Píratar XP

Rafrænt einelti

Í gegnum tíðina hefur einelti talist hluti af mannlegum raunveruleika, ein af þeim þrautum sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni án þess að teljast sérstakt samfélagsmein sem þyrfti að taka á. Á síðustu áratugum hefur þessi skoðun breyst og nú telst einelti í skólum vera mjög alvarlegt vandamál sem krefst lausnar. Með nýrri tækni hefur birtingarmynd eineltis þróast í miskunnarlaust skrímsli sem ekki er að finna neina einfalda lausn á.

Internetið hefur skapað fjölmarga kosti fyrir fólk og hefur í raun gjörbylt samfélaginu okkar en það hefur einnig sínar slæmu hliðar: rafrænt einelti og ofbeldi. Samfélagsmiðlar, farsímar og vefsíður eru oft notuð, sérstaklega af ungu fólki, til að leggja jafnaldra í einelti. Ólíkt hefðbundnu einelti þá er ekki hægt að flýja rafrænt einelti með því að hlaupa heim, eða ganga í burtu frá árásaraðilanum. Gerendur eineltis eiga möguleika á að sækja á fórnarlömbin án þess að þurfa að horfast í augu við þau og sjá tilfinningaleg viðbrögð þeirra. Þegar viðbrögð eru persónulega sýnileg gefa þau gerandanum tækifæri til að átta sig á því að hann hefur gengið of langt og að athugasemdir hans hafa sært.

Ímyndið ykkur hversu auðvelt það er fyrir annars góðviljaða krakka að ganga hreinlega of langt í „hrekknum“ vegna þess að þeir hafa enga leið til þess að meta skaðann fyrr en um seinan. Þetta er gífurlega skaðlegt fyrirbæri, ekki bara fyrir þolendur heldur einnig fyrir gerendur eineltisins sem vakna upp við vondan draum þegar þeir hafa valdið einhverjum verulegum skaða.

Brýn nauðsyn

Það er augljóslega brýn nauðsýn að fræða komandi kynslóðir um rétta notkun á internetinu, notkun sem stuðlar að virðingu, skilningi og ábyrgð, en þar sem eplið fellur sjaldan langt frá eikinni velti ég því fyrir mér hvort við, sem hönnuðir og þátttakendur í samfélaginu, berum ekki hluta af þessari ábyrgð. Eins og á öðrum stöðum í samfélaginu er lögð rík áhersla á samkeppni í skólakerfinu okkar. Er „survival of the fittest“-stefnan að leiða okkur í átt að þeirri virðingu, skilningi og ábyrgð sem við erum að sækjast á eftir?

Samkeppni í skólastofunum myndar stéttaskiptingu milli gáfaðra og „tossa“, vinsælla og óvinsælla, „kennarasleikja“ og ólátabelgja, skapar ferli sem gerir krökkum erfitt fyrir að skilja hvert annað. Afbrýðissemi á leikvellinum og inni í skólastofunum er oftar en ekki drifkraftur eineltis – ýmist ástæða til að niðurlægja aðra eða upphefja sig. Alltaf er þetta kapphlaup um viðurkenningu annarra sem tekur á sig birtingarmynd „Like“ á Facebook eða ögrandi „snapchat“-mynda. Ef markmiðið er að skapa hvata innan skólakerfisins til að efla samvinnu og samkennd þá virðist það vera frekar borðleggjandi að samkeppnin vinni ekki með okkur heldur virki frekar til að draga fram verstu einkenni í eðli barnanna okkar.

Samfélag okkar er byggt á þeirri hugmyndafræði að samkeppni sé nauðsynleg. Einelti virðist vera birtingarmynd þessarar hugmyndafræði. Ef við viljum kenna börnunum okkar að hafa skilning á náunganum og kærleik til hans, þá er kominn tími til að endurhugsa þjóðfélagsgildi okkar og endurmennta kennara í anda þessara breytinga. Verkefnið er stórt en verðugt, jafnvel eitt brýnasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að auka samvinnu og rækta hjartað til að skapa betri heim. Internetið er spegill samfélagsins og skólarnir þurfa að taka virkan þátt í því að vera mótandi afl í samfélaginu með því að kenna gildi og framkomu sem við viljum búa við – innan netsins sem utan.

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X