On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Helgi Hrafn Gunnarsson telur að það eigi ekki að refsa Íslendingunum sem birta af sér efni á OnlyFans

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni sem snúa að ólíkum aðstæðum ólíks fólks að gera ólíka hluti, með ólíkum afleiðingum; sumum alvarlegum. Kynfrelsi okkar er sérstök tegund af frelsi og þegar fólk neyðist til að gera eitthvað kynferðislegt sem það vill ekki, þá er augljós skaði fólginn í því.

Viðhorf fólks og langanir í kynlífi eru hins vegar æði misjöfn. Við erum gríðarlega ólík þegar kemur að kynlífi. Það er allur gangur á því hvað okkur finnst ánægjulegt, hvað okkur finnst gróft, og þar á meðal hversu prívat við viljum hafa kynhegðun okkar. Sumt fólk leitast beinlínis eftir því að spóka sig fyrir öðrum. Sumt fólk leitast eftir því að horfa á annað fólk stunda kynlíf – jafnvel iðkanir sem öðrum þykja afbrigðilegar. Við erum allskonar og það segir sig sjálft í kjölfarinu, að aðstæður fólks í kynlífsiðnaði, þar á meðal klámframleiðslu, eru misjafnar. Þar er bæði að finna fólk sem starfar af fúsum og frjálsum vilja og allt yfir í fórnarlömb mansals sem er beinlínis neytt í kynlífsiðnað með hótunum, líkamlegu ofbeldi og frelsissviptingu. Síðan er flóra af aðstæðum þarna á milli sem eru einstaklingsbundnar og geta verið flóknar. Þær geta líka breyst yfir tímann. Það sem á einum tímapunkti er bara fjör og skemmtun getur breyst í kúgunarástand með tímanum. Rétt eins og kynferðisleg sambönd almennt.

Hverjar sem aðstæður fólks í kynlífsiðnaði eru, hvort sem þær eru góðar (jafnvel ef bara tímabundið) eða vondar, þá er það ábyrgð yfirvalda að tryggja réttindi þess eftir fremsta megni. Tryggja að fólk hafi aðgang að hvers konar aðstoð, ekki bara til að komast úr aðstæðunum heldur líka heilbrigðisaðstoð, lögregluaðstoð og allri þeirri þjónustu og réttindavernd sem annað fólk tekur sem sjálfsögðum hlut.

Lögbrjótarnir á OnlyFans

Og þá að stöðunni eins og hún er. Klám er bannað á Íslandi. Fólk sem býr til klám og dreifir því á OnlyFans er í reynd að brjóta íslenska löggjöf. Við því liggja sektir og frelsissvipting, og mögulega eignaupptaka eins og farið er yfir í fréttum.

Höfum alveg á hreinu, að það er ekki aðstoð við fólk í kynlífsvinnu, hvað þá fólki sem er í henni af nauðung, að gera eigur þess upptækar, sekta það eða frelsissvipta. Það stuðlar ekki að frelsi fórnarlamba mansals heldur dregur enn meira úr því. Það kennir fólki sem býr til klám af fúsum og frjálsum vilja ekki neitt um hættur kynlífsiðnaðarins né veitir þeim neina úrlausn ef það vill komast út úr honum seinna meir.

Engan skyldi undra. Klámbannið snýst nefnilega ekki um að draga úr nauðung eins eða neins, heldur um að vernda meint siðgæði samfélagsins gegn hinu meinta ósiðlega. Áhrif þess eru minna frelsi kvenna, ekki meira – alveg sama í hvaða aðstæðum þær eru; meiri fordæming og útskúfun fólks sem mögulega þarf hjálp (og mögulega ekki). Það gerir nákvæmlega ekkert gagn og veldur einungis skaða. Það refsar engum sekum heldur einungis saklausum. Klámbannið í almennum hegningarlögum er vont ákvæði, og við eigum að fjarlægja það, alveg sama hvað okkur finnst um kynlífsiðnaðinn eða áhrif kláms á samfélagið.

Óskynsamlegar refsingar

Femínistar (og undirritaður er femínisti) hafa lengi rökrætt klám og kynlífsvinnu í gegnum tíðina og ekki er komin nein sýnileg, endanleg niðurstaða í þá umræðu – skyldi nú líka engan undra að ólík sjónarmið væru uppi um eitthvað jafn fjölbreytt og persónulegt og kynhegðun. Í þeirri umræðu læt ég duga í bili að hlusta á sjónarmið fólks sem annað hvort er í, eða hefur verið í kynlífsiðnaði, þá sérstaklega konur. En enga femíníska hugmynd þekki ég sem leiðir af sér skynsemi þess að beita fólk í kynlífsiðnaði eignaupptöku, sektum og frelsissviptingum. Þótt við þurfum að bregðast við áhrifum kláms á samfélagið, sér í lagi börn, til dæmis með aukinni fræðslu og breyttum viðhorfum til kynferðislegra samskipta, þá stendur eftir að það er einfaldlega ekki það sem klámbannið gerir, enda var það ekki einu sinni tilgangur þess eitraða meðals.

Þvert á móti er klámbannið skilgetið afkvæmi feðraveldisins og sú staðreynd sést best á hvoru tveggja uppruna þess, og áhrifum.

Upprunaleg birtingVísir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...