Hvernig stjórnvöld klúðruðu sóttvarnahótelinu

Nú er mikið rætt um nauð­syn þess að allir sem komi til lands­ins fari á svo­kallað sótt­kví­ar­hót­el, eðli­lega. Í þeirri umræðu er fjallað þó nokkuð um ábyrgð Alþing­is, að það hafi ekki tek­ist að tryggja við­eig­andi heim­ildir og þar með hafi heilsu almenn­ings verið ógn­að. Ef málið er skoðað nán­ar, hins veg­ar, þar sem horft er í gegnum óná­kvæm ummæli og vill­andi upp­lýs­ingar þá sjáum við allt aðra mynd.

Byrjum á byrj­un­inni, frum­varpi heil­brigð­is­ráð­herra um opin­berar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir. Mark­mið frum­varps­ins eru sam­kvæmt flutn­ings­ræðu ráð­herra:

„Mark­mið frum­varps­ins er að skýra betur þau úrræði sem sótt­varna­læknir og heil­brigð­is­ráð­herra geta gripið til, vegna hættu á að far­sóttir ber­ist til eða frá Íslandi innan lands og hættu á útbreiðslu smits frá ein­stak­ling­um. Frum­varp­inu er ætlað að tryggja betur þau rétt­indi sem varin eru af stjórn­ar­skrá með því að kveða enn skýrar en nú er gert, á um það í lögum til hvaða ráð­staf­ana megi grípa til að skerða þessi rétt­indi, í hvaða til­vikum og með til­liti til með­al­hófs­sjón­ar­miða. Þannig er mark­miðið að tryggja enn betur að slíkar skerð­ingar styðj­ist við við­hlít­andi laga­heim­ild og séu ekki fram­kvæmdar nema í þágu almanna­hags­muna eða til verndar heilsu eða rétt­indum ann­arra.”

Eitt af þeim úrræðum sem ráð­herra vill geta gripið til er sótt­varn­ar­hús, en svona er fjallað um það í 12. gr. frum­varps­ins:

„Hafi ein­stak­lingur fall­ist á sam­starf um að fylgja reglum um ein­angrun eða sótt­kví, en í ljós kemur að hann hefur ekki fylgt þeim, getur sótt­varna­læknir ákveðið að hann skuli settur í sótt­kví eða ein­angrun á sjúkra­húsi eða í sótt­varna­húsi eða gripið til ann­arra við­eig­andi aðgerða.”

Þetta er það sem rík­is­stjórnin vildi geta gert, ef ein­stak­lingur getur ekki fylgt reglum um ein­angrun og sótt­kví er hægt að vísa honum á sjúkra­hús, í sótt­varn­ar­hús eða gripið til ann­ara við­eig­andi aðgerða (mjög opið). Lyk­il­at­riðið hérna er að ráð­herra og rík­is­stjórnin vildi að það væri bara hægt að grípa til þess­ara úrræða ef ekki væri hægt að fylgja reglum um ein­angrun eða sótt­kví. Ráð­herra minn­ist ann­ars ekki einu orði á sótt­varn­ar­hús í flutn­ings­ræðu sinni.

Í andsvörum var áhersla Pírata á til­lögu ráð­herra um heim­ild til útgöngu­banns, með þeirri spurn­ingu hvort það þyrfti í alvöru á þessu stigi máls­ins, mik­il­vægi eft­ir­lits­hlut­verks þings­ins – að þingið sé upp­lýst um ákvarð­ana­töku og for­sendur hennar með reglu­legra milli­bili og að lokum að fólk yrði ekki skikkað í ónæm­is­að­gerð. Úr varð að ákvæði um útgöngu­bann og skikk­aða ónæm­is­að­gerð voru fjar­lægð í breyt­ing­ar­til­lögu vel­ferð­ar­nefnd­ar. Upp­lýs­ingar um ákvarð­ana­töku og for­sendur hennar eru hins vegar enn af skornum skammti.

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins spurði svo hvort þessi breyt­ing muni gefa henni betri mögu­leika á að stöðva smit erlendis frá inn til lands­ins og svar ráð­herra var mjög áhuga­vert:

„Í raun og veru er ekki um auknar heim­ildir á landa­mærum að ræða með þess­ari breyt­ingu heldur kannski skýr­ari. Ég tek undir það og ég held að það sé mjög mik­il­vægt að þingið taki á þessu máli af mik­illi ábyrgð.“

Allt í lagi. Þingið á að taka á mál­inu af mik­illi ábyrgð. Með til­liti til þess er ræða Bryn­dísar Har­alds­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, mjög áhuga­verð. Þar spyr hún ráð­herra hvort þingið ætti mögu­lega að end­ur­skoða reglu­gerðir stjórn­valda. Ráð­herra sagði það vera and­stætt stjórn­venjum okk­ar, en er áhuga­vert í ljósi þess hvernig fór með reglu­gerð ráð­herra, eða eins og ráð­herra orð­aði það í umræðu um þing­mál­ið:

„Skárra væri það nú ef ráð­herra und­ir­rit­aði reglu­gerð án þess að reglu­gerð­ar­text­inn hefði fengið því­líka yfir­ferð í ráðu­neyt­un­um. Til þess eru ráðu­neyt­in. Og ráð­herra byggir sínar reglu­gerðir á gild­andi lög­um. Ég hélt að ég þyrfti ekki að fara sér­stak­lega yfir það.“

Reynslan sýnir okkur að fólk gerir mis­tök. Minn­is­blað dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins er líka athygl­is­vert í þessu til­liti. Spurn­ingin er þá, var það þingið sem klúðr­aði þessu máli? Reynum að svara því.

