Spilling er pólítísk ákvörðun

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gerir upp árið 2020.

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og sann­gjarn­ara sam­fé­lag þar sem allir sitja við sama borð. Við tryggjum að mál­efna­leg sjón­ar­mið ráði för við ákvarð­ana­töku rík­is­ins með vörnum gegn spill­ingu. Við stuðlum að því að auð­lindum þjóð­ar­innar sé útdeilt á sann­gjarnan hátt með vörnum gegn spill­ingu. Við tryggjum að þau sem byggja þetta land hafi jöfn tæki­færi gagn­vart stjórn­sýsl­unni, gagn­vart lög­gjaf­an­um, gagn­vart dóm­stólum og gagn­vart sam­fé­lag­inu öllu með sterkum vörnum gegn spill­ingu. Og við vinnum sann­ar­lega að sann­gjarn­ara sam­fé­lagi með vörnum gegn spill­ing­u. 

Píratar hafa aldrei og munu aldrei stunda póli­tísk hrossa­kaup og sér­hags­muna­gæslu. Við munum aldrei láta annað en gagn­rýna hugsun ráða för. Við tökum ákvarð­anir út frá gögnum og þekk­ingu, ekki þrýst­ingi frá hags­muna- og valda­blokk­um, and­stætt því sem tíðkast í of mörgum íslenskum stjórn­mála­flokk­um. Í litlu sam­fé­lagi eins og Íslandi þar sem frænd­hygli og flokka­drættir eru alls­ráð­andi eru slík stjórn­mál ekki aðeins nauð­syn­leg, heldur líka arð­bær. Því í spill­ingu felst gríð­ar­legt, fjár­hags­legt tap fyrir sam­fé­lag­ið, sem gerir okkur fátækari, van­hæf­ari og óör­ugg­ari. AUGLÝSING

Spill­ingin er rán­dýr

Áætlað er að tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 vegna eigna Íslend­inga á aflandseyjum hafi numið um 56 millj­örðum króna og á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna. Pen­ingar sem myndu skipta sköpum fyrir lofts­lags­mál­in, heil­brigð­is­kerf­ið, nýsköp­un, menntun og vel­ferð­ar­kerfið okk­ar, en stjórn­völd sýna þeim engan áhuga, eins og óþægi­lega löng vera okkar á gráum lista FATF sýndi glögg­lega. 

Ára­löng van­ræksla stjórn­valda gagn­vart við­un­andi vörnum gegn pen­inga­þvætti – og millj­arð­arnir sem glöt­uð­ust af þeim sökum – var pólítísk ákvörð­un. Það er líka póli­tísk ákvörðun að aðhaf­ast ekk­ert til þess að rann­saka öll þau mál sem gætu hafa farið fram hjá stjórn­völdum allan þann tíma sem eft­ir­lit með pen­inga­þvætti var í mýflugu­mynd.

Bar­áttan gegn spill­ingu er nefni­lega ekki aðeins rétt­læt­is­mál heldur líka gríð­ar­stórt efna­hags­mál. Þess vegna höfum við barist ötul­lega gegn spill­ingu og fyrir gagn­sæi allt frá því að Píratar sett­ust fyrst á Alþingi Íslend­inga. En betur má ef duga skal. 

Seina­gangur og síma­vinir

Reynsla und­an­far­inna ára sýnir ótrú­lega sterka mót­spyrnu ráð­andi stjórn­valda við eðli­legum gagn­sæis­kröfum og ákalli á spill­ing­ar­varn­ir. Panama­stjórnin sál­uga er auð­vitað grát­bros­legt dæmi um rík­is­stjórn sem var bein­línis leidd af tveimur aflands­brösk­urum og því ekki að undra að grafið hafi verið undan eft­ir­lits­stofn­unum í hennar valda­tíð, að eft­ir­lit með pen­inga­þvætti hafi verið í skötu­líki og að rann­sóknir á spill­ing­ar- og mútu­brotum hafi ein­fald­lega ekki átt sér stað. Nú, eða að komið hafi í ljós að Íslend­ingar eiga hlut­falls­legt heims­met í fjölda reikn­inga í Panama­skjöl­un­um.

