Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C. Þetta kemur fram í nýjustu Production Gap Report frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), raunar er þetta sama niðurstaða og komið hefur fram árlega í þessum skýrslum. Skilaboðin eru ósköp einföld: Ef ríkisstjórnum er alvara með þann metnað sem þær segjast hafa í loftslagsmálum, þá þurfa þær að hætta við allar hugmyndir um nýja vinnslu á kolum, olíu og gasi.

Aðgerðir í loftslagsmálum hafa gjarnan einblínt á eftirspurnarhliðina, snúist um að breyta neyslu einstaklinga og framleiðsluháttum fyrirtækja. Í seinni tíð hefur hins vegar ákallið um að draga úr framboði á jarðefnaeldsneyti orðið sífellt háværara. Það er nefnilega ekki hægt að segjast ætla að ná kolefnishlutleysi en leyfa samt óhefta vinnslu á olíu, gasi og kolum. Skýrsla UNEP dregur vel fram hversu miklu munar á orðum og efndum í loftslagsmálum.

Ríkisstjórnin missti af vagninum í vor

Í baráttunni gegn vinnslu jarðefnaeldsneytis getur Ísland lagt sitt af mörkum til afvötnunar olíufíkla. En til þess þarf ríkisstjórn Íslands að setja raunverulega metnaðarfulla stefnu og þora að standa með henni. Því miður sáum við dæmi um hið gagnstæða í vor, þegar stjórnarflokkarnir treystu sér ekki einu sinni til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit. Bann sem ætti að vera sjálfsagt og auðsótt mál í landi sem enn stundar enga olíuleit! Fyrir vikið mæta fulltrúar Íslands með minni metnað í farteskinu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow eftir tvær vikur.

Ef ríkisstjórnin hefði ekki þvælst gegn olíuleitarbanni þá hefðu fulltrúar okkar getað slegist í hóp með Danmörku og Kosta Ríka, sem hafa myndað bandalag ríkja til að stöðva olíu- og gasvinnslu (BOGA). Til að komast í þann hóp dugar ekki að skila auðu, eins og ríkisstjórn Íslands, heldur þarf að hafa gripið til aðgerða. En það eru einmitt svona bandalög róttækustu ríkja sem geta aukið slagkraft loftslagsaðgerða. Með því að fara fram með góðu fordæmi og setja þannig þrýsting á þau ríki sem standa sig verr. Segja slugsunum til syndanna – ríkjum eins og Noregi og Bretlandi sem segjast hafa mikinn metnað í loftslagsmálum en taka á sama tíma þátt í ótrúlegu olíuleitarkapphlaupi.

Kosningabrella eða alvöru afstaða?

Við þurfum þó ekki öll að skila auðu. Alþingismenn hafa enn tök á að snúa bökum saman og senda skýr skilaboð um hvaða hópi ríkjavið viljum tilheyra. Það geta þeir gert með að kalla eftir sáttmála um takmörkun á vinnslu jarðefnaeldsneytis (e. Fossil Fuel Non-Proliferation Treaty) í tengslum við COP26, en ákall um sáttmálann verður formlega kynnt til leiks á ráðstefnunni.

Ákallið var sett af stað af fulltrúum fátækustu ríkja heims, þeirra ríkja sem bera minnsta ábyrgð á hamfarahlýnun en þurfa að líkindum að axla mest af afleiðingum hennar. Íbúar í auðugari ríkjum, sem losa mikið af gróðurhúsalofttegundum, geta varla annað en stutt sáttmálann. Þannig sláumst við í hóp með 800 félagasamtökum, 2500 vísindamönnum, 100 Nóbelsverðlaunahöfum, 15 borgum og tugþúsundum einstaklinga sem gera þá einföldu kröfu að við stöndum við stóru orðin í loftslagsmálum með því að:

  • Banna nýja vinnslu jarðefnaeldsneytis
  • Hætta þeirri vinnslu jarðefnaeldsneytis sem er þegar í gangi
  • Fjárfesta í nauðsynlegum umskiptum svo að ríki um allan heim hafi aðgengi að endurnýjanlegri orku, og hjálpa samfélögum og fólki sem er háð jarðefnaiðnaðinum að öðlast sanngjörn umskipti

Þingfólk Pírata er þegar búið að skrifa undir sáttmálann og við hvetjum aðra þingflokka til að gera slíkt hið sama. Það ætti að vera fátt því til fyrirstöðu, svona í ljósi þess hvernig næstum allir flokkar töluðu fyrir kosningar.

Núna er hins vegar komið að efndunum. Meina flokkarnir það sem þeir segja?

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...

Geð­heil­brigðis­bylting – níu að­gerðir

Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð...