Lokað á BIRK ─ aftur

Það gildir um flesta hluti að maður tekur ekki eftir því að þeir virki ekki nema maður þurfi að nota þá. Innanlandsflug hefur mikið verið til umræðu undanfarna mánuði einmitt vegna þess að vaxandi samstaða er um að það virki ekki. Efnahagslegur grundvöllur innanlandsflugs er takmarkaður, stofnanalegur strúktúr gallaður og innviðirnir eru að grotna niður. Það versta er að þeir sem bera ábyrgð á því að laga þetta ástand geta það ekki, sem skapar pirring og ásakanagleði á alla bóga.

Nokkrum sinnum í sumar hafa flugsamgöngur um Reykjavíkurflugvöll legið niðri að einhverju eða öllu leyti. Þeim sem hlusta á sjálfvirku ATIS-þjónustuna (sími 424 4225) bregður þá að heyra að lokað sé fyrir til dæmis almanna- og kennsluflug vegna manneklu. Stundum gengur það enn lengra, að ekki einu sinni áætlunarflug fær að fara um völlinn. Þannig geta óvænt veikindi eins flugumferðarstjóra raskað mikilli starfsemi með tilheyrandi tækifæris- og raunkostnaði.

Það er ekki við flugumferðarstjóranna sjálfa að sakast ─ þessi mannekla verður ekki til í tómarúmi. Isavia, sem rekur flugvöllinn, er gert að veita þessa þjónustu, en hefur ekki sérstök fjárráð til þess og hefur takmarkaðar heimildir til að ráðstafa tekjum af öðrum rekstri (t.d. hagnaði af Leifsstöð) til að tryggja að þjónusta flugvalla sé veitt. Sé einhver veikur þá eru ekki til peningar til að ræsa út staðgengil.

Vandamálið einskorðast auðvitað ekki við Reykjavíkurflugvöll. Viðhald lítilla lendingarstaða til dæmis verður að aukaatriði þrátt fyrir mikilvægi þeirra fyrir flugöryggi og þjálfun.

Isavia er opinbert hlutafélag, og er því rekið í hagnaðarskyni. En að taka út hagnað samræmist ekki alltaf markmiðum almannaþjónustu. Innanlandsflug hefur því verið olnbogabarn rekstursins, þar sem ekki nema lítill hluti þess ber nokkra arðsemi, og þá litla.

Hluti vandans kann að vera að Isavia er í eigu Fjármálaráðuneytisins, meðan það starfrækir innanlandsflugið eftir þjónustusamningi við Samgönguráðuneytið. Ef þessu fyrirkomulagi væri hrókerað gæti margt batnað. Skipun að ofan, hvort heldur í formi eigandastefnu eða útvíkkaðs þjónustusamnings, gæti leitt af sér meiri þjónustu bæði við almannaflug og aðrar tegundir flugs.

Önnur nálgun væri að færa flugrekstur og flugleiðsöguþjónustu burt frá Isavia, og láta í hefðbundnari ríkisstofnun sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að tryggja almannaþjónustu. Með þessu væri mögulegt að breyta lendingargjöldum og flugleiðsögugjöldum til að koma til móts við þær almenningssamgöngur sem fara um himininn.

Í öllu falli virðast allir sammála um að það er vandamál til staðar og að fullreynt sé að reyna að finna lausn eingöngu með greiðvikni og þolinmæði að vopni. Breytinga er þörf á tilhögun í fluggeiranum; margar hverjar koma fyrir í nýrri grænbók um framtíð flugs, en aðrar snúa að rekstri Isavia sjálfs. Því fyrr sem farið er í þær breytingar, því betra.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...