Nýir tímar, nýjar áherslur

Eitt helsta kosningamál Pírata er nýtt hagkerfi, svokallað velsældarhagkerfi. Þetta er engin hippahugmynd heldur forskrift frá OECD um ákveðna mælikvarða á heilbrigði samfélagsins. Með mælikvörðunum er hægt að svara spurningum eins og: Hversu auðvelt er að hafa þak yfir höfuðið? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Hefur fólk nægan frítíma eða er það stöðugt í vinnunni til þess að hafa ofan í sig og á? Þetta eru allt spurningar sem stjórnvöld eiga að svara, allan ársins hring.

Núverandi efnahagskerfi virkar ekki svona. Núverandi hagstjórn snýst um að það sé hagvöxtur og ekkert nema hagvöxtur. Að kakan svokallaða stækki bara og stækki. Vandinn er hins vegar að fæstir fá að njóta kökunnar. Fólkið sem stendur í bakstrinum heldur kökunni út af fyrir sig. 

Saman höfum við ákveðið að hið opinbera gegni ákveðnum skyldum. Haldi uppi réttarkerfi, passi upp á mannréttindi og að allir hafi aðgang að hágæða menntun og heilbrigðiskerfi. Það þýðir að stjórnvöld þurfa nauðsynlega að sýna okkur öllum svart á hvítu hvernig það gengur. Það þýðir ekki bara að benda á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Skylda stjórnvalda er víðtækari en svo, skyldan til þess að sýna að það sé verið að fara vel með almannafé.

Ég beindi fyrirspurnum að öllum stofnunum hins opinbera og spurði hvaða lögbundnum verkefnum væri verið að sinna og hver væri kostnaðurinn við hvert verkefni. Það sem kom mér á óvart var að enginn vissi svarið við þessari spurningu. Samt samþykkir þingið fjárheimildir í allar áttir – og þá án þess að hafa hugmynd um hvað er verið að borga fyrir. 

Það er þess vegna sem við þurfum velsældarhagkerfi. Þar sem áhersla stjórnvalda er að útskýra fyrir landsmönnum hvernig stefna og aðgerðir ríkisstjórnarinnar geri samfélagið betra í stað þess að beita þeim handahófskenndu og markmiðalausu aðferðum sem hingað til hafa liðist. 

Stjórnmálamenn eru mjög góðir í að búa til ákveðna orðræðu. Um leið og velsældarhagkerfið var nefnt til sögunnar tók einn formaður stjórnmálaflokks sig til og uppnefndi það vesældarhagkerfið – án þess að hafa hugmynd um hvað málið snérist. Sumum finnst nefnilega stjórnmál snúast um að vera orðheppnir í stað þess að vinna markvisst að góðum málum fyrir alla landsmenn. 

Píratar vilja að allar ákvarðanir stjórnvalda séu byggðar á góðum gögnum en ekki geðþóttaákvörðunum stjórnmálamanna sem “finnst” bara hitt og þetta vera best. Ef við beitum ekki bestu aðferðunum til þess að fá góðar niðurstöður, hvaða aðferðum eigum við þá að beita? Velsældarhagkerfið er skýrt afmarkað og minnir stjórnvöld á þá ábyrgð sína að gera samfélagið betra fyrir alla, ekki bara suma. Þess vegna vilja Píratar velsældarhagkerfi.

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...