Núver­andi rík­is­stjórn, sem lagði mikla áherslu á efl­ingu trausts til stjórn­mála og við­skipta­lífs­ins í stjórn­ar­sátt­mála sín­um, hefur ekki upp­fyllt þau fögru fyr­ir­heit. Sam­kvæmt úttekt GRECO, sam­taka Evr­ópu­ráðs­ins gegn spill­ingu, hefur rík­is­stjórnin ein­ungis sýnt lág­marks við­leitni til þess að upp­fylla alþjóð­lega staðla um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum og spill­ingu hjá stjórn­völd­um. Í sömu úttekt kemur fram, að rík­is­stjórnin hefur algjör­lega brugð­ist lög­regl­unni í öllu sem lýtur að spill­ing­ar­vörn­um. 

Þá stað­festi nýleg skýrsla OECD ára­tuga­langt sinnu­leysi stjórn­valda gagn­vart rann­sóknum á mútu­greiðslum til erlendra opin­berra starfs­manna. Sú skýrsla leiddi einnig í ljós að íslensk stjórn­völd tóku sér tvö­falt lengri tíma til þess að vinna úr beiðni namibískra yfir­valda um sam­starf í Sam­herj­a­mál­inu heldur en almennt ger­ist, eða hálft ár í stað þriggja mán­aða. Namibísk yfir­völd eiga greini­lega enga síma­vini hjá íslenskum stjórn­völd­um.

Núver­andi stjórn­völd hafa end­ur­tekið sýnt að þeim er hvorki treystandi fyrir því að taka á spill­ingu í stjórn­málum né við­skipta­líf­inu. Þau slugsa við varnir gegn hags­muna­á­rekstrum innan eigin raðaveikja mik­il­vægar eft­ir­lits­stofn­anir, setja efl­ingu trausts á stjórn­málum í nefnd en neita að setja nokkur við­ur­lög við því að brjóta gegn trausti almenn­ings. Svo taka þau til við að grafa undan því trausti með sam­úð­ar­sím­tölum til síma­vina í Sam­herja eða mynda­töku í aug­lýs­inga­boðs­ferð hjá Icelandair hot­els og þykj­ast svo ekki skilja hvers vegna traustið er við frost­mark. Þau segja eitt, en gera ann­að. 

Að segja eitt en gera annað

Fram undan er upp­gjör við and­stæð­ur. Kosn­ing­arnar á næsta ári munu snú­ast um fram­tíð­ina en byggja á reynslu for­tíð­ar. Hvernig flokk­arnir hafa hagað sér og hvaða slagi þeir hafa tekið mun skipta meira máli en hvert flokk­arnir segj­ast ætla að stefna. Komið er að sjald­séðum skulda­dögum hjá fólk­inu sem seg­ist aðeins bera pólítíska ábyrgð á fjög­urra ára fresti og hagar sér því af full­komnu ábyrgð­ar­leysi þess á milli.

Fólkið sem er í raun gang­andi and­stæð­ur. Sæk­ist eftir ábyrgð, skor­ast síðan undan ábyrgð­inni og móðg­ast þegar bent er á það. Fólkið sem ærist þegar þingið veitir því aðhald, mætir ekki í hálaun­uðu vinn­una sína af því að það nennir því ekki en vill svo rann­saka hvort öryrkjar vinni of mik­ið. Fólkið sem sví­virðir konur og lög­sækir öryrkja en þyk­ist síðan tala máli þeirra á tylli­dögum í pontu Alþing­is. Fólkið sem segir eitt, en gerir ann­að.Fólkið sem segir sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn óhugs­andi en leitar síðan skjóls í Val­höll. Fólkið sem stingur höfð­inu í sand­inn þegar sam­starfs­fólkið stingur óþægi­legum skýrslum undir stól. Krefst hærri veiði­gjalda fyrir kosn­ingar en lækkar þau svo við fyrsta tæki­færi eftir kosn­ing­ar. Talar fyrir öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi en gerir Land­spít­al­anum síðan að skera niður. Kallar „Atvinna, atvinna, atvinna“ en borgar svo fyr­ir­tækjum fyrir að segja upp fólki. Talar gegn hækkun lægstu bóta en tekur vilj­ugt við eigin launa­hækk­unumStærir sig af femín­isma en lít­il­lækkar eina stærstu og mik­il­væg­ustu kvenna­stétt lands­ins í miðjum heims­far­aldri. 

