Málþóf er list og forsætisráðherra er listamaðurinn

Í góðri grein sinni í Kjarn­anum fer Stefán Erlends­son yfir þær hindr­anir sem hafa verið í vegi nýrrar stjórn­ar­skrár. Greinin er mjög fróð­leg og vel þess virði að lesa en það eru nokkur atriði í henni sem eru áhuga­verð út frá öðru sjón­ar­horni.

Í grein­inni er nefni­lega þó nokkuð fjallað um mál­þóf, þó það sé mis­aug­ljóst. Hér fyrir neðan tek ég saman dæmi um þau „mál­þóf­stæki“ sem nefnd eru í grein­inni og þing­menn geta beitt. Kannski finnst ekki öllum öll þau atriði sem ég tel hér upp að neðan vera mál­þóf. Flest telja eflaust að mál­þóf snú­ist um að nota ræðu­stól þings­ins til þess að tala rosa­lega mik­ið. Að hluta til er það rétt því það er eini hluti máls­þófs­ins þar sem meiri­hlut­inn hefur í raun engin úrræði önnur en að bíða. Það er að segja ef þau vilja ekki beita svo­kall­aðri „kjarn­orku­sprengju“ sem felst í því að leggja fram til­lögu um að ljúka umræð­unni. Mál­þóf er hins vegar flókn­ara en svo og felur í raun í sér allar þær aðferðir sem gætu flokk­ast undir það að tefja mál. 

Til að byrja með þá verður að taka það fram að mál­þóf er tví­eggja sverð. Það er hægt að beita því til þess að stöðva góð og slæm mál (og sitt sýn­ist hverjum auð­vitað hvað er gott mál og hvað er slæmt mál). Einnig er hægt að láta aðra beita mál­þófi. Fyrri rík­is­stjórnir hafa til dæmis sett ramma­á­ætlun á dag­skrá til þess að kaupa tíma fyrir önnur mál, vit­andi að stjórn­ar­and­staðan þá stund­ina myndi ekki hleypa breyt­ingum á ramma­á­ætlun í gegn. Eina leiðin til þess að gera það væri einmitt að beita mál­þófi. AUGLÝSINGÞað er ekki endi­lega aug­ljóst hvenær er verið að beita mál­þófi. Stundum er ein­fald­lega þörf á mjög mál­efna­legum og löngum umræðum um flókin mál. Ein­hver gæti kallað það mál­þóf af því að við­kom­andi finnst mál­efna­legi ágrein­ing­ur­inn ekk­ert merki­leg­ur. Stundum getur hins vegar verið mál­efna­legt að tefja mál, af því að það vantar í alvör­unni upp­lýs­ing­ar. Mál­þóf getur þannig verið mál­efna­legt ef það er til þess að stöðva slæmt mál eða til þess að afla frek­ari upp­lýs­inga. Í þeim til­fellum er alveg eðli­legt að efast um að rétt sé að nota orðið mál­þóf – sér­stak­lega í sam­an­burði við ómál­efna­legu notk­un­ina á mál­þófi, þar sem er bein­línis verið að fótum troða lýð­ræð­ið.

Því má segja að mál­þóf sé í raun list­grein sem þrífst á stóru gráu svæði milli þess mál­efna­lega og ómál­efn­lega. Í til­viki þeirra dæma sem ég vísa í úr fyrr­nefndri grein Stef­áns þá myndi ég flokka nokkur af þeim sem mál­efna­legt mál­þóf og önnur sem ómál­efna­legt mál­þóf. Ég kýs að nota orðið mál­þóf fyrir þau atriði sem gætu flokk­ast sem mál­efna­leg vegna þess að for­send­urnar eru skýr­ar: Rúm­lega tveir þriðju hlutar kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sögðu já við grund­vall­ar­spurn­ing­unni um frum­varp stjórn­laga­ráðs. Það þýðir að allar tafir á því að upp­fylla nið­ur­stöður þeirrar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu eru mál­þóf. Taf­irnar geta samt verið mál­efna­legar ef þær snú­ast um rétt­mætt álita­efni. Grípum nú niður í grein Stef­áns: 

„Áformað var að halda þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu um frum­varpið jafn­­hliða for­­seta­­kosn­­ing­unum í júní 2012 til að ýta undir kjör­­sókn. En minn­i­hlut­inn á Alþingi beitti mál­þófi til að koma í veg fyrir að slíkt næði fram að ganga. Þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslan var því haldin í októ­ber sama ár.“

Fyrsta dæm­ið, mál­þóf gegn því að kjósa með­fram for­seta­kosn­ing­um, er eins ómál­efna­legt og það getur orð­ið. Þarna var komið í veg fyrir að þjóðin gæti ákveðið sjálf það það sem hún á með réttu að ákveða sjálf (þjóðin er jú stjórn­ar­skrár­gjaf­inn). Að auki kost­aði mál­þófið aðrar kosn­ingar sem er sóun á almanna­fé. 

