Menningarbærinn Hafnarfjörður

Menningarstefna Hafnarfjarðar ætti að vera í sífelldri endurskoðun líkt og aðrar stefnur bæjarins. Þann 9. mars 2004 var undirrituð núverandi menningarstefna. Þar má sjá fögur fyrirheit og góðar áætlanir. Margt þeirri stefnu er úrelt og á ekki lengur við, bæði vegna tækniframfara og vegna breytinga sem gerðar hafa verið í stjórnkerfi bæjarins. Til dæmis hefur staða menningar- og ferðamálafulltrúa verið aflögð og ekki er lengur þörf á því að Bókasafn Hafnarfjarðar veiti aðgang að nýjustu upplýsinga- og tölvutækni.

Þegar kemur að stefnumótun ættu íbúar að ráða för. Þess vegna vil ég að bæjarbúar fái aukið vægi í ákvarðanatöku og framkvæmd og geti tekið virkan þátt í að móta næstu menningarstefnu. Í fundargerðum menningar- og ferðamálanefndar snemma árs 2016 var rætt að endurskoðuð stefna yrði tilbúin í lok árs 2016 – sem virðist ekki hafa verið gert, en það þýðir einfaldlega að nú er tækifæri til að gera enn betur og leyfa öllum sem hafa áhuga að taka þátt.

Bærinn okkar hefur oft verið kallaður menningarbær. Til að menningarlíf blómstri í Hafnarfirði þarf kraftmikla markaðssetningu innan bæjar sem utan. Það þarf skýra stefnu.

Margt öflugt menningarstarf á sér stað í bænum að sjálfsögðu, tónlistarhátíðin Heima í upphafi Bjartra daga, Jólaþorpið, Ratleikur Hafnarfjarðar og þeir viðburðir sem hafa verið í boði í Hafnarborg, Bæjarbíói og Gaflaraleikhúsinu hafa vakið verðskuldaða athygli. En það segir sína sögu að meirihluti ferðamanna sem á hér leið um fer beint upp í rútu og til Reykjavíkur frekar en að staldra við.

Sjálfur vil ég sjá meira. Og ég er sannfærður um að flestir Hafnfirðingar vilji sjá meira og fá að velja sjálf hvers konar menningarstarf verði lögð áhersla á. Menningarbærinn skal rísa undir nafni.

Hallur Guðmundsson skipaði fjórða sæti á lista Pírata í Hafnarfirði árið 2018.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...