Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast samt velvirðingar á eilítið tæknilegri grein – en vonast til þess að ég geti útskýrt af hverju ég hneykslaðist all svakalega enn og aftur á því hvernig TR virðist mismuna fólki. Síðast voru það búsetuskerðingarnar, núna virðist það vera lífeyrissjóðsgreiðslur.

Ef ég fer í reiknivél TR fyrir ellilífeyri og slæ inn 400.000 krónur í atvinnutekjur þá segir reiknivélin að ég fái 576 þúsund krónur í tekjur samtals. Ef ég fæ hins vegar 400 þúsund krónur í greiðslu úr lífeyrissjóði þá gerist eitthvað stórfurðulegt og ég fæ einungis um 520 þúsund krónur. Einhvern vegin gufa upp rúmlega 50 þúsund krónur á mánuði ef ég fæ greiddar 400 þúsund krónur úr lífeyrissjóði í staðinn fyrir að fá sömu krónur í atvinnutekjur.

Ástæðan fyrir þessu er áhugaverð, en samkvæmt lögum um tekjuskatt teljast greiðslur úr lífeyrissjóðum vera tekjur. Samkvæmt lögum um almannatryggingar er hins vegar gerð undanþága frá því fyrir örorkulífeyri en ekki ellilífeyri. Sem sagt, ef ég er með örorkulífeyri þá eru lífeyrissjóðsgreiðslur ekki tekjur en ef ég er með ellilífeyri þá teljast lífeyrissjóðsgreiðslur vera tekjur eins og venjulega. Reiknivél TR segir mér hins vegar að það sé ekki farið með atvinnutekjur og lífeyrissjóðsgreiðslur á sama hátt. Þetta þýðir að 100 þúsund króna frítekjumarkið vegna atvinnu sem ellilífeyrisþegar hafa á mánuði virkar ekki fyrir tekjur úr lífeyrissjóði og heildartekjur ellilífeyrisþega skerðast – án þess að stoð sé fyrir því í lögum.

Hér ætla ég að gera risastóran fyrirvara við þessa niðurstöðu mína. Lög um almannatryggingar eru fáránlega flókin og kannski eru löglegar ástæður fyrir þessu faldar einhvers staðar annars staðar í lagatextanum, en miðað við minnisblað frá Tryggingastofnun sem ég fékk samhliða þessari ábendingu, þá sé ég ekki að vísað sé til annars hluta laganna – en þar stendur orðrétt: „Ekki verður því séð að tilefni sé til að jafna lífeyrissjóðstekjum við atvinnutekjur við túlkun á 1. mgr. 23. gr. ATL.“

Þetta er mjög skýrt í 16. gr. laganna og 23. gr. breytir engu hvað það varðar: „Þegar um er að ræða örorkulífeyri […] teljast ekki til tekna […] greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Ekkert sambærilegt orðalag er að finna í málsgreininni: „Þegar um er að ræða ellilífeyri…“ Því virðist TR reikna lífeyrissjóðsgreiðslur til ellilífeyris eins og um örorkulífeyri sé að ræða og það virðist, miðað við lögin, vera rangt. Hversu miklum skerðingum ellilífeyrisþegar verða fyrir vegna þessa er óljóst en það gætu verið ansi háar fjárhæðir ef rétt reynist. 

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Kommentakerfi Pírata

1 ummæli

  1. Nú er næstum ár frá því þessi grein var skrifuð.
    Móðir mín, lágtekjukona, sem lést fyrir tæpum 3 árum, minntist stundum á, að það borgaði sig ekki að eiga fé í banka vegna þess að það skerti ellilífeyrinn. Ég krufði aldrei málið og hélt að hún væri að misskilja þetta og benti henni á að fjármagnstekjuskattur væri aðeins 22%.
    Það er fyrst nú sem ég fer að skoða þessi mál af alvöru, þegar ég er að verða 68 ára og er enn að vinna.
    Ef ég vildi drýgja tekjurnar þegar ég tek ellilífeyrinn og myndi leigja frá mér hluta af íbúðinni fyrir td. 100 þ. kr. á mánuði, þá myndi ég bera úr býtum 32 þ. kr. eftir skatta og skerðingu. Í dag áður en ég fer á ellilífeyri bæri ég úr býtum 78 þ. kr. eftir skatta.

    Ég spyr því, hvað er að gerast hjá löggjafarvaldinu Björn?

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...