Kjósum að kjósa

Hvað þýða öll þessi kosningaslagorð sem stjórnmálaflokkar nota fyrir kosningar? Sum slagorðin eru tvíræð, önnur tala beint til lesandans og enn önnur vísa til bæjarfélags eða staðhæfa eitthvað sem mörgum finnst jákvætt að lesa. Eru þau góð leið til að tala til kjósenda eða eru þau til að þjappa frambjóðendum og flokksbundnum saman?

Slagorðin hafa verið mýmörg í síðustu kosningum og eru hér í belg og biðu: „Þú skiptir máli, við lofum að hlusta á þig, valdið til þín, framtíðin er núna, heiðarleg stjórnmál. Vinnum saman, látum verkin tala, reynsla og þekking, traust forysta, samfélag fyrir alla, hvað vilja bæjarbúar? Árangur og ábyrgð. Settu X við okkur, okkar samfélag, göngum lengra, stöndum saman, ein heild, að sjálfsögðu. Gerum betur í Hafnarfirði. Árborg okkar allra, því framtíðin er í Kópavogi, fyrir Garðabæ.”

„Kveikjum á perunni. Lifandi bær – betri bær. Við getum gert það. Okkar málefni í þína þágu. Það skiptir máli hver stjórnar, skilum rauðu, gegn spillingu, traust efnahagsstjórn, land tækifæranna, gefðu framtíðinni tækifæri, lýðræði ekkert kjaftæði. Fólkið í forgang. Fyrir fólkið í bænum. Fólkið fyrst svo allt hitt, báknið burt, vertu memm. Bær fyrir alla. Skjóstu og kjóstu, við stöndum með þér, við boðum breytingar, gerum gott betra.“

En hvað þýðir þetta allt saman? Jú, hver stjórnmálaflokkur telur sig vera hæfastan til að hafa sína efstu fulltrúa í sveitarstjórn og slagorðin miðast við að flokkurinn komist til áhrifa og geti talið fólki trú um að þau nái árangri í bæjarmálum í takt við kosningarslagorð sitt. Í sumum tilfellum eru slagorðin einungis til skrauts.

Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum hefur farið minnkandi með árunum og var 67% á landsvísu árið 2018, í sumum bæjarfélögum mættu enn færri á kjörstað, t.d. í Hafnarfirði þar sem 58% kjósenda greiddu atkvæði. Þannig má draga þá ályktun að kosningaslagorðin séu ekki að virka til að auka lýðræðið, kannski hafa þau gagnstæð áhrif og fæla kjósendur frá, enda fólk orðið þreytt á innihaldslitlum staðhæfingum.

Píratar í Hafnarfirði hafa áhyggjur af þróuninni og því er kosningaslagorð Pírata í Hafnarfirði „Kjósum að kjósa“, sem er hvatning fyrir okkur öll að mæta á kjörstað, til að velja hver sína fulltrúa eða að skila auðu, fjöldi auðra atkvæða segir nefnilega táknræna sögu.

Albert Svan Sigurðsson, skipar þriðja sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði.

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...