Lýðræðislegasta stjórnarskrárstarf í Íslandssögunni

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, lýsir stjórnarskrárstarfinu sem hófst á Þjóðfundinum 2010 sem: „Víðfeðmasta og lýðræðislegasta starf að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina.“

Eina leiðin til að vera fullviss um réttmæti orða Vigdísar er að bera saman hvernig stjórnarskránni hefur alla jafna verið breytt hér á landi við starfið sem var unnið frá 2010 til 2013.

Það er lýðræðislegra að halda þjóðfund um endurskoðun stjórnarskrárinnar og spyrja 950 manna hóp kjósenda, valinn af handahófi til að endurspegla þverskurð þjóðarinnar, hvaða breytingar þau vilja helst á stjórnarskránni – venjulega eru það fáir ráðamenn sem ákveða hverju skuli breyta.

Það er lýðræðislegra að þingið skipi stjórnarskrárnefnd til að taka saman niðurstöður almennings á þjóðfundi – frekar en að ráðherra skipi nefnd til að útfæra tillögur ráðamanna um breytingar á stjórnlögum um völd ráðamanna.

Það er lýðræðislegra þegar þjóðarkjör Stjórnlagaþings var ógilt í Hæstarétti að Alþingi skipaði Stjórnlagaráð sem starfaði á opnum fundum og tók við ábendingum almennings – í stað þess að gera bara eins og venjulega og láta nefnd ráðherra skrifa í leyni leikreglur fyrir stjórnmálamenn.

Það er lýðræðislegra að spyrja kjósendur í ráðgefandi þjóðar­atkvæðagreiðslu hvort þeir vilja „nýja stjórnarskrá“ „grundvallaða á frumvarpi Stjórnlagaráðs“ – en að spyrja kjósendur alls ekki, eins og venjulega.

Það er gríðarlega ólýðræðislegt að minnihluti þingmanna, fulltrúar minnihluta kjósenda, beiti málþófi til að stöðva vinnu við lýðræðislegustu endurskoðun stjórnarskrárinnar í lýðveldissögu landsins í stað þess að leyfa kjósendum í Alþingiskosningum og svo í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu að ráða hvort þeir vilji nýju stjórnarskrána.

Stjórnarskrárstarf getur verið lýðræðislegra en vinnan frá 2010 til 2013. En fyrir utan málþóf þingmanna minnihluta kjósenda er stjórnarskrárstarfið sem hófst á þjóðfundinum 2010 það lýðræðislegasta í Íslandssögunni.

Það er kominn tími til að Alþingi klári sinn hluta stjórnarskrárstarfsins sem þjóðin hóf á þjóðfundinum. Forseti Íslands getur svo sett nýja stjórnarskrá í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sé það krafa kjósenda. Þjóðin er, og á að fá að vera, stjórnarskrárgjafinn.

Greinin birtist í Fréttablaðinu 7. október 2020

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...