Mannvænn, grænn og lifandi Kópavogsbær

Ég þekki fólk sem fær grænar bólur í hvert skipti sem minnst er á skipulagsmál. Því þykir umræðan um „deiliskipulag,“ „byggðamynstur,“ „skipulagsferla“ og „nýtingarhlutfall“ torskilin og óáþreifanleg og fyrir vikið leyfa þau öðrum að hafa áhyggjur af skipulagsmálum. Sífellt fleiri eru þó farin að átta sig á mikilvægi þeirra enda snerta þau daglegt líf bæjarbúa á ótal vegu. Ekki bara þegar kemur að útliti hverfa eða fjölda hjólastíga, heldur sýna rannsóknir að skipulagsmál spila gríðarstórt hlutverk fyrir vellíðan fólks og andlega heilsu. 
 
Það er því kannski ekki nema von að skipulagsmál séu orðin eitt stærsta pólitíska þrætueplið. Þar fara enda saman fjölmargir þættir sem munu hafa áhrif á bæinn okkar til langrar framtíðar: Húsnæðismál, samgöngur og umhverfi. Hvernig viljum við búa, hvað viljum við að sé í hverfinu okkar og hvernig eigum við að komast á milli staða? Í stuttu máli: Hvernig á Kópavogur framtíðarinnar að líta út?

Við Píratar erum með skýra sýn á hvert við viljum stefna. Kópavogur á að vera skipulagður á forsendum fólks og framtíðarkynslóða. Ákvarðanir sem við tökum í skipulagsmálum munu hafa áhrif á þúsundir bæjarbúa til áratuga og því þarf að vanda vel til verka. Þess vegna hafa Píratar í Kópavogi sett sér umhverfis-, skipulags- og samgöngustefnu í næstum 100 liðum.

Leiðarljósin okkar í þessum málum eru að Kópavogur verði mannvænn, grænn og lifandi. Allt starf okkar Pírata hvílir á lýðræði og því munum við sjá til þess að skipulagsmál séu ávallt unnin með faglegum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Ákvarðanir í þessum málum, sem munu hafa langtímaáhrif, þurfa að vera teknar á opinn og gagnsæjan hátt á forsendum langtímahagsmuna almennings. 

Við Píratar elskum líka frelsið enda teljum við að stjórnmálin eigi að auðvelda fólki að lifa því lífi sem það vill. Þetta á líka við í samgöngumálum og því viljum við skapa samfélag þar sem fólk getur valið sér þann fararmáta sem það vill. Það verður aðeins gert með því að gera bíllausan lífstíl að raunverulegum valkosti fyrir þann sístækkandi hóp fólks sem vill ferðast með öðrum hætti en á einkabílnum. Ökumenn þurfa þó ekkert að óttast, það er enginn að fara að banna þeim að keyra þó svo að öðrum verði auðveldað að hjóla.

Þá vilja Píratar standa vörð um grænu svæðin okkar í Kópavogi, enda takmörkuð auðlind sem skiptir miklu máli fyrir líðan bæjarbúa. Það þarf að hlúa að líffræðilegum fjölbreytileika með vernd og endurheimt lífríkis, náttúru og vistkerfa – svo að framtíðarkynslóðir geti einnig notið náttúrunnar okkar.

Þetta og ótal margt fleira í stefnu Pírata í Kópavogi.

Upprunaleg birtingkgp.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...