Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna.

Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs.

Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera.

Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra.

Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í.

Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning.

Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni.

Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi:

„Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.”

Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið.

Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær.

Þetta eru óheiðarleg stjórnmál.

Upprunaleg birtingvisir.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...