Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem hópur vel tengdra fær að kaupa á tilboðsverði og selja áfram? Eða eru það fáránlegar tilraunir til að reyna að skella allri skuldinni á Bankasýsluna, sem vissulega ber hluta ábyrgðar, til þess að fría ráðherra? Eða er það kannski algjör afneitun á reiði þjóðarinnar og andstaða við heildstæða úttekt þingnefndar?

Nei, sennilega er það bara hversu ótrúlega fyrirsjáanlegt þetta var allt saman.

Það getur ekki komið nokkrum sem fylgjast með íslenskri pólitík á óvart að sjá þessa atburðarás. Þetta er sama kjaftæðið og þegar kvótinn var gefinn útgerðunum og framsal leyft, sama spillingin og þegar bankarnir voru einkavæddir fyrir hrun, sama ósvífnin og þegar Borgun var seld. Svona starfar Sjálfstæðisflokkurinn, og það vitum við orðið mjög vel. Það eina sem hefur breyst er hvað þetta er orðið óforskammað.
Þau reyna varla að fela þetta lengur, fullviss um að við látum hvað sem er yfir okkur ganga. Ég hef aldrei séð augljósari pilsfaldakapítalisma á ævinni en þessa bankasölu. Þau vita að lífeyrissjóðirnir eru til í að kaupa, en setja hámark á þá. Svo er vildarvinum boðið að kaupa rest, selja lífeyrissjóðunum og hirða mismuninn. Engin skilyrði um lágmarksupphæð, engin skilyrði um lágmarkstíma áður en er selt. Sömu aðilum er boðið að vera með og keyptu í fyrra útboðinu og seldu strax, sömu aðilum boðið að vera með og arðræna Namibíu … sömu aðilum boðið að vera með og áttu bankana fyrir hrun.
Þetta er fáránlegt, og það er komið nóg.
Píratar standa fyrir upphitun fyrir mótmælin á laugardaginn á Skúla Craft bar klukkan 12, og þaðan verður gengið fylktu liði á Austurvöll til að mótmæla þegar þau hefjast klukkan 14. Mótmælin eru ekki flokkspólitísk og ég hvet öll til að mæta sem eru búin að fá nóg af spillingunni.

Upprunaleg birtingfrettabladid.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...