálastarfa.

Þetta eru ólíkar leiðir til þess að ná til ólíkra hópa og bara örfá dæmi. Mín skilaboð eru: Taktu þátt! Vertu með! Þannig verður borgin okkar enn betri.

Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur.

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X