Litróf lýðræðisins

Með tilkomu mikilla tækniframfara og samfélagsmiðla þar sem samskiptin hafa færst frá augliti til auglits bak við tölvuskjá hefur svo margt breyst. Nágrannar hafa mikið til umbreyst í ókunnugt fólk, áhrifin erlendis frá eru meiri en nokkru sinni fyrr í síminnkandi heimi – og það er ekkert óeðlilegt að finna fyrir óöryggi.

Þetta hefur raðað fólki í fylkingar. Jafnvel óháð staðreyndunum og rökum með og á móti. Stundum er þörfin til að tilheyra einfaldlega yfirsterkari staðreyndum.

Þetta eru eðlilegar tilfinningar og þörfin er raunveruleg. En þetta getur reynst lýðræðinu hættulegt. Aukin pólarisering er ekki til þess fallin að ýta undir efnislega og málefnalega umræðu sem grundvöll ákvarðanatöku.

Mér finnst brýn ástæða til að reyna að bjóða annan valkost sem grefur ekki undan málefnalegri umræðu. Við þurfum að brúa gjánna. Hér er samtalið lykilatriði. Styrking lýðræðis skiptir öllu máli, að styðja við að stjórnmálafólk leggi við hlustir, að öll hafi tækifæri til að hafa áhrif. Við kjörnir fulltrúar vitum ekki allt best og þurfum á þér að halda til að vita hvernig okkar ákvarðanir móta þitt líf.

Þess vegna erum við í Reykjavíkurborg að vinna að okkar fyrstu lýðræðisstefnu til að efla samtalið milli fulltrúa borgarinnar og íbúa. Þess vegna höfum við verið að þróa áfram íbúaráðin í hverfum borgarinnar, til að styrkja þann vettvang fyrir raddir íbúa. Við viljum heyra frá þér. Í dag 1. september er frestur til að skila umsögnum um bæði mál inni á Betri Reykjavík!

Við þurfum að standa upp frá tölvuskjánum og horfast í augu við hvort annað. Taka samtalið. Muna að við erum bara fólk að gera okkar besta. Sýnum hvort öðru skilning, samkennd. Hlustum. Þannig getum við fetað veginn saman – sem skartar öllu litrófinu í stað störukeppni hins svarta og hvíta.

Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...