Stefnuleysi stjórnvalda

“Alþingi hefur því nýlokið afgreiðslu á ítarlegri umfjöllun um stefnumörkun opinberra fjármála” stendur í fjármálaáætlun stjórnvalda – Nei, bara alls ekki. Ekkert í yfirferð þingsins var ítarleg umfjöllun um stefnumörkun opinberra fjármála. Eins og venjulega þá vantaði kostnaðargreiningu á stefnu stjórnvalda. Það vantaði ábatagreiningu á stefnu stjórnvalda, en eins og forseti veit þá snýst ábatagreining um að stjórnvöld sýni okkur fram á að stefna stjórnvalda skili okkur fram á veginn en sé ekki tilgangslaus eyðsla á almannafé. Það vantaði líka nákvæmari forgangsröðun verkefna. Það vantaði alla stefnu stjórnvalda í síðustu fjármálaáætlun. Engin stefna um hvernig við eigum að vinna okkur út úr efnahagsáhrifum Kófsins, stjórnvöld skiluðu auðu.

Og áður en fólk byrjar að tala um alla milljarðana sem hafa verið notaðir í viðbrögð við því ástandi sem Kófið hefur valdið þá er stór hluti þeirra fjármuna sjálfsögð viðbrögð vegna atvinnuleysisbóta eða hlutabóta, eða eitthvað um 65 milljarðar króna. Til viðbótar voru svo ýmis úrræði sem voru alls ekkert sjálfsögð eins og uppsagnarstyrkir upp á rúmlega 10 milljarða. Aðrar ráðstafanir eru um 44 milljarðar, miðað við stæstu stuðningsúrræði ríkisstjórnarinnar í rammagrein 2 á bls. 32 í fjármálaáætlun.

“Alþingiskosningar fara fram í september næstkomandi. Það felur í sér að tímabil fjármálaáætlunar fellur til á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar og að næsta fjárlagafrumvarp, sem tekur til fyrsta árs áætlunarinnar, verður lagt fram af hálfu nýrrar ríkisstjórnar og mun byggjast á nýrri fjármálastefnu sem mun þurfa að leggja fram samhliða því.” – Já, það er alveg rétt og með þessari fjármálaáætlun er núverandi ríkisstjórn einfaldlega að segja að hún ætli ekki að taka þátt í þeirri stefnu sem þarf að setja eftir næstu kosningar. Þessi ríkisstjórn getur ekki einu sinni sett stefnu út þetta kjörtímabil. Fyrir ári síðan frestaði ríkisstjórnin framlagningu fjármálaáætlunar af því að það var svo mikil óvissa. Það er stórkostlega merkilegt því það er hlutverk stjórnvalda að setja stefnu og eyða óvissu. Það kom svo augljóslega í ljós þegar stjórnvöld lögðu loks fram fjármálaáætlun að þau höfðu enga stefnu. Stjórnvöld voru að bregðast við jafnóðum í stað þess að leggja veg fyrir okkur öll út úr faraldrinum. Það voru engar áætlanir um hvernig átti að koma til móts við vaxandi atvinnuleysi. Það voru engar áætlanir um uppbyggingu til framtíðar. Í þessari fjármálaáætlun sjáum við sama stefnuleysið aftur. Þessi fjármálaáætlun er svo sem ágætis umfjöllun um núverandi stöðu hagkerfisins og áskoranirnar framundan en það er nákvæmlega ekkert fjallað um það hvernig stefna stjórnvalda væri út úr þessu ástandi. Ekkert nema það sem í raun skein í gegn en var ósagt, að stjórnvöld voru einfaldlega að bíða eftir að faraldurinn kláraðist til þess að ferðaþjónustan gæti aftur orðið sá bjargvættur sem hún var eftir síðasta hrun.

Ég hefði haldið að þeir stjórnmálaflokkar myndu keppast við að segja okkur öllum hvernig þau ætla að redda málunum, svona stuttu fyrir kosningar. En augljóslega eru þau svo ósammála að afurðin er ekki neitt.

“Áætlunin gerir ráð fyrir að aðstæður verði til þess að draga hratt úr sértækum stuðningi hins opinbera árið 2022.” – Segjum að það sé satt, að sviðsmyndir um aukinn ferðamannafjölda standist sem og allt annað – þá erum við samt í þeim aðstæðum að vera með ansi miklar skuldir sem við þurfum að taka tillit til. Markmið ríkisstjórnarinnar birtist okkur ljóslifandi í áætluðum ráðstöfunum upp á 102 milljarða króna en “eru ekki útfærðar niður á einstaka tekjustofna á tekjuhlið eða málefnasvið á útgjaldahlið í þessari fjármálaáætlun”. Ríkisstjórnin veit semsagt hvaða aðstæður þarf að glíma við en leggur ekkert til málanna og ber fyrir sig þá afsökun að það verði kosningar fyrst.

Í fyrra þegar faraldurinn hófst var svo mikil óvissa að það þurfti að fresta framlagningu fjármálaáætlunar. Í ár er ekki einu sinni gerð fjármálaáætlun fyrir næsta ár. Í fyrra vissi ríkisstjórnin ekki hvaða stefnu átti að taka og í ár einfaldlega gefst hún upp og hættir.

Fjármálaáætlunin í ár er ríkisstjórnin að leggja skóna á hilluna og segja að stefna næsta árs ræðst í kosningum í haust en ekki stefna sem ríkisstjórnin ætlar að setja núna í fjármálaáætlun.

Kannski finnst einhverjum það mjög eðlilegt. En ef það væri svo að ríkisstjórnin hefði einhverja framtíðarsýn saman þá myndi ríkisstjórnin að sjálfsögðu leggja fram þá sýn núna. Þau myndu monta sig af henni og sýna hvernig þau væru traustsins verð eftir næstu kosningar. Í staðinn skilar ríkisstjórnin auðu og skilur allt og alla eftir í þeirri óvissu sem var svo ómöguleg fyrir ári síðan að það var ekki hægt að setja neina stefnu. Óvissan fyrir næsta ár er ekki tilkomin vegna heimsfaraldurs heldur vegna ábyrgðarleysis núverandi ríkisstjórnar.

“Á næstu árum verður áfram lögð rík áhersla á umbætur hjá hinu opinbera, ekki síst með nýtingu stafrænnar þjónustu og upplýsingatækni. Í fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar hafa verið lagðir um 12 ma.kr. í slík verkefni á árunum 2020–2025.”

Þetta er ekki dæmi um stefnumál ríkisstjórnarinnar. Þetta er dæmi um átak vegna faraldursins. Það þurfti heimsfaraldur fyrir ríkisstjórnina til þess að fara loks af stað í átak í stafrænni stjórnsýslu og þá var bara lagt af stað með verkefni sem hægt var að hefja á þessu kjörtímabili. Þetta er ekki einu sinni rétt því í fjárlögum 2020 var gert ráð fyrir 250 milljónum í endurnýjun upplýsingakerfa, mögulega eitthvað aðeins meira en það vantar kostnaðargreiningar – auðvitað. Miðað við fjárauka þar sem lagt var aukið fjármagn í þetta verkefni upp á 1.350 milljónir króna þá er fjárfestingarátakið ekki 12 milljarðar heldur rétt rúmir 8 milljarðar, þarna er verið að tvítelja það sem var þegar búið að áætla fyrir eðlilegt viðhald og uppfærslur á stafrænum innviðum.

Það er í raun tilgangslaust að fjalla um þessa fjármálaáætlun. Það er einfaldlega tímasóun því ríkisstjórnin lagði enga vinnu í þessa áætlun. Þau nenntu ekki að uppfæra stefnu málefnasviða og láta það duga að segja að það sé fyrirséð að grípa þurfi til ráðstafana á tekju- og útgjaldahlið ríkissjóðs á árunum 2023 – 2026 – en skila auðu í því hvernig á að gera það vegna þess að það er ekki þessi ríkisstjórn sem ætlar að gera neitt í þeim málum – og vegna þess að ríkisstjórnin ætlar ekki að leggja til neina stefnu fyrir næstu fimm ár er algerlega tilgangslaust að rýna í stefnu sem er ekki til.

Það sem hægt er að gera er að fjalla um stöðuna sem ríkisstjórnin vill ekki takast á við. Stöðuna sem ríkisstjórnin er búin að búa til með 12% atvinnuleysi og 4% verðbólgu. Það er svo merkilegt að ríkisstjórnin monti sig af hinum ýmsu mótvægisaðgerðum þegar þetta er niðurstaðan. Við höfum svo sem heyrt þau segja að staðan væri annars verri. Það kemur nákvæmlega ekkert á óvart. Það var nákvæmlega enginn sem sagði að það ætti ekki að gera neitt. Allir voru með tillögur um hvað væri hægt að gera til þess að koma til móts við það ástand sem hefur myndast vegna faraldursins. En sama hvað ríkisstjórnin ákvað að gera þá segja þessar tvær tölur allt sem segja þarf. Rúmlega 12% atvinnuleysi og 4% verðbólga. Það hafa aldrei jafn margir verið atvinnulausir á heilu ári á þessari öld, samkvæmt tölum vinnumálastofnunnar.

Ég ætla að segja ykkur smá leyndarmál. Það láta allir eins og hagstjórn sé rosalega flókið mál. Það er gert með því að bæta við alls konar tormeltum orðum eins og hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður eða launavísitala (sem sýnir ekki launaþróun samkvæmt lögum um almannatryggingar en gerir það samt samkvæmt rannsóknum verkalýðsfélaga). Hagstjórn er í raun mjög einföld og hún snýst um að fólk hafi þak yfir höfuðið og geti lifað mannsæmandi lífi. Það sem er flókið er hvernig á að ná sem mestum árangri í slíkri hagstjórn, þannig að sá hæfilegi hagnaður sem við höfum umfram eðlilegt lífsviðurværi sé sem mestur — ekki að hann sé endilega fjárhagslega hámarkaður heldur getur það verið í öðrum lífsgæðum eins og meiri frítíma, betri heilsu, öryggi og ýmsu öðru.

Verkefnið er einfalt en að ná eins góðum árangri og hægt er – er erfitt. Í því ljósi verðum við að skoða þennan árangur ríkisstjórnarinnar með mesta atvinnuleysi aldarinnar af þeirri einföldu ástæðu að ríkisstjórnin bjóst við stuttum faraldri og að ferðaþjónustan myndi ná árangri á ný. Það þýddi að stefna stjórnvalda í faraldrinum var að bíða þangað til hann klárast og metfjöldi af fólki þarf að bíða í atvinnuleysi á meðan. Ríkisstjórnin stærir sig af gríðarlegummótvægis-aðgerðum á sama tíma og það er met atvinnuleysi. Hvernig er hægt að monta sig af því? Ef fólk er að velta fyrir sér hvernig falsfréttir virka og verða til þá þarf annars vegar bara að horfa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar annars vegar, og hvað þau segja að allt gangi vel og svo hins vegar hver staðan er á vinnumarkaði.

Við stöndum frammi fyrir þörf upp á rúmlega hundrað milljarða afkomubætandi aðgerðir á árunum 2023 – 2025, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnar sem útskýrir bara vandann en leggur ekki til lausnir – alveg örugglega af því að ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála um það hvernig á að taka á þeim vanda og vilja leita til almennra kosninga um stuðning fyrir sínum lausnum í sitt hvoru lagi. Það þýðir óhjákvæmilega að þessi ríkisstjórn mun ekki starfa saman á næsta kjörtímabili nema einhverjir flokkanna muni svíkja kosningaloforð sín. Ef eitthvað þá eru þetta merkilegustu upplýsingarnar sem fram koma í þessari fjármálaáætlun. Þessi ríkisstjórn er búin að leggja skóna á hilluna og vinnur í raun bara sem starfsstjórn í dag.

Þá verður maður að spyrja, til hvers í ósköpunum þurfum við að bíða þangað til í haust með að fá nýja ríkisstjórn?

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...