Kosningasvik!

Ég fór í Smáralindina að kjósa utankjörfundar um daginn. Ég var bara með símann á mér og ætlaði að nýta mér nýtt rafrænt ökuskírteini sem skilríki. En mér var vísað frá þar sem ég var ekki með nein önnur skilríki. Úr því varð lítil frétt. Í kjölfarið höfðu fjölmiðlar samband við dómsmálaráðuneytið sem lýsti því yfir að rafræn ökuskírteini bæri að taka gild sem skilríki þegar fólk kæmi að kjósa í alþingiskosningunum. Ég fór því í gær og gerði nákvæmlega það.

Frábært, ekki satt?

Ekki alveg. Í fyrradag birti tölvuöryggisfyrirtækið Syndis úttekt á innleiðingu rafrænna ökuskírteina á Íslandi og fjölluðu meðal annars um fýluferð mína á utankjörfund. Úttektin er ítarleg útlistun á því hvernig Stafrænt Ísland, átaksverkefni fjármálaráðuneytisins í innleiðingu á rafrænum lausnum í opinberri stjórnsýslu, hefði klúðrað grundvallar öryggismálum við gerð rafrænna ökuskírteina. Tölvulæs einstaklingur komist framhjá svokallaðri rafrænni undirskrift forritsins, breytt hverjum þeim upplýsingum sem hann vill og birt rafrænt ökuskírteini í síma sínum með þeim. Nær ómögulegt er að greina fölsuð ökuskírteini frá raunverulegum. Það tók starfsfólk Syndis um fimmtán mínútur að búa til ökuskírteini sem aðeins færustu sérfræðingar gætu greint sem falsað. Eigandi þess ökuskírteinis er Mikael Mús Walterson.

Það er þó til einföld lausn til að koma í veg fyrir þessar tegundir falsana, eins og stjórnvöldum hefur margoft verið bent á. Hún er sú að taka aðeins við rafrænum ökuskírteinum ef hægt er að skanna strikamerki ökuskírteinisins og bera saman við gagnagrunna hins opinbera. Heyrst hefur að Stafrænt Ísland sé með slíkt kerfi í burðarliðnum, en það er ekki tilbúið enn og var klárlega ekki til staðar þegar ég fór í gær og kaus.

Þrátt fyrir þessa augljósu galla á að hleypa fólki að kjörborðinu eftir að hafa veifað rafræna ökuskírteininu. Það er öllum ljóst að með því að leyfa skilríki sem hægt er að breyta fyrirvaralaust eru dómsmálaráðuneytið, Stafrænt Ísland og kjörstjórnir að bjóða upp á algjörlega nýja, einfalda og endurnýtanlega aðferð til kosningasvika. Stafrænu Íslandi er fullkunnugt um þessa galla og ég ætla að gera ráð fyrir að þær upplýsingar hafi komist til skila til dómsmálaráðuneytisins.

Stafrænt Ísland er löngu tímabært verkefni og ber að styðja hið opinbera í því að losa okkur öll við eyðublöð, biðtíma á skrifstofum ríkisins, ruglandi fyrirmæli og óþarfa símtöl. En það gildir það sama um rafræn ökuskírteini eins og aðgang að sjúkraskrám, upplýsingakerfum lögreglu, Auðkenni og kjörskrám. Öryggið verður að vera í fyrsta sæti. Falleg hönnun og þægilegt notendaviðmót skiptir engu ef notendur, jafnt einstaklingar sem stofnanir, geta ekki treyst gögnunum sem að baki þeim liggja.

Upprunaleg birtingMorgunblaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...