Lýðræði gerist ekki sjálfkrafa

Þegar við fögnum sögunni og sjálfstæði er hollt að horfa til framtíðar og hugsa um hvað við ætlum að gera núna sem fagnað verður í framtíðinni. Hvað getur verið betra en að vinna að betri framtíð með fólkinu sem mun njóta hennar. Ungmennaráð er  gríðarlega öflugt tækifæri fyrir næstu kynslóð Íslendinga til þess að hafa áhrif á tækifæri framtíðarinnar en í Kófi dagsins í dag er framtíðarsýnin dálítið óljós.

Nýlega fundaði bæjarstjórn með ungmennaráði Kópavogs þar sem þau lögðu fram tillögur sem þau höfðu unnið í framhaldi af ungmennaþingi. Í einni tillögunni var fjallað um mikilvægi þess að auka og samræma kennslu í fjármálalæsi, í bæði grunn- og framhaldsskólum. Í framhaldi af því sendi ég fyrirspurn á menntaráð og bað um samantekt á kennslu fjármálalæsis sem nú þegar er til staðar í Kópavogi, sundurliðað fyrir hvern skóla, sem við getum svo unnið út frá þegar við hittumst aftur í haust. Ef það er eitthvað sem núverandi ástand ætti að kenna okkur er að framtíðin þarf að vera byggð á sjálfbærni. Fjárhagslegri sjálfbærni, umhverfislegri og lýðræðislegri.

Albert Einstein sagði einu sinni að vaxtavextir væru máttugasta afl í heiminum og kallaði þá áttunda undur veraldar. Þau sem skilja þá, græða á þeim og þau sem skilja þá ekki greiða fyrir það.

Þegar ég var í grunnskóla var ekkert fjallað um þetta áttunda undur veraldar, en þeim mun meira fjallað um þessi klassísku sjö. Ekki var heldur fjallað um annan fasta mannlegrar tilveru, eins og gerð skattframtals, hvað þá húsnæðislán. Samt eru þetta griðarlega mikilvægir hlutir í samfélaginu okkar.

Fjármálalæsi þarf að kenna ungmennum áður en þau verða fjárráða. Alveg eins og maður þarf próf til að keyra vörubíl áður en maður byrjar að keyra hann út um allan bæ. Fjármálalæsi er ekki bara nauðsynlegt fyrir skattframtöl og húsnæðiskaup heldur er fjármálalæsi nauðsynlegur hluti af lýðræði nútímans. Við þurfum að skilja áhrif vaxta og vaxtavaxta í lýðræðislegri umræðu um verðtryggingu og lán. Við þurfum að þekkja skuldbindingar og ábyrgðir og við þurfum að fá að æfa okkur áður en við tökumst á við þær áskoranir í alvörunni. Þess vegna er tillaga ungmennaráðs nauðsynleg og góð. 

Lýðræði gerist ekki sjálfkrafa. Samfélagssáttmálinn byggist á samtali, samþykki og samvinnu. Eflum kennslu um lýðræði, heimspeki og samfélagsmál og þjálfun í gagnrýnni hugsun og lýðræðislegum vinnubrögðum á öllum skólastigum. Því lýðræðið er miklu meira en bara kosningar. Það snýst um virka þátttöku allra. Líka þeirra sem eru ekki með kosningarétt því framtíðin er þrátt fyrir allt þeirra. 
Gleðilega þjóðhátíð!

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...