„Eftir að það [frum­varp­ið] hafði verið lagað að veiga­­mestu athuga­­semdum nefnd­­ar­innar var tíma­­bært að ganga til atkvæða á Alþing­i. Þá varð fjand­inn laus. Stjórn­­­ar­and­­stað­an, með Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn í far­­ar­broddi, gekk hrein­­lega af göfl­unum og hélt uppi linn­u­­lausu mál­þófi. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn, sem hafði stutt stjórn­­­ar­­skrár­­ferlið í byrj­­un, lét heldur ekki sitt eftir liggja.“

Annað dæm­ið, að stöðva atkvæða­greiðslu á þingi, er klass­ískara dæmi um mál­þóf. Alla jafna myndi ég ekki flokka það sem mjög alvar­legt til­felli af mál­þófi en í þessu til­felli er aftur verið að koma í veg fyrir að þjóðin geti haft sín rétt­mætu áhrif. Ofbeldið gegn lýð­ræð­inu verður ekki verra. Hér ber að hafa í huga að þetta er eftir að búið var að fá fjöl­margar umsagnir og sér­fræði­á­lit á frum­varpi stjórn­laga­ráðs. 

„Hér réði þó úrslitum að þáver­andi for­­seti Alþing­is, Ásta Ragn­heiður Jóhann­es­dótt­ir, braut þing­­sköp til að koma í veg fyrir að breyt­ing­­ar­til­laga við til­­lögu nýbak­aðra for­­manna stjórn­­­ar­­flokk­anna og Bjartrar fram­­tíðar um að binda enda á umræð­una kæmi til atkvæða“

Þriðja dæmið er veru­lega svæs­ið. Þar eru þing­sköp brotin til þess að koma í veg fyrir eðli­lega afgreiðslu máls­ins. Að snúa út úr reglum á einn eða annan hátt er ákveðin mál­þófs­að­ferð. Þing­sköp eru þær leik­reglur sem við þing­menn vinnum eftir til þess að passa upp á að allir séu að leika sama leik­inn. Þegar regl­urnar eru svo brotnar til þess að þjóna þeim sem ræður þá gengur það gegn grund­vall­ar­at­riðum lýð­ræð­is­ins.

„Í stað þess að virða nið­­ur­­stöðu lýð­ræð­is­­legrar kosn­­ingar er ráð­ist í heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar öðru sinni í „þverpóli­­tísku sam­­starfi“ allra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það fyrir augum að ná „breiðri sátt“ um breyt­ing­­ar­til­lögur „að und­an­­gengnu víð­tæku sam­ráði“ (Minn­is­­blað for­­sæt­is­ráð­herra, 22. jan. 2018)“AUGLÝSINGFjórða dæm­ið, að end­ur­ramma umræð­una á þann hátt að nauð­syn­legt sé að ná „breiðri sátt,“ er klass­ískt póli­tískt spil. Þegar nið­ur­stöður kosn­inga sýna fram á stuðn­ing auk­ins meiri­hluta þá þýðir það víð­tæk sátt. Að slá um sig með ein­hvers konar „sátta­tón“ er ekk­ert annað en fyr­ir­sláttur og leik­rit. Leik­ritið snýst um að hljóma sann­gjarn og þegar þeim mál­flutn­ingi er mót­mælt þá lítur mót­mæl­and­inn alltaf út fyrir að vera ósann­gjarn fyrir að vera á móti „skyn­sem­ist­ali.“ Þetta er mál­þóf af tog­anum „að drepa mál­inu á dreif.“

„Höf­uðið er svo bitið af skömminni með því að bjóða upp á sýnd­­ar­lýð­ræði í gegnum svo­­kall­aða „rök­ræðukönn­un“ og „sam­ráðs­­gátt“ til að breiða yfir sví­virð­i­­lega aðför stjórn­­­valda að lýð­ræð­in­u.“

Fimmta dæmið er svo sem ekk­ert hrylli­legt. Að fara í gegnum rök­ræðukönnun og setja málið í annað sam­ráð er ekki ómál­efna­legt. Það er mál­þóf, en ekki ómál­efna­legt. Hvað er svo gert við nið­ur­stöð­urnar getur hins vegar verið ansi ómál­efna­legt eins og ég fór yfir í öðrum pistli.

