Stoð- og stuð í Reykja­vík

Nýjar reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á velferðarsviði Reykjavíkurborgar

Það gleður mig að kynna fyrir ykkur nýjar og valdeflandi reglur um stoð- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, eða stoð- og stuð eins og þær eru oft kallaðar. Þær byggja á virðingu fyrir ólíkum þörfum okkar allra, valdeflingu og sjálfstæði einstaklingsins.

Reglurnar eru í samræmi við fyrstu velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í fyrsta sinn þann 15. júní á síðasta ári. Markmið þeirrar stefnu eru aukin lífsgæði, að öll í Reykjavík hafi tækifæri til að lifa með reisn, veita einstaklingsmiðaða og heildstæða þjónustu og að Reykjavík sé sannarlega fyrir okkur öll.

Nýju stoð- og stuðningsreglurnar taka mið af samvinnu og samtali við notendur, enda eru notendur þjónustunnar sérfræðingar í eigin lífi og því hæfastir í að meta eigin þarfir og setja sér markmið.

Reglurnar eru þrenns konar; stoð- og stuðningsþjónusta fyrir fatlað fólk, beingreiðslu samningar og heimastuðningur.

Minni skriffinska, fleiri gæðastundir með stafrænni þjónustu

Einnig er hér verið að innleiða enn frekari stafræna þjónustu Með stafrænni innleiðingu erum við að stytta afgreiðslutíma og alla tímafreka skrifstofuvinnu svo að mannleg samskipti verði betri og meiri, á kostnað skriffinskunnar.

Stafræn þjónusta eru ekki bara rafrænar umsóknir og umsýsla. Hún er einnig velferðartækni, en hjá Reykjavíkurborg er í dag rekin Velferðatæknismiðja sem þróar, þarfagreinir og finnur viðeigandi tæknilausnir fyrir notendur.

Dæmi um þjónustu velferðartæknismiðjunnar eru skjáheimsóknir, námskeið í tæknilæsi og stigahjálp, eða Assistep, sem er tæknibúnaður sem aðstoðar fólk við að ganga upp og niður stiga með öruggum hætti. Annað dæmi um velferðartækni í velferðarþjónustu er heimsókn í heimahús þar sem notandi og starfsmaður sitja saman yfir kaffibolla að spjalla á meðan að ryksuguvélmenni þrífur gólfin. Þannig notum við tæknina til að auka gæðastundir í þjónustu og mannlegum samskiptum.

Stoð- og stuðningsþjónusta

Stoð- og stuðningsþjónustan byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og viðeigandi aðlögun fyrir hvert og eitt. Þessi þjónusta á að geta veitt notandanum meiri sveigjanleika og mætt stuðningsþörfum hvers og eins á eigin forsendum. Þjónustan mætir fólki á þeirra stað í lífinu, og gefur þeim vald til að skipuleggja og sérsníða þjónustuna sem þau telja sig þurfa og sem muni gagnast þeim við að taka þátt í samfélaginu sem og veita þeim aðstoð við daglegt líf. Notandinn er hér við stjórnvölinn.

Beingreiðslusamningar

Beingreiðslusamningarnir byggja einnig á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og líkjast NPA samningum þar sem þeir eru notendasamningar. Þannig fær notandinn stjórn yfir því hvernig þjónustan er veitt, hvar, hvenær og hvaða aðstoðarfólk viðkomandi er með, þar sem notandinn sér sjálfur um starfsmannahaldið og sér um að ráða til sín starfsfólk.

Markmiðið er að valið um þjónustuform og fyrirkomulag aðstoðar sé á höndum notenda, þeir stjórna.

Heimastuðningur

Ég er sérstaklega spennt fyrir heimastuðningi. Heimastuðningurinn er það sem áður kallaðist félagsleg heimaþjónusta en þykir mér þessi nafnabreyting mjög viðeigandi þar sem áherslan á þessari þjónustu byggir á hugmyndafræði um endurhæfingu í heimahúsi.

Notandi er hér aftur við stjórnvölinn og setur sér markmið í þeim tilgangi að ráða við daglegt líf. Til þess fær viðkomandi stuðning við allar athafnir daglegs lífs, eins og heimilishald og þátttöku í félagsstarfi. Stuðningurinn er veittur í gegnum leiðbeiningar, þjálfun og eftirlit. Með þessu er notanda gert kleift að búa lengur á sínu heimili ásamt því að vera sjálfbjarga og félagslega virkur, með því að hvetja til aukinnar samveru og samskipta við samfélagið, nær og fjær. Þjónustan fer fram á þeirra eigin heimili og á þeirra forsendum.

Einföld umsýsla og aukin þjónusta

Áhersla er lögð á að einfalda alla umsýslu og er hægt að sækja um þessar mismunandi þjónustuleiðir rafrænt á vef Reykjavíkurborgar. Reglurnar tóku gildi í gær og má kynna sér þær frekar á nýrri heimasíðu Reykjavíkurborgar og þar má einnig finna hvar sótt er um þessar þjónustuleiðir.

Rannveig Ernudóttir er varaborgarfulltrúi Pírata og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkurborgar.

Upprunaleg birtingvisir.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...