Innviðauppbygging fyrir rafbíla

Nýskráðir bílar á árinu eru um 4.000 á Íslandi og þar af eru 37% rafbílar. Því er ljóst að rafbílavæðing er komin á fullan skrið. Tengitvinnbílar eru svo um 27% og því þarf allt að 64% nýinnfluttra bíla á hleðslustöðvum að halda.

Heimahleðslustöðvar eru besti kosturinn, en eru eðlilega algengastar í sérbýlum eða þar sem bílskúrar tilheyra íbúðum í fjölbýli. Það er hins vegar ljóst að rafbílaeign í venjulegum fjölbýlum fer stórvaxandi auk þess sem ferðafólk á rafbílum þarf að komast að hleðslustöðvum.

Fjölgun rafbíla kallar því á innviðauppbyggingu í formi hleðslustöðva sem þjóna almenningi ásamt átaki í uppsetningu hleðslustöðva við fjölbýli. Þar er Hafnarfjörður engin undantekning.

Brýn þörf er á hvötum til verslana, fyrirtækja og veitingastaða um að setja upp eða fjölga hleðslustöðvum fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Slík fyrirtæki sýna í verki umhverfislega og samfélagslega ábyrgð og auðvelda t.d. líf ferðafólks, sem og þeirra rafbílaeigenda sem eiga ekki kost á heimahleðslu. Samhliða þyrftu stofnanir og samkomustaðir í Hafnarfirði að setja upp hleðslustöðvar, þannig að hægt sé að stinga í samband meðan skotist er á fund eða í sund.

Stóra skrefið væri svo stigið með markvissri aðstoð við eigendur fjölbýlishúsa. Hvatinn hjá íbúum er þegar til staðar en þörf er á aðstoð hvað varðar upplýsingar um lög, reglur og styrki til uppsetningar hleðslustöðva. Þá þarf að liggja fyrir hve marga bíla er hægt að hlaða og hve hratt miðað við getu heimtauga, og í framhaldinu finna hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig. Ef til vill væri markvissast að þessi vinna væri á hendi sérhæfðs starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

Tæpast er raunhæft að breyta öllum heimastæðum í hleðslustæði, en slík hleðsla er þó alltaf besti kosturinn og ber að hafa sérstaklega í huga þar sem um er að ræða nýbyggingar og deiliskipulag byggðar.

Haraldur R. Ingvason,
oddviti Pírata í Hafnarfirði

Leifur Eysteinn Kristjánsson,
frambjóðandi í 7. sæti fyrir Pírata Í Hafnarfirði

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...