Ó­sið­legu fórnar­lömbin

Ný­lega hefur frést um nokkurn fjölda Ís­lendinga, a.m.k. ein­hverja tugi, sem selja að­gang að mynd­efni af sér á vefnum On­lyFans. Alls konar efni er þar að finna, en um­talaðastur er hann fyrir kyn­ferðis­legt efni sem not­endur búa til sjálfir. Miðað við fjöldann af Ís­lendingum sem vitað er um má leiða líkur að því að a.m.k. hluti þess efnis myndi teljast til svo­kallaðs kláms, en einnig má búast við að fjöldinn sé meiri og lík­legt er að hann aukist með tímanum.

Eðli­lega sýnist fólki sitt um klám, enda hug­myndir um kyn­líf al­mennt fjöl­breyttar, ein­stak­lings­bundnar og per­sónu­legar. Reyndar er skil­greiningin á klámi sjálf nokkurt bit­bein, sem er ekki til þess fallið að auð­velda upp­byggi­lega um­ræðu um efnið.

Í öllum frjálsum lýð­ræðis­ríkjum nú­tímans er þó nær ó­tak­markaður að­gangur að klámi stað­reynd og – hvort sem okkur líkar betur eða verr – ó­breytan­leg í þokka­bót. Af og til koma upp hug­myndir um að reyna að tak­marka út­breiðslu kláms á netinu en það hlýtur að vera orðið ljóst að slík mark­mið eru með öllu ó­raun­hæf, þ.e. ef við viljum halda bæði í tækni og sam­fé­lag sem er í megin­at­riðum frjálst. En svo lengi sem tækni­vætt sam­fé­lag verður í megin­at­riðum frjálst verður nær ó­tak­markaður að­gangur að klámi til staðar.

Aukin kyn­fræðsla, sér í lagi um sam­skipti, til­finningar og mörk, er nauð­syn­legur hluti af við­brögðum okkar við þessari þróun, því þótt við getum ekki dregið úr kláminu sjálfu, þá getum við dregið úr nei­kvæðum á­hrifum þess. Þá er fyrst og fremst hugsað til barna og ung­linga, sem hættir til að gera minni greinar­mun á raun­veru­leika og því sem birtist í ýmsu af­þreyingar­efni. Sem betur fer er um­ræðan um nei­kvæð á­hrif kláms mest­megnis komin í þá átt; til fræðslu, í stað hug­mynda um að yfir­völd á­kveði hvað fólki sé treystandi til að sjá og heyra á hinu rómaða inter­neti.

En aftur að Ís­lendingunum sem dreifa klám­fengnu efni af sjálfum sér á On­lyFans. Það vill nefni­lega svo til að á Ís­landi er klám bannað með lögum, sem virðist reyndar vera eins­dæmi meðal frjáls­lyndra lýð­ræðis­ríkja eftir því sem undir­ritaður kemst næst.

Nú vilja sjálf­sagt ein­hver benda á að a.m.k. hluti um­rædds hóps sé í ein­hvers konar neyðar­að­stæðum og sé jafn­vel mis­notaður, og að sjálf­sögðu er hætta á því. En ein­mitt þá er mesta firran fólgin í að refsa honum. Hvort sem fólk birtir af sér klám­fengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna neyðar eða mis­notkunar, þá er það aldrei rétt­látt, og aldrei til þess fallið að vernda fólk fyrir mis­notkun, að refsa því. En það er hins vegar ná­kvæm­lega það sem nú­gildandi lög­gjöf um bann við klámi gerir, nánar til tekið 210. gr. al­mennra hegningar­laga.

Klám er eðli­lega um­deilt og er ekki við neinu öðru að búast. Boð­skapurinn hér er ekki sá að klám sé bara hið besta mál og að ekkert beri að gera við nei­kvæðum af­leiðingum þess. En tvennt eigum við ekki að gera við þeim. Eitt er að sætta okkur við að vera eftir­bátar frjáls­lyndra lýð­ræðis­ríkja í tjáningar- og upp­lýsinga­frelsi. Hitt er að refsa mögu­legum fórnar­lömbum. Hvort tveggja fylgir hins vegar ó­hjá­kvæmi­lega hinu úr­elta klám­banni sem enn finnst sprell­lifandi í lög­gjöf Ís­lands.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...