Rafíþróttir eru komnar til að vera

Stórtíðindi úr rafíþróttaheiminum bárust á dögunum. Heimsmeistaramótið í tölvuleiknum League of Legends fer fram í Laugardalshöll í nóvember. Ekki aðeins er þetta gríðarleg landkynning, þar sem tugir milljóna manna munu fylgjast með mótinu, heldur skilar þetta jafnframt í beinhörðum peningum inn í íslenskt hagkerfi. Það er engu um það logið að þetta eru stórtíðindi.

Það er eðlilegt að mörg spyrji sig hvað þessar rafíþróttir séu eiginlega. Þrátt fyrir að þær séu aðeins nýlega farnar að hasla sér völl hér á landi sem íþróttagrein með markvissri þjálfun þá hefur þeim vaxið fiskur um hrygg á skömmum tíma. Síðustu árin hafa rafíþróttir stimplað sig inn sem raunhæfur möguleiki fyrir fjölda fólks að þrífast innan íþróttafélaga um land allt.

Rafíþróttaiðkun

Rafíþróttir eru á svipuðu sviði og skákíþróttin því þar fer saman hugur og hönd. Það reynir á heilastarfsemina, útsjónarsemina og svo samhæfingu allra þessa þátta. Í skákinni þarft þú að kunna mannganginn líkt og leikjaspilarar þurfa að þekkja þær persónur sem þeir ætla að spila og hvaða eiginleikum þeir hafa að geyma. Skákin er taktísk þar sem þú þarft að hugsa marga leiki fram í tímann, sem á einnig við um þá tölvuleiki sem spilaðir eru í rafíþróttum.

Keppendur í rafíþróttum æfa að jafnaði saman undir merkjum ákveðins félags eða liðs, hvort sem það er skráð íþróttafélag eða önnur félagsstarfsemi. Félagið þarf að koma sér upp æfingaaðstöðu með tölvuveri og setja upp æfingartíma fyrir iðkendur. Það þarf einnig að huga að félagslega, líkamlega og andlega þættinum hjá iðkendum og svo fræðslu fyrir foreldra barna sem stunda rafíþróttir.

Markmið rafíþróttaþjálfunar eru meðal annars:

Að kenna spilurum að tileinka sér íþróttamannslegt og sjálfsbetrunarhugarfar þegar kemur að spilun tölvuleikja.

Að kenna spilurum að tileinka sér heilbrigða spilahætti og njóta ávinnings þeirra.

Að hittast í hópum á æfingum til að vinna gegn félagslegri einangrun sem oft er tengd tölvuleikjaspilun.

Að þjálfa færni sem skiptir máli í öllum liðsíþróttum, eins og samskipti og samheldni.

Foreldrafræðsla um netöryggi og orðaforða til að eiga árangursríkar samræður við börnin sín um tölvuleiki.

Æfingatímar í rafíþróttum

Þau íþróttafélög sem bjóða upp á rafíþróttir skipta börnunum í aldursflokka á svipaðan hátt og aðrar íþróttir gera. Æfingartíminn er oftast tvær klukkustundir. Flest íþróttafélög setja upp æfingarnar sínar einhvern veginn á eftirfarandi hátt:

Börnin mæta og gera léttar upphitunaræfingar eða fara í leiki. Síðan er spjallað saman um hvað verður gert á æfingunni. Þá er sest við tölvuna og farið yfir leikinn sem verður spilaður og leikjapersónurnar. Þá er einnig lagt á ráðin um hvernig gæti verið best að ná markmiðum leiksins. Síðan er blásið til leiks, oftast eru þetta liðsleikir þar sem nokkrir eru saman í liði að spila á móti öðru liði. Í lok æfingar er svo spjallað saman um hvernig gekk, hvað keppendur lærðu af æfingunni og greint hvað hefði mátt betur fara.

Í elstu aldursflokkunum, sem eru að jafnaði ungmenni á framhaldsskólaaldri, er keppt á Íslandsmótum og öðrum keppnismótum. Þar er keppt í fjölbreyttum leikjum; eins og Fifa sem er fótboltaleikur, Counter-Strike sem er skotleikur og svo ævintýraherkænskuleiknum League of Legends – en þetta er langt frá því að vera tæmandi upptalning.

Rétt eins og Íslendingar eiga atvinnumenn í knattspyrnu á erlendri grundu eigum við jafnframt atvinnumenn í rafíþróttum. Þrátt fyrir að þeir séu ekki margir – ennþá – má t.d. nefna Finnbjörn „Finnsi“ Jónasson sem spilar leikinn Overwatch. Rafíþróttasamtök Íslands stefna á að verða öflugri og stærri með hverju árinu og þannig eiga möguleika á því að verða á meðal fimm efstu þjóða í heiminum í rafíþróttum árið 2025. Þannig að við gætum séð fleiri atvinnumenn í rafíþróttum framtíðarinnar.

Margrét Sigrún Þórólfsdóttir er formaður Pírata í Reykjanesbæ og skipaði 8. sæti Pírata í Suðurkjördæmi 2021.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...