Björn Leví Gunnarssonhttps://github.com/bjornlevi
Björn Leví Gunnarsson (f. 1. júní 1976) var fyrst kjörin á Alþingi árið 2016. Hann situr á þingi fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður og gegnir stöðu fimmta varaforseta Alþingis.

Réttlætanlegt veðmál?

Segjum það bara eins og það er, ákvörðun stjórnvalda um að auðvelda ferðamönnum að koma til landsins þann 1. maí er veðmál. Þar er veðjað upp á afkomu ríkissjóðs, reynt að ná í erlenda ferðamenn til þess að bjarga ferðasumrinu. Ef það tekst fáum við gjaldeyri og fleiri störf. Það sem er lagt að veði er heilsa landsmanna og enn ein bylgja faraldursins.

Samkvæmt bólusetningardagatali, sem var uppfært 19. mars, verður búið að bólusetja alla 70 ára og eldri 1. maí og áætluð bólusetning 60 ára og eldri og fólks með langvinna sjúkdóma um það bil hálfnuð. Ekki er áætlað að bólusetning skólastarfsfólks eða tiltekins starfsfólks í félags- og velferðarþjónustu hefjist fyrr en í byrjun maí. Þetta er fólkið sem er undir í veðmáli stjórnvalda, en samkvæmt gögnum miðstöðvar smitvarna í Bandaríkjunum er fólk yfir fimmtugt 25 sinnum líklegra til þess að lenda á spítala og 400 sinnum líklegra að látast en ungmenni. Íslensk tölfræði sýnir einnig að sextugir og eldri séu viðkvæmir fyrir veirunni.

Heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur tekist vel að ráða við faraldurinn. Því má þakka mjög mörgu, ekki síst því að landsmenn hafa upp til hópa staðið saman og passað upp á smitvarnir undanfarið ár. Vegna breytinganna 1. maí tekur við ný áskorun og stjórnvöld þurfa að svara einni einfaldri en gríðarlega mikilvægri spurningu: “Ef smituðum fjölgar mikið eftir 1. maí, verður landamærunum þá aftur lokað, verður hert á smitvörnum landsmanna eða verður faraldrinum bara leyft að dreifa sér til þeirra sem enn eru óvarðir?”

Þetta er mikilvægt spurning því að þegar búið er að bólusetja viðkvæma hópa þá er faraldurinn ekki eins hættulegur og hann var áður. Fólk getur vissulega veikst alvarlega, eins og dæmi eru um, en heildaráhættan réttlætir kannski ekki lengur smitvarnir á sama skala og þær hafa verið hér á landi undanfarið ár. Er það semsagt mat stjórnvalda að 1. maí verðum við komin á þann stað að skaðsemi faraldursins í heild sé orðin svo lítil að það réttlæti ekki samkomutakmarkanir, grímuskyldu og 2m regluna? Ef það er málið þá er ekkert veðmál í gangi, þá er bara einfaldlega verið að opna og aflétta takmörkunum af því að skaðsemi faraldursins réttlætir ekki lengur slíkar aðgerðir. Ef það eru hins vegar enn rök fyrir takmörkunum, þá eru stjórnvöld að veðja á að það verði ekki önnur bylgja faraldursins eftir 1. maí.

Þetta er eins og stjórnvöld séu að fara í spilakassa. Þau leggja að veði aðra bylgju faraldursins í þeirri von að ná góðu ferðamannasumri með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á atvinnulíf og efnahaginn og neikvæðum áhrifum ef þau tapa veðmálinu. Er þetta réttlætanlegt veðmál? Lágmarkskurteisi væri að minnsta kosti að útskýra hvort um er að ræða veðmál eða bara eðlilegar tilslakanair.

Greinar eftir sama höfund

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í...

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis...

Það ætti að vera frí í dag

Gleðilegan þriðja maí. Baráttudagur verkalýðsins var á laugardegi í ár og tóku...

Hin „galopnu landamæri“

Nýlega hefur verið til umfjöll­unar mál Momo Hayashi frá Jap­an, en hún...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og...

Hvað gera þingmenn?

Ég rek augun og eyrun oft í alls konar hugmyndir um hvað...

Verkefni næstu ára

Augljósa verkefni næstu ára er að glíma við afleiðingarnar af Kófinu. Nokkur...
X
X