Fólkið sem talar um ábyrgð gagn­vart kjós­endum en virðir ekki vilja kjós­enda. Sem talar fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um flug­völl en hunsar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um stjórn­ar­skrá. Seg­ist ekki beita sér í ein­staka málum en bjargar ein­stökum styrkt­ar­að­ilum sínum. Hefur áhyggjur af virð­ingu Alþingis en ber ekki virð­ingu fyrir þjóð­inn­i. 

Stjórn­mála­ó­menn­ing

Þetta þarf ekki að vera svona. Framundan er upp­gjör við þessar and­stæð­ur. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að stjórn­mála­menn segi eitt en geri síðan ann­að. Það er ekki meit­lað í stein að stjórn­mála­menn axli aldrei ábyrgð á orðum sínum og gjörð­um. Þetta er spurn­ing um við­horf, afstöðu til valds og ábyrgð­ar. Þetta er spurn­ing um stjórn­mála­ó­menn­ingu sem hægt er að upp­ræta, strax á næsta ári.

Nú, þegar aðeins ein með­ganga er fram að kosn­ing­um, er fólk skilj­an­lega farið að spá í spil­in. Hvernig rík­is­stjórn verður hægt að mynda næsta haust? Hver geta unnið sam­an? Mögu­leik­arnir eru margir, en eitt er þó alveg víst: Píratar eru ekki til í að gera hvað sem er með hverjum sem er fyrir valda­stóla. Við höfum ein­fald­lega sýnt það í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um,ólíkt öðrum flokk­um. 

Það skiptir nefni­lega engu máli hvað draum­arnir eru stórir eða stjórn­ar­sátt­mál­inn úthugs­að­ur, allt drukknar það í valda­tafli Val­hall­ar. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sam­of­inn íslensku valda­kerfi, inn­vígðir og inn­múr­aðir sjálf­stæð­is­menn stýra mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum og þrýsti­hópum lands­ins og við munum aldrei byggja upp rétt­látt og spill­ing­ar­laust sam­fé­lag ef við aðskiljum ekki ríki og Sjálf­stæð­is­flokk. Það er tími til kom­inn að gefa for­stjóra Sam­herja til­efni til að hringja og spyrja um líðan sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. 

Píratar í rík­is­stjórn

Píratar í rík­is­stjórn munu stór­auka gagn­sæis­kröfur á íslensk fyr­ir­tæki inn­an­lands og erlend­is. Við munum efla eft­ir­lit með fjár­magns­flutn­ingum milli landa og herða skatta­eft­ir­lit inn­an­lands. Vegna þess að það marg­borgar sig. Píratar vilja banna þunna eig­in­fjár­mögn­un, bók­halds­brell­una sem stór­iðjan notar til þess að koma sér undan skatt­greiðslum hér­lend­is. Við munum efla varnir í pen­inga­þvætt­is­málum og auka eft­ir­lit með við­skiptum við lág­skatta­ríki.

Við munum að sjálf­sögðu líka sjá til þess að ný stjórn­ar­skrá, samin af þjóð­inni, stjórn­ar­skrár­gjaf­an­um, verði til­búin til afgreiðslu við lok næsta kjör­tíma­bils. Þar er einmitt að finna virka upp­ljóstr­ara­vernd, auð­linda­á­kvæði sem hamlar auð­linda­braski og lýð­ræð­is­bremsur almenn­ings gagn­vart þingi á rangri leið. 

