Rafrænt einelti

Í gegnum tíðina hefur einelti talist hluti af mannlegum raunveruleika, ein af þeim þrautum sem við göngum í gegnum á lífsleiðinni án þess að teljast sérstakt samfélagsmein sem þyrfti að taka á. Á síðustu áratugum hefur þessi skoðun breyst og nú telst einelti í skólum vera mjög alvarlegt vandamál sem krefst lausnar. Með nýrri tækni hefur birtingarmynd eineltis þróast í miskunnarlaust skrímsli sem ekki er að finna neina einfalda lausn á.

Internetið hefur skapað fjölmarga kosti fyrir fólk og hefur í raun gjörbylt samfélaginu okkar en það hefur einnig sínar slæmu hliðar: rafrænt einelti og ofbeldi. Samfélagsmiðlar, farsímar og vefsíður eru oft notuð, sérstaklega af ungu fólki, til að leggja jafnaldra í einelti. Ólíkt hefðbundnu einelti þá er ekki hægt að flýja rafrænt einelti með því að hlaupa heim, eða ganga í burtu frá árásaraðilanum. Gerendur eineltis eiga möguleika á að sækja á fórnarlömbin án þess að þurfa að horfast í augu við þau og sjá tilfinningaleg viðbrögð þeirra. Þegar viðbrögð eru persónulega sýnileg gefa þau gerandanum tækifæri til að átta sig á því að hann hefur gengið of langt og að athugasemdir hans hafa sært.

Ímyndið ykkur hversu auðvelt það er fyrir annars góðviljaða krakka að ganga hreinlega of langt í „hrekknum“ vegna þess að þeir hafa enga leið til þess að meta skaðann fyrr en um seinan. Þetta er gífurlega skaðlegt fyrirbæri, ekki bara fyrir þolendur heldur einnig fyrir gerendur eineltisins sem vakna upp við vondan draum þegar þeir hafa valdið einhverjum verulegum skaða.

Brýn nauðsyn

Það er augljóslega brýn nauðsýn að fræða komandi kynslóðir um rétta notkun á internetinu, notkun sem stuðlar að virðingu, skilningi og ábyrgð, en þar sem eplið fellur sjaldan langt frá eikinni velti ég því fyrir mér hvort við, sem hönnuðir og þátttakendur í samfélaginu, berum ekki hluta af þessari ábyrgð. Eins og á öðrum stöðum í samfélaginu er lögð rík áhersla á samkeppni í skólakerfinu okkar. Er „survival of the fittest“-stefnan að leiða okkur í átt að þeirri virðingu, skilningi og ábyrgð sem við erum að sækjast á eftir?

Samkeppni í skólastofunum myndar stéttaskiptingu milli gáfaðra og „tossa“, vinsælla og óvinsælla, „kennarasleikja“ og ólátabelgja, skapar ferli sem gerir krökkum erfitt fyrir að skilja hvert annað. Afbrýðissemi á leikvellinum og inni í skólastofunum er oftar en ekki drifkraftur eineltis – ýmist ástæða til að niðurlægja aðra eða upphefja sig. Alltaf er þetta kapphlaup um viðurkenningu annarra sem tekur á sig birtingarmynd „Like“ á Facebook eða ögrandi „snapchat“-mynda. Ef markmiðið er að skapa hvata innan skólakerfisins til að efla samvinnu og samkennd þá virðist það vera frekar borðleggjandi að samkeppnin vinni ekki með okkur heldur virki frekar til að draga fram verstu einkenni í eðli barnanna okkar.

Samfélag okkar er byggt á þeirri hugmyndafræði að samkeppni sé nauðsynleg. Einelti virðist vera birtingarmynd þessarar hugmyndafræði. Ef við viljum kenna börnunum okkar að hafa skilning á náunganum og kærleik til hans, þá er kominn tími til að endurhugsa þjóðfélagsgildi okkar og endurmennta kennara í anda þessara breytinga. Verkefnið er stórt en verðugt, jafnvel eitt brýnasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Við þurfum að auka samvinnu og rækta hjartað til að skapa betri heim. Internetið er spegill samfélagsins og skólarnir þurfa að taka virkan þátt í því að vera mótandi afl í samfélaginu með því að kenna gildi og framkomu sem við viljum búa við – innan netsins sem utan.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...