Píratar XP

Réttlát reiði

Síðastliðinn miðvikudag skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um ógn hinna “réttlátu” sem fjallaði um nýja tegund stjórnmála þar sem ógn er notuð til þess að knýja fram þjóðfélagsbreytingar. Ég tek undir það sjónarmið sem Óli Björn fjallar um, slík stjórnmál eru vissuleg til og eru varhugaverð. Þar með sé ekki öll sagan sögð því Óli Björn vill greinilega ekki kannast við réttlátu reiðina sem liggur þar að baki.

Það er skiljanlegt að fólk bregðist að lokum við með reiði þegar búið er að valta yfir það aftur og aftur. Þegar vanda þeirra er mætt með skilningsleysi og hroka hverfur þolinmæðin og málefnalega umræðan. Þegar valdi er ítrekað beitt í þágu fárra en ekki allra verður ósanngirnin augljósari og alvarlegri. Það er skiljanlegt að sumir leiti í reiðina því þau sjá ekki málefnalega umræðu skila neinum árangri. Því þegar valdhafar sjá almenna reiði, þá hljóti þau að skilja alvarleika málsins.

Vandamálið ágerist hins vegar þegar reiðinni er svarað með hroka. Þegar eðlilegar kröfur um að valdhafar sýni niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu tilhlýðilega virðingu eru hunsaðar ofbýður mörgum. Þegar ráðherra felur skýrslu um skattaundanskot ofbýður mörgum. Þegar ráðherra skipar flokksgæðinga í stöður ofbýður mörgum. Þegar láglaunafólki er ítrekað ýtt til hliðar svo aðrir geti grætt ofbýður mörgum. Þegar sjálftaka kjörinna fulltrúa er opinberuð ofbýður mörgum. Þegar börnum er ítrekað hafnað ofbýður mörgum. Það er hægt að týna til margt og þó sumt ofbjóði fáum á meðan annað ofbýður mörgum þá safnast þegar saman kemur.

Í andrúmslofti réttlátrar reiði í garð stjórnvalda er svo tækifæri fyrir lýðskrumara að nýta sér pólitíska reiðibylgju og úr geta orðið þau stjórnmál óttans sem Óli Björn varar við. Þar þarf að varast eftirlíkingar því að utanfrá getur verið erfitt að greina á milli þeirra sem vilja bara komast til valda og þeirra sem vilja raunverulega gera góðar og nauðsynlegar breytingar. Ég hef nokkrum sinnum orðið reiður á undanförnum árum en hef reynt að verða ekki reiðinni að bráð. Þrátt fyrir það legg ég mig fram við að setja fram vel ígrundaða gagnrýni. Auðvitað tekst það ekki alltaf, ég er ekki fullkominn frekar en nokkur annar.

Óli Björn óttast að vakna einn daginn í hlekkjum “réttlátrar ógnunar”. Ég held hins vegar að hann ætti að líta í spegil og reyna að skilja að það er einmitt hans meðvirka sérhagsmunapólitík sem heldur fjölmörgum í slíkum hlekkjum nú þegar. Í hlekkjum sinnuleysis, hlekkjum ósvífni og hlekkjum valdahrokans sem ber ekki ábyrgð á eigin mistökum heldur verður enn hrokafyllri og ósvífnari. Í þannig hlekkjum er reiðin réttlætanleg og valdhafar ættu að sýna þeirri reiði virðingu og skilning því annars getur reiðin vissulega þróast út í ógn.

Upprunaleg birtingGitHub

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X