Píratar XP

Lýðveldis- og lýðræðishátíðin 17. júní

Bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi skrifar um þjóðhátíðardaginn

Kandífloss, blöðrur, hæ hó og jibbí jei. Það er svo sannarlega kominn sautjándi júní. Lýðveldið Ísland á 77 ára afmæli. Hvort sem við tengjum daginn við skrúðgöngur, skátana, hoppukastala eða tónleika á Rútstúni þá er þjóðhátíðardagurinn fyrst og síðast lýðræðishátíð.

Margar þjóðir velja sér þjóðhátíðardag út frá fræknum sigrum, uppreisnum eða sameiningu en við Íslendingar fögnum lýðræðinu. Lýðveldið spratt nefnilega ekki úr hellidembunni á Þingvöllum 17. júní 1944, heldur vilja þjóðarinnar. Í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum greiddi næstum hver einn og einasti kjósandi atkvæði með því að slíta sambandinu við Dani og taka upp nýja stjórnarskrá. Lýðveldið Ísland varð til í krafti lýðræðisins.

Við Píratar erum sannfærðir um að okkur Íslendingum farnist betur ef lýðræðið fær að ráða för. Við sem trúum á lýðræðið vitum líka að lýðræði er ekki bara kosningar á fjögurra ára fresti. Það er svo miklu meira – og hefur í raun áhrif á heildarsýn Pírata á stjórnmál.

Píratar leggja áherslu á gagnsæi svo að landsmenn geti séð hvernig farið er með peninga þeirra og völd. Þannig styrkjum við lýðræðið. Píratar leggja áherslu á fjölmiðlafrelsi til að miðla þessum upplýsingum til landsmanna. Þannig styrkjum við lýðræðið. Píratar telja að allir hafi rétt á aðkomu að ákvörðunum sem snerta þá beint og rétt til að vita hvernig ákvarðanirnar voru teknar. Þannig tryggjum við virkt og öflugt lýðræði. 

Lýðræðið er ekkert annað en að treysta fólki – en sumir flokkar hafa einfaldlega ekki kjark í það. Sumir flokkar þora ekki að fylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá. Það eru ekki trúverðugir talsmenn lýðræðis.

Kannski sprettur kjarkleysið úr því að nýja stjórnarskráin eflir lýðræðið svo um munar. Þar er meðal annars kveðið á um rétt landsmanna til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg málefni, persónukjör og jafnt atkvæðavægi. Þetta er meðal ótal ástæðna fyrir því að Píratar vilja nýju stjórnarskrána. Ekki aðeins til að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu heldur jafnframt til að efla lýðræðið, sem lýðveldið Ísland á svo margt að þakka.

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti....

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það...
X
X
X