„Birgir Ármanns­­son, þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hélt því til dæmis fram að til að sjá vilja þjóð­­ar­innar væri ekki nóg að rýna í nið­­ur­­stöður þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unnar heldur þyrfti einnig að túlka hug þeirra sem ekki mættu á kjör­­stað. Hann komst jafn­­framt að þeirri nið­­ur­­stöðu að þeir sem sátu heima myndu hafa kosið gegn frum­varp­inu“

Sjötta dæmið er sorg­legt. Að reyna að ætla atkvæðum þeirra sem mættu ekki á kjör­stað ákveð­inn mál­stað gengur í báðar átt­ir. Lýð­ræðið virkar þannig að nið­ur­staðan ræðst af þeim atkvæðum sem fólk skilar í atkvæða­kass­ann. Ekki af þeim atkvæðum sem fólk ákvað að skila ekki í kass­ann. Með þessum rökum er bók­staf­lega verið að mæla með því að hætta lýð­ræð­inu nema það sé óvé­fengj­an­leg nið­ur­staða (at­kvæði þeirra sem sátu heima myndu ekki breyta nið­ur­stöðum þó þau væru öll á einn veg). Venju­lega eru það þau sem eru mót­fallin nið­ur­stöðum atkvæða­greiðslna sem nota þessi rök. Svo heyr­ist ekki píp í þeim þegar nið­ur­staða atkvæða­greiðslna er þeim að skapi. Sem dæmi má nefna að við hefðum ekki orðið full­valda árið 1918 ef þeirra rök hefðu orðið ofan á. Kosn­inga­þátt­taka var nefni­lega svo léleg þó nið­ur­staðan hafi verið afger­and­i. 

„Í stefn­u­ræðu sinni á Alþingi 1. októ­ber síð­­ast­lið­inn sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra, að núna væri „tæki­­færi fyrir Alþingi“ til að „breyta stjórn­­­ar­­skrá með skyn­­sam­­legum hætti með almanna­hags­muni að leið­­ar­­ljósi.“

Síð­asta dæm­ið, „tæki­­færi fyrir Alþing­i“, hunsar enn og aftur þær for­sendur sem Alþingi fékk í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni. Það er alveg hægt að breyta stjórn­ar­skrá með skyn­sömum hætti hér og þar. Það heim­ilar stjórn­völdum þó ekki að snúa sér út úr því sem þjóðin sam­þykkti: „Vilt þú að til­lögur stjórn­laga­ráðs verði lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá?“ Það getur aldrei þýtt að hægt sé að upp­fylla nið­ur­stöð­urnar með ein­staka lag­fær­ingum eða við­bótum á núver­andi stjórn­ar­skrá. Það kemur að sjálf­sögðu ekki í veg fyrir sjálf­stæðar upp­færslur á gömlu stjórn­ar­skránni – en þær munu aldrei upp­fylla lýð­ræð­is­legu nið­ur­stöð­una. Allir sem halda öðru fram eru ein­fald­lega að snúa út úr. AUGLÝSINGUm það snýst póli­tík að miklu leyti. Að snúa út úr. Að segja „að við verðum að gera þetta skyn­sam­lega“ þegar ætl­unin er ekk­ert að gera neitt skyn­sam­lega. Þegar mark­miðið er að stöðva mál­ið, þrátt fyrir lýð­ræð­is­legan vilja í atkvæða­greiðslu um ann­að, eða að snúa því svo á hvolf að útkoman er allt önnur en sú sem var lagt upp með. Þess háttar póli­tík er óheið­ar­leg og skemm­and­i.  

Tökum dæmi um aðra spurn­ingu úr atkvæða­greiðsl­unni. Spurn­ing­una um þjóð­kirkj­una. Eins gölluð og sú spurn­ing er og eins ósam­mála og ég er nið­ur­stöð­unum þá voru þetta samt nið­ur­stöð­urn­ar. Ég hef bók­staf­lega ekki umboð til þess að koma í veg fyrir að slíkt ákvæði verði þrátt fyrir allt í nýju stjórn­ar­skrár­frum­varpi. Ég get mælt gegn því og reynt að fá sér­staka atkvæða­greiðslu um það ákvæði, en að beita mál­þófi til þess að koma í veg fyrir að ákvæðið verði í því frum­varpi sem þjóðin fær svo að kjósa um? Ekki séns. Umboð sam­kvæmt þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu er æðra mínu umboði sam­kvæmt almennum þing­kosn­ing­um. Ég starfa í þágu allra í land­inu sam­kvæmt minni eigin sann­fær­ingu. Sú sann­fær­ing er að virða lýð­ræð­is­lega ferla. Ég vildi að ég gæti sagt það sama um alla aðra þing­menn og þar nefni ég for­sæt­is­ráð­herra sem dæmi og vísa í þennan pistil sem rök fyrir máli mínu.

Upprunaleg birtingKjarninn

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...