Sjómennskan er ekkert grín

Oddviti Pírata í Suðurkjördæmi heiðrar hetjur hafsins og leggur til leiðir að sátt um sjávarútveginn.

Þá er sjómannadagurinn runninn upp enn og aftur. Einn dag á ári heiðrum við sjómenn og fjölskyldur þeirra. Við horfum til baka, en einnig til framtíðar. Þetta er ljúfsár dagur fyrir marga.

Ég naut þeirra forréttinda að fæðast og verja barnsárunum í sjávarplássi. Faðir minn hóf sjósókn 14 ára að aldri, var í útgerð og starfaði við skipstjórn alla sína starfstíð. Það er mikið frelsi fyrir barn að fá að þvælast úti á bryggju, vinna í frystihúsinu, skreppa á sjó með pabba, öðlast þekkingu og skilning á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir heilt bæjarfélag. Sjómannadagurinn er ein mesta hátíð ársins. Fjölskylduhátíð. Allur bærinn tekur þátt og gleðst saman. Mikil ræðuhöld, sjómenn heiðraðir, horfinna sjómanna minnst og aflakóngar krýndir.  Kappróður milli áhafna og landkrabbanna í frystihúsinu. Bátar og skip fánum prýdd. Í minningunni er alltaf gott veður á sjómannadaginn.

Fórnir og framfarir
En það er ekki alltaf gott veður. Það vitum við Íslendingar sem búum hér á norðurhjara. Þrátt fyrir válynd veður þarf alltaf á sjó að sækja fiskinn. Mörgum er órótt í vondu veðri að vita af fólkinu sínu úti á rúmsjó. Því er vert að fagna þeim framförum sem hafa orðið á aðbúnaði og öryggi sjómanna síðustu áratugina. Þar hjálpast margt að. 

Skip og bátar eru betur byggð og öryggisbúnaður betri. Þá má ekki gleyma þeirri byltingu sem fólst í stofnun Slysavarnaskóla sjómanna árið 1985. Þjálfun sjómanna í öryggis- og slysavörnum hefur tekið miklum breytingum og er það vel. Árangur alls þessa endurspeglast í mikilli fækkun sjóslysa og vinnuslysa á sjó.

En við megum aldrei gleyma því að sjómennskan er samt sem áður mikil fórn. Þetta er lífsstarf sem passar illa inn í takt nútímasamfélags. Feður og mæður eru fjarri fjölskyldum sínum um lengri og skemmri tíma. Sjómenn missa af stórviðburðum fjölskyldunnar, missa að hluta af uppvexti barna sinna og þátttöku í uppeldi. Það var ekki skemmtilegt sem barn þegar pabbi var sjaldnast heima til að halda upp á afmælið með mér. 

Ægivald stórútgerðarinnar
Og nýjar ógnir steðja að. Sjálfvirknivæðing og fækkun í stéttinni veldur meiri samkeppni um störfin.  Óeðlileg verðlagning á fiski hefur bein áhrif á kjör sjómanna sem eru ráðnir upp á hlut. Sjómenn þurfa að reiða sig æ meira á vandaða skips- og útgerðastjórn. Útgerðum fer fækkandi og eru stækkandi. Þessi samþjöppun leiðir til einsleitni, stöðnunar og þöggunar í stéttinni sem reiðir sig alfarið á velvilja stórútgerðarinnar. Allt jafnvægi er horfið. Stórútgerðin hefur ægivald yfir sjómönnum. Við horfðum í forundran þegar velferð áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar var stefnt í tvísýnu í vetur, í stað þess að stíma beint í land þegar ljóst var að farsótt geisaði um borð.

Það var sannarlega þörf á að takmarka veiðar á sínum tíma og aflamarkskerfi er hægt að útfæra á  sanngjarnan og réttlátan máta. Yfirvöld hér völdu verstu leiðina, að loka kerfinu. Það má til sanns vegar færa að galopið kerfi eins og ríkti fyrir 1983 var ekki til eftirbreytni. En harðlokað og læst kerfi sem útilokar nýliðun er litlu betra. Hér þarf að fara milliveg og tryggja þeim sem áhuga hafa á útgerð að komast í hana. Möguleikar á sjálfstæðum rekstri eru afar takmarkaðir. Það er helst hægt að smjúga í gegn í smábátaútgerð en þar eru tækifærin í heljargreipum ráðherra. Það er mikil áhætta sem fylgir því að fjárfesta í bát þegar handfæraveiðum er breytt með einu pennastriki frá ári til árs. Eitt pennastrik gjörbreytir afkomumöguleikum fjölskyldna sem reiða sig á smábátaveiðar. Kvóti er keyptur úr byggðarlagi yfir nótt og samfélagið í sárum á eftir.

Lausnir sem auka samstöðu
Það er yfirvalda að breyta þessu kerfi og ítrekað hefur verið bent á auðveldar leiðir til þess. Leiðir sem tryggja í senn velferð sjómanna og efnahag þjóðarinnar. Við þurfum að tryggja auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem tekur af allan vafa um eignarhald þjóðarinnar. Það þarf að úthluta veiðiheimildum tímabundið. Uppboð á tímabundnum veiðiheimildum tryggir jafnan aðgang allra að útgerð sem og að auðlindarentan skili sér til samfélagsins. Heilbrigt aflamarkskerfi í eðlilegu samkeppnisumhverfi þar sem nýliðun, fjölbreytni og jöfn tækifæri eru tryggð með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Eðlilega verðmyndun á fiski er hægt að tryggja með því að setja allan fisk á markað. Þar sláum við tvær flugur í einu höggi því lóðrétt samþætting stórútgerðar stuðlar að óeðlilegri verðmyndun á fiski sem bitnar á hlut sjómanna og gefur möguleika á útflutningi arðsins af verðmætasköpun sjómanna. Þetta eru lausnir sem fyrst og fremst auka samstöðu þjóðarinnar í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir.

Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn og þakka ykkur öllum fyrir ómetanlegt framlag ykkar til velferðar og uppbyggingar samfélagsins sem við búum í.
Gleðjumst og njótum hátíðahaldanna!

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...