Ímyndum okkur

Píratinn Björn Gunnlaugsson situr í 3.sæti A-lista Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi

Ímyndum okkur sveitarfélag þar sem ákvarðanir eru byggðar á gögnum og þekkingu í stað pólitískra skoðana. Ímyndum okkur að þessar ákvarðanir séu teknar í samráði við bæjarbúa sem séu vel upplýstir á öllum stigum máls. Ímyndum okkur að ákvarðanir séu rökstuddar og að um þær ríki gegnsæi, þannig að bæjarbúar viti hvers vegna ákvarðanir eru teknar og hafi vettvang til að tjá skoðanir sínar á þeim. Ímyndum okkur jafnvel að sveitarfélagið hafi þá stefnu að taka ekki ákvarðanir nema að höfðu samráði við íbúana og að niðurstöðum samráðsins sé komið í framkvæmd. Ímyndum okkur að bæjaryfirvöld hlusti á raddir allra bæjarbúa.

Ímyndum okkur að í þessu sveitarfélagi sé bókhaldið opið svo skattgreiðendur sjái í hvað útsvarskrónunum er varið, við hverja sveitarfélagið semji og versli og hvað það greiði fyrir vörur og þjónustu. Ímyndum okkur líka að bæjarbúar geti komið athugasemdum á framfæri telji þeir að eitthvað megi betur fara og hlustað sé á þá, þeim svarað og málum komið í farveg. Ímyndum okkur að bæjaryfirvöld og bæjarbúar séu sammála um að rekstur sveitarfélagsins eigi að vera sjálfbær.

Ímyndum okkur að viðhorfin sem stjórnsýslan í sveitarfélaginu byggir á endurspeglist í skólakerfinu í bænum, að leik- og grunnskólar efli gagnrýna hugsun nemenda sem og læsi á breiðum grundvelli, þar með talið upplýsingalæsi, fjármálalæsi og fjölmiðlalæsi. Þar séu í boði fjölbreytt námstækifæri sem höfði til ólíkra áhugasviða nemenda, áhersla sé á samvinnu frekar en samkeppni í náminu og að velferð og öryggi nemenda sé grundvöllur alls skólastarfs. Komið sé til móts við ólíkar þarfir nemenda með sveigjanleikann að leiðarljósi, bæði hvað varðar skólatíma og skil skólastiga.

Ímyndum okkur að sveitarfélaginu sé stjórnað af fólki sem hefur sett sér skýrar siðareglur og tamið sér að forðast hvers konar hagsmunaárekstra. Ímyndum okkur að öll gögn sem ekki snerta persónugreinanlega hagsmuni einstaklinga séu opin, aðgengileg og ókeypis, svo bæjarbúar geti treyst því að stjórnsýslan taki ávallt mið af almannahagsmunum.

Væri ekki dálítið gott að búa í þannig sveitarfélagi?

Björn Gunnlaugsson
Aðstoðarskólastjóri, skólanefndarfulltrúi og frambjóðandi á A-lista
Framtíðarinnar

Upprunaleg birtingNesfréttir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...