Pólitík Pírata

Í umræðum um fjármálaáætlun í gær setti Brynjar Níelsson sig í spor kjósanda Pírata og sagðist ekki skilja pólitík okkar. Hver pólitísk stefna Pírata væri eiginlega. Honum fannst eitthvað mikið talað um “formið” og of lítið talað um pólitík í ræðunni minni.

Ég skil afskaplega vel af hverju hann er eitthvað ruglaður í ríminu því pólitík okkar er allt öðruvísi en Sjálfstæðisflokksins. Ástæðan fyrir því að ég talaði svona mikið um formið er vegna þess að það skiptir svo miklu máli að gera hlutina rétt. Þar hjálpar formið og ferlarnir að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig ekki.

Pólitík Pírata snýst að mjög miklu leyti að reyna að gera hlutina rétt. Ekki með því að giska hvað er best heldur með því að undirbúa vel og rökstyðja. Það útilokar ekki mistök en kemur td. í veg fyrir klúður eins og Landsréttarmálið, svo augljóst dæmi sé tekið.

Ef það á að fara vel með almannafé þá þarf að sýna hvernig það er satt. Þegar það á að skipa dómara þá þarf að sýna að rétt var staðið að því. Þegar gerð er skýrsla um skattaskjól þá á að birta hana. Þegar það á að skipa í stöður á vegum hins opinbera þá eru fjölskyldumeðlimir ekki gjaldgengir.

Pólitík Pírata er ekki að búa til reglur sem henta sér og sínum, og þverbrjóta þær svo þegar á reynir eða hentar ekki. Píratar beita ekki geðþótta í ákvörðunum.

Þess vegna skil ég mjög vel að Brynjar skilji okkur ekki. Þess vegna skil ég mjög vel að stjórnlyndir stjórnmálaflokkar vilji okkur ekki í stjórnmál og finni alls konar afsakanir til þess að reyna að gera lítið úr pólitík Pírata. “Enginn leiðtogi”, er klassískt. Það er hrós, ef eitthvað. Leiðtogar hafa bara valdið vandræðum á undanförnum áratugum því við erum ekki með mikinn leiðtogakúltúr á Íslandi. Síðasta hugmyndafræðin um leiðtoga sem kolféll, mó enn vilji einhverjir máta sig inn í það hlutverk, var “sterki leiðtoginn”. Það er ekkert annað en umorðun á einræði.

Stjórnmál á Íslandi þurfa aðhald. Þau þurfa að þroskast og vaxa úr pólitík geðþótta og frændhygli. Þess vegna skil ég vel að Brynjar og félagar skilji ekki pólitík Pírata.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...