Samstaða um frelsið

Á síðasta fundi Svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins voru Frumdrög Borgarlínu kynnt. Þar voru fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Miðflokksins í Mosfellsbæ með sérstaka bókun gegn uppbyggingu Borgarlínu á sama tíma og aðrir fulltrúar sameinuðust í þverpólitískir sátt um mikilvægi hennar. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík að grafa undan samstarfi við flokkinn í öðrum sveitarfélögum sem og ríkisstjórn.

Atburðurinn sýndi að Sjálfstæðisflokkurinn er margklofinn, hver höndin er upp á móti annarri og hagsmunir flokksins í Reykjavík eru settir ofar hagsmunum íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

Við þekkjum sögu flokksins og hvernig Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, hótaði íbúum Kópavogs að verða vatns og rafmagnslausir skyldu þeir ekki samþykkja áform þáverandi borgarstjórnar um að leggja stofnbraut í gegnum Fossvoginn. Þá fór lítið fyrir gagnkvæmri virðingu og samvinnu. Í dag finnst hins vegar íbúum fullkomlega sjálfsagt að sveitarfélögin vinni saman. Sú samvinna er nefnilega grunnur að öflugu höfuðborgarsvæði.

Grundvöllur Borgarlínu kemur skýrt fram í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem var samþykkt af öllum sveitarfélögum árið 2015, af meirihluta og minnihluta. Borgarlína mun gera íbúum kleift að ferðast með öðrum hætti en einkabílnum. Skemmst er frá því að minnast að í júní í fyrra sögðust 63% ferðast með einkabíl til og frá vinnu en einungis um 35% vildu ferðast með einkabíl. Stærsti hlutinn vildi nýta sér aðra ferðamáta.

Það er hlutverk kjörinna fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu að tryggja jarðveginn þar sem frelsið fær að blómstra og íbúarnir búa við bestu mögulega lífsgæði. Því frelsi tryggir framfarir, hvort sem um er að ræða frelsi til að velja sér fararmáta eða frelsi til að velja sér stað til að búa á.

Það er hlutverk kjörinna fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu að tryggja jarðveginn þar sem frelsið fær að blómstra og íbúarnir búa við bestu mögulega lífsgæði. Því frelsi tryggir framfarir, hvort sem um er að ræða frelsi til að velja sér fararmáta eða frelsi til að velja sér stað til að búa á.

Í dag er höfuðborgarsvæðið mekka frjálslyndis. En íhaldssemi og afturhald einkennir hins vegar Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Þau viðhorf geta aldrei orðið hluti af lausninni, hvorki á samgönguvanda, húsnæðisvanda eða loftslagsvanda. Framtíðin felst í því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að auka samvinnu sín á milli, því aðeins þannig eygjum við möguleikann á því að skapa fólki raunverulegt frelsi.

Höfundur er formaður Svæðisskipulagsnefndar Höfuðborgarsvæðisins og fulltrúi Pírata í borgarstjórn.

Fyrstu ár barnsins: fæðingarorlof, leikskóli og bilið þar á milli

Ljóst er að samfélagsgerð okkar gerir ekki nægilega vel ráð fyrir fyrstu fimm árunum...

Nýárskveðja

Kæru Píratar, Þá er árið 2022 á enda. Tíunda afmælisár Pírata. Píratar sem byrjuðu sem...

Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra....