Píratar XP

Mannvænn, grænn og lifandi Kópavogsbær

Ég þekki fólk sem fær grænar bólur í hvert skipti sem minnst er á skipulagsmál. Því þykir umræðan um „deiliskipulag,“ „byggðamynstur,“ „skipulagsferla“ og „nýtingarhlutfall“ torskilin og óáþreifanleg og fyrir vikið leyfa þau öðrum að hafa áhyggjur af skipulagsmálum. Sífellt fleiri eru þó farin að átta sig á mikilvægi þeirra enda snerta þau daglegt líf bæjarbúa á ótal vegu. Ekki bara þegar kemur að útliti hverfa eða fjölda hjólastíga, heldur sýna rannsóknir að skipulagsmál spila gríðarstórt hlutverk fyrir vellíðan fólks og andlega heilsu. 
 
Það er því kannski ekki nema von að skipulagsmál séu orðin eitt stærsta pólitíska þrætueplið. Þar fara enda saman fjölmargir þættir sem munu hafa áhrif á bæinn okkar til langrar framtíðar: Húsnæðismál, samgöngur og umhverfi. Hvernig viljum við búa, hvað viljum við að sé í hverfinu okkar og hvernig eigum við að komast á milli staða? Í stuttu máli: Hvernig á Kópavogur framtíðarinnar að líta út?

Við Píratar erum með skýra sýn á hvert við viljum stefna. Kópavogur á að vera skipulagður á forsendum fólks og framtíðarkynslóða. Ákvarðanir sem við tökum í skipulagsmálum munu hafa áhrif á þúsundir bæjarbúa til áratuga og því þarf að vanda vel til verka. Þess vegna hafa Píratar í Kópavogi sett sér umhverfis-, skipulags- og samgöngustefnu í næstum 100 liðum.

Leiðarljósin okkar í þessum málum eru að Kópavogur verði mannvænn, grænn og lifandi. Allt starf okkar Pírata hvílir á lýðræði og því munum við sjá til þess að skipulagsmál séu ávallt unnin með faglegum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Ákvarðanir í þessum málum, sem munu hafa langtímaáhrif, þurfa að vera teknar á opinn og gagnsæjan hátt á forsendum langtímahagsmuna almennings. 

Við Píratar elskum líka frelsið enda teljum við að stjórnmálin eigi að auðvelda fólki að lifa því lífi sem það vill. Þetta á líka við í samgöngumálum og því viljum við skapa samfélag þar sem fólk getur valið sér þann fararmáta sem það vill. Það verður aðeins gert með því að gera bíllausan lífstíl að raunverulegum valkosti fyrir þann sístækkandi hóp fólks sem vill ferðast með öðrum hætti en á einkabílnum. Ökumenn þurfa þó ekkert að óttast, það er enginn að fara að banna þeim að keyra þó svo að öðrum verði auðveldað að hjóla.

Þá vilja Píratar standa vörð um grænu svæðin okkar í Kópavogi, enda takmörkuð auðlind sem skiptir miklu máli fyrir líðan bæjarbúa. Það þarf að hlúa að líffræðilegum fjölbreytileika með vernd og endurheimt lífríkis, náttúru og vistkerfa – svo að framtíðarkynslóðir geti einnig notið náttúrunnar okkar.

Þetta og ótal margt fleira í stefnu Pírata í Kópavogi.

Upprunaleg birtingkgp.is

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X