Lýðveldis- og lýðræðishátíðin 17. júní

Bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi skrifar um þjóðhátíðardaginn

Kandífloss, blöðrur, hæ hó og jibbí jei. Það er svo sannarlega kominn sautjándi júní. Lýðveldið Ísland á 77 ára afmæli. Hvort sem við tengjum daginn við skrúðgöngur, skátana, hoppukastala eða tónleika á Rútstúni þá er þjóðhátíðardagurinn fyrst og síðast lýðræðishátíð.

Margar þjóðir velja sér þjóðhátíðardag út frá fræknum sigrum, uppreisnum eða sameiningu en við Íslendingar fögnum lýðræðinu. Lýðveldið spratt nefnilega ekki úr hellidembunni á Þingvöllum 17. júní 1944, heldur vilja þjóðarinnar. Í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum greiddi næstum hver einn og einasti kjósandi atkvæði með því að slíta sambandinu við Dani og taka upp nýja stjórnarskrá. Lýðveldið Ísland varð til í krafti lýðræðisins.

Við Píratar erum sannfærðir um að okkur Íslendingum farnist betur ef lýðræðið fær að ráða för. Við sem trúum á lýðræðið vitum líka að lýðræði er ekki bara kosningar á fjögurra ára fresti. Það er svo miklu meira – og hefur í raun áhrif á heildarsýn Pírata á stjórnmál.

Píratar leggja áherslu á gagnsæi svo að landsmenn geti séð hvernig farið er með peninga þeirra og völd. Þannig styrkjum við lýðræðið. Píratar leggja áherslu á fjölmiðlafrelsi til að miðla þessum upplýsingum til landsmanna. Þannig styrkjum við lýðræðið. Píratar telja að allir hafi rétt á aðkomu að ákvörðunum sem snerta þá beint og rétt til að vita hvernig ákvarðanirnar voru teknar. Þannig tryggjum við virkt og öflugt lýðræði. 

Lýðræðið er ekkert annað en að treysta fólki – en sumir flokkar hafa einfaldlega ekki kjark í það. Sumir flokkar þora ekki að fylgja niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýja stjórnarskrá. Það eru ekki trúverðugir talsmenn lýðræðis.

Kannski sprettur kjarkleysið úr því að nýja stjórnarskráin eflir lýðræðið svo um munar. Þar er meðal annars kveðið á um rétt landsmanna til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg málefni, persónukjör og jafnt atkvæðavægi. Þetta er meðal ótal ástæðna fyrir því að Píratar vilja nýju stjórnarskrána. Ekki aðeins til að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu heldur jafnframt til að efla lýðræðið, sem lýðveldið Ísland á svo margt að þakka.

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...