Píratar XP

Björn Leví Gunnarssonhttps://github.com/bjornlevi
Þingmaður Reykjavíkurkjördæmi suður

Kosningasvik!

Ég fór í Smáralindina að kjósa utankjörfundar um daginn. Ég var bara með símann á mér og ætlaði að nýta mér nýtt rafrænt ökuskírteini sem skilríki. En mér var vísað frá þar sem ég var ekki með nein önnur skilríki. Úr því varð lítil frétt. Í kjölfarið höfðu fjölmiðlar samband við dómsmálaráðuneytið sem lýsti því yfir að rafræn ökuskírteini bæri að taka gild sem skilríki þegar fólk kæmi að kjósa í alþingiskosningunum. Ég fór því í gær og gerði nákvæmlega það.

Frábært, ekki satt?

Ekki alveg. Í fyrradag birti tölvuöryggisfyrirtækið Syndis úttekt á innleiðingu rafrænna ökuskírteina á Íslandi og fjölluðu meðal annars um fýluferð mína á utankjörfund. Úttektin er ítarleg útlistun á því hvernig Stafrænt Ísland, átaksverkefni fjármálaráðuneytisins í innleiðingu á rafrænum lausnum í opinberri stjórnsýslu, hefði klúðrað grundvallar öryggismálum við gerð rafrænna ökuskírteina. Tölvulæs einstaklingur komist framhjá svokallaðri rafrænni undirskrift forritsins, breytt hverjum þeim upplýsingum sem hann vill og birt rafrænt ökuskírteini í síma sínum með þeim. Nær ómögulegt er að greina fölsuð ökuskírteini frá raunverulegum. Það tók starfsfólk Syndis um fimmtán mínútur að búa til ökuskírteini sem aðeins færustu sérfræðingar gætu greint sem falsað. Eigandi þess ökuskírteinis er Mikael Mús Walterson.

Það er þó til einföld lausn til að koma í veg fyrir þessar tegundir falsana, eins og stjórnvöldum hefur margoft verið bent á. Hún er sú að taka aðeins við rafrænum ökuskírteinum ef hægt er að skanna strikamerki ökuskírteinisins og bera saman við gagnagrunna hins opinbera. Heyrst hefur að Stafrænt Ísland sé með slíkt kerfi í burðarliðnum, en það er ekki tilbúið enn og var klárlega ekki til staðar þegar ég fór í gær og kaus.

Þrátt fyrir þessa augljósu galla á að hleypa fólki að kjörborðinu eftir að hafa veifað rafræna ökuskírteininu. Það er öllum ljóst að með því að leyfa skilríki sem hægt er að breyta fyrirvaralaust eru dómsmálaráðuneytið, Stafrænt Ísland og kjörstjórnir að bjóða upp á algjörlega nýja, einfalda og endurnýtanlega aðferð til kosningasvika. Stafrænu Íslandi er fullkunnugt um þessa galla og ég ætla að gera ráð fyrir að þær upplýsingar hafi komist til skila til dómsmálaráðuneytisins.

Stafrænt Ísland er löngu tímabært verkefni og ber að styðja hið opinbera í því að losa okkur öll við eyðublöð, biðtíma á skrifstofum ríkisins, ruglandi fyrirmæli og óþarfa símtöl. En það gildir það sama um rafræn ökuskírteini eins og aðgang að sjúkraskrám, upplýsingakerfum lögreglu, Auðkenni og kjörskrám. Öryggið verður að vera í fyrsta sæti. Falleg hönnun og þægilegt notendaviðmót skiptir engu ef notendur, jafnt einstaklingar sem stofnanir, geta ekki treyst gögnunum sem að baki þeim liggja.

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

SKRIFA ATHUGASEMD

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Greinar eftir sama höfund

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ólöglegar skerðingar?

Ég fékk mjög áhugaverða ábendingu um Tryggingastofnun (TR) í gær. Ég ætla að byrja á að biðjast...

Dýr eru dýrmæt í borgarsamfélaginu

Við í Reykjavíkurborg höfum ákveðið að sameina alla þjónustu við dýr í Dýraþjónustu Reykjavíkur sem staðsett verður...

Skiljum fortíðina og sköpum framtíðina

Opnunarræða á aðalfundi Pírata, 21. ágúst.Síðustu 18 mánuðir hafa einkennst af umróti. Daglegu lífi hefur verið snúið...

Píratar afhjúpuðu hláleg vinnubrögð Alþingis

Í gegnum tíðina hafi margir haft orð á því að starfshættir Alþingis séu afleitir og er undirritaður...

Spilling er pólítísk ákvörðun

Píratar berj­ast gegn spill­ingu vegna þess að þannig sköpum við betra og sann­gjarn­ara sam­fé­lag þar sem allir...

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...
X
X
X