Mark­miðin sem birtust fyrir til­viljun

Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu.

Þessi uppfærðu markmið áttu að berast í febrúar á síðasta ári en þegar fresturinn rann út stóðu aðeins örfá lönd sína plikt. Ísland var ekki þeirra á meðal. Íslensk stjórnvöld vildu heldur bíða eftir leiðsögn frá Evrópusambandinu í stað þess að setja sín eigin metnaðarfullu markmið.

Noregur tók hins vegar af skarið. Í stað þess að bíða eftir því að Evrópusambandið næði niðurstöðu varðandi sameiginleg markmið ESB, Noregs og Íslands þá skiluðu Norðmenn inn sjálfstæðu markmiði. Norðmenn áttuðu sig enda á einu, sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki.

Samflotið með ESB er vissulegt mikilvægt til að samræma aðgerðir, en það má aldrei líta á það sem annað en lágmarksviðmið. Þess vegna vildi Noregur gera betur, ólíkt íslenskum stjórnvöldum. Það kemur kannski ekki á óvart að ríkisstjórn sem er kennd við lægsta samnefnara skuli sætta sig við lágmarksviðmið.

Trassaskapur, taka tvö

Vegna Covid fengu aðildarríkin að Parísarsamningnum framlengdan frest til að skila uppfærðum landsmarkmiðum og var nýi skiladagurinn í desember í fyrra. Ísland trassaði líka þann skilafrest. Í staðinn gaf forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um að Íslendingar myndu áfram vera í samfloti með Evrópusambandinu.

Það var ekki fyrr en í gær, 18. febrúar, að umhverfis- og auðlindaráðherra sendi uppfærð landsmarkmið til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna – akkúrat daginn sem hann átti að mæta í sérstaka umræðu á Alþingi til að gera grein fyrir stöðunni. Heppilegt.

Til að sjá hvaða metnaður er raunverulega í uppfærðum markmiðum Íslands er gott að bera þau saman við markmið Noregs. Noregur skilaði inn sínu markmiði um 50-55% samdrátt í losun áður en nokkuð lá fyrir um samflot með Evrópusambandinu. Þar er hins vegar tekið fram að ef niðurstaðan af viðræðum leiði til þess að ESB krefjist minna framlags af Noregi, þá muni Norðmenn engu að síður standa við sín 50-55%. Hluti af því verði umfram það sem ESB kallar eftir.

Óþægilega prúttið

Ísland nálgast losunarmarkmiðin hins vegar úr hinni áttinni. Þar segir hreinlega að 55% markmiðið sé ekki sérstakt markmið Íslands heldur sameiginlegt markmið ESB. Hvað ríkin leggja sjálf af mörkum muni einfaldlega skýrast síðar. Íslensk stjórnvöld segjast því ætla að hjálpa ESB að ná markmiði sínu um 55% samdrátt í losun, án þess að segja hverju þau ætla að ná fram eða bera ábyrgð á.

Þetta er í takt við það sem ríkisstjórnin gerði í síðustu lotu þegar markmiðið var 40% samdráttur. Þá fékk utanríkisráðuneytið sérstaka fjárveitingu til að „tryggja hagsmuni Íslands“ varðandi skiptingu ábyrgðar í loftslagsmálum milli Evrópuríkja. Niðurstaðan af þessari hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar var sú að af 40% markmiði ESB varð framlag Íslands ekki nema 29%.

Umhverfisráðherra þykir ósanngjarnt að kalla þetta að prútta niður skuldbindingar Íslands. Það er ekki ósanngjarnt að tala um þetta sem prútt en það er skiljanlega óþægilegt, eins og sást í þingsal í gær. Það verður fróðlegt að sjá hvort, og þá hversu miklum, peningum ríkisstjórnin er tilbúin að eyða í næsta prútt.

Heppilegur en metnaðarlaus samanburður

Það er mjög auðvelt að segjast vera best í einhverju ef þú færð að velja þér keppinautana. Það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin gerir í loftslagsmálunum. Hún segist vera metnaðarfyllst – í Íslandssögunni. Samanburðurinn við fyrri ríkisstjórnir í þessum efnum er hvorki æskilegur, metnaðarfullur né heilbrigður.

Þvert á móti blindar það okkur sýn og dregur úr nauðsynlegum metnaði. Í stað þess að bera sig saman við lönd sem hafa sett fram metnaðarfyllri markmið – á borð við Noreg, Danmörku og Bretland – ber ríkisstjórnin sig saman við stóriðjustjórnir síðustu áratuga. Heppilegur samanburður, ekki metnaðarfullur.

Umhverfisráðherra er hins vegar metnaðarfullur maður. Það sýndi hann með óyggjandi hætti áður en hann tók sæti í þessari ríkisstjórn lægsta samnefnara. Það er vonandi að honum takist að nýta síðustu mánuði kjörtímabilsins til að finna metnaði sínum í loftslagsmálum farsælan farveg. Þar á hann stuðning okkar vísan.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...