Þetta þarf ekki að vera flókið

Okkur finnst þetta ekk­ert sér­stak­lega flók­ið. Allt sem Píratar gera; allar ákvarð­an­ir, öll frum­vörp­in, allar fyr­ir­spurn­irnar og allt pönkið er fyrir venju­legt fólk. Það á að efla ein­stak­linga, auka rétt­indi þeirra og sjá til þess að kerfin okk­ar, sama hvað þau heita, létti fólki líf­ið. Fram­tíð Pírata byggir á gagn­sæi, ábyrgð og rétt­indum ein­stak­lings­ins. Það er nefni­lega nóg af öðrum þing­mönnum sem mæta bara í vinn­una til að verja hags­muni stór­fyr­ir­tækja, útgerð­ar­innar og fjár­mála­geirans.

Það á að gera hlut­ina rétt. Það er póli­tík Pírata. Ekki með því að giska hvað er best heldur með því að und­ir­búa sig vel og rök­styðja. Þú ferð ekki vel með almannafé með því einu að segj­ast ætla að gera það, þú þarft að sýna fram á það. Póli­tík Pírata felst ekki í því að búa til reglur sem líta þokka­lega út á pappír og þver­brjóta þær svo ef þær reyn­ast koma sér illa fyrir bestu vini aðal­.  

Nýtt ár, ný tæki­færi

Yfir­stand­andi heims­far­aldur hefur reynt á heims­byggð­ina alla og kippt fót­unum undan fjölda fólks og heilu atvinnu­veg­unum hér á landi. Hann hefur einnig hrist upp í heims­mynd­inni og sýnt okkur að ekki er endi­lega best að hjakka bara áfram í sama fari og áður, sem núver­andi rík­is­stjórn virð­ist þó harð­á­kveðin í að ger­a.  Hún er ófær um að hugsa í nýjum lausnum enda fel­ast hags­munir hennar í því að halda líf­inu í ríkj­andi en úr sér gengnu valda­kerfi.

Valda­kerfi sem stendur fyrst og fremst vörð um sjálft sig, við­heldur spill­ingu og ójöfn­uði og svífst einskis þegar það telur sér ógn­að, hvort sem það er af hálfu stjórn­valda, fjöl­miðla eða ann­arra.  Sem svarar með hroka og stæl­um, afsalar sér ábyrgð, bendir í allar áttir í skolla­leik þeirra sem aldrei taka ábyrgð á gjörðum sínum og virð­ast hafa það sem sitt eina mark­mið að verja kerfið fyrir fólk­inu sem það á að þjóna. Og ef gengið er of nærri þeim sem valdið hafa er splæst í gott lög­bann. Hótað mál­sókn. Ráð­ist að per­sónu fólks og heiðri og því gerður upp illur ásetn­ing­ur.

Við Píratar segjum það sem við meinum og gerum það sem við segj­um. Umbúða­laust. Við köllum eftir svörum svo ákvarð­anir séu upp­lýstar og ef við sjáum spill­ingu eða mis­notkun á valdi þá bendum við á það. Það er ekki alltaf vin­sælt en það er nauð­syn­legt. Og það er af nógu að taka. Lands­rétt­ar­máliðPanama– og Sam­herj­a­skjölinfelu­leik­ur­inn með skatta­skjóls­skýrsl­unaupp­reist æru barn­a­níð­ingalög­bann á Stund­inagrái list­inn hjá FATFKlaust­ur­bar og fleira og fleira og fleira. Íslend­ingar eiga skilið betri, gagn­særri og ábyrg­ari stjórn­mál – strax á næsta ári. 

Því við megum ekki gef­ast upp.

Vegna þess að við höfum tæki­færi til þess að bæta sam­fé­lag­ið. Til þess að krefj­ast raun­veru­legra breyt­inga. Til þess að kalla eftir ábyrgð stjórn­valda og til þess að þrýsta á að nýja stjórn­ar­skráin taki gildi. Ef við gef­umst upp á lýð­ræð­inu, á þing­inu og á von­inni þá vinna þau sem við vitum öll að eru ekki að vinna fyrir okk­ur.

Að þessu sögðu: Gleði­leg jól og far­sælt kom­andi kosn­inga­ár!

Upprunaleg birtingKjarninn

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...