Í fyrstu umræðu máls­ins útskýrði Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, sjón­ar­hornið sem varð­aði heim­ildir sótt­varn­ar­læknis til þess að setja fólk í sótt­kví, sem er ein af við­bótum frum­varps­ins:

„Mér finnst það gott atriði ef verið er í þessu frum­varpi að færa þetta í átt­ina að því að vernda þetta stjórn­ar­skrár­bundna ákvæði. Þá er þetta bara eins og þegar lög­reglan hand­tekur fólk og þarf að bera það undir dóm­ara eins fljótt og verða má, það er eins og ef sagt er: Þú verður að fara í ein­angrun af sótt­varna­á­stæð­um. Þannig er það í lög­unum í dag, það verður að bera þetta undir dóm­ara. Það er ekki eins og fólk þurfi sjálft að hafa frum­kvæði að því að borga fyrir lög­mann og fara fyrir dóm­ara heldur er það er fram­kvæmd­ar­valdið sem verður að sinna því sjálft að fara með málið fyrir dóm­ara og þessi ein­stak­lingur getur komið fyrir dóm­ar­ann í því ferli. Þannig er það með 14. gr., hefur mér verið talin trú um. Mér sýn­ist frum­varpið ætla að láta það ná líka yfir 15. gr., þ.e. um sótt­kví, að það sem á við um ein­angrun í 14. gr. muni líka ná yfir sótt­kví í 15., eins og Páll Hreins­son leggur til.“

Þess­ari grein var ekki efn­is­lega breytt í með­förum þings­ins. Ekki var minnst einu orði á sótt­varn­ar­hús í fyrstu umræðu máls­ins. Þannig fór það til nefnd­ar.

Málið fór til nefndar í lok nóv­em­ber og kom úr nefnd í lok jan­úar með nokkrum breyt­ing­ar­til­lögum. Þær breyt­ing­ar­til­lögur sem vörð­uðu sótt­varna­hús voru tvær. Ann­ars vegar að skil­greina hvað sótt­varna­hús væri: „Staður þar sem ein­stak­ling­ur, sem ekki á sama­stað á Íslandi eða getur af öðrum sökum ekki eða vill ekki ein­angra sig í hús­næði á eigin veg­um, getur verið í sótt­kví eða ein­angrun vegna gruns um að hann sé smit­aður af far­sótt eða ef stað­fest er að svo sé“ – sem er í full­komnu sam­ræmi við mark­mið stjórn­valda um að sótt­varna­hús væri notað fyrir fólk sem gæti ekki fram­fylgt reglum um sótt­kví eða ein­angr­un. Hin breyt­ingin var skýr heim­ild til stjórn­valda til þess að opna sótt­varna­hús: „Að opna sótt­varna­hús á vegum stjórn­valda, eftir því sem þörf þykir vegna far­sótta.“

Það er alger­lega aug­ljóst á þessum gögnum máls­ins að þingið gerði nákvæm­lega ekk­ert til þess að skemma fyrir því sem stjórn­völd ætl­uðu sér að gera með frum­varp­inu frá byrj­un. Afurð þings­ins var efn­is­lega eins og stjórn­völd lögðu upp með, rík­is­stjórnin fékk nákvæm­lega þær heim­ildir sem hún bað um varð­andi sótt­varna­hús. Þá má kannski spyrja, átti þingið að veita rík­is­stjórn­inni meiri heim­ild­ir? Af hverju? Á hvaða for­send­um? Þingið fær ekki þær upp­lýs­ingar sem rík­is­stjórnin fær og hefur ekki for­sendur til þess að leggja til aðgerð­ir. Ef aðstæður breytt­ust á þessum tveimur mán­uðum sem þingið var að vinna málið þá er það alltaf rík­is­stjórnin sem kemur með til­lögur að breyt­ingum sem þingið vegur þá og met­ur. Eins og áður var sagt, þá var til dæmis fellt brott ákvæði um útgöngu­bann. Það var ekki talin nauð­syn­leg heim­ild fyrir stjórn­völd á þeim tíma. En ef það hefði átt að veita meiri heim­ildir til notk­unar á sótt­varna­húsum þá þurfti frum­kvæðið að því, útskýr­ingin á þörf­inni, að koma frá stjórn­völd­um.

Þegar allt kemur til alls þá krist­all­ast vand­inn í orðum eins stjórn­ar­þing­manns, Höllu Signýjar Krist­jáns­dótt­ur:

„Ég hef verið þeirra skoð­unar að mik­il­vægt sé að skjóta laga­stoð undir reglu­gerð um sótt­varn­ar­húsin sem skyldar alla sem ferð­ast til lands­ins í sótt­varn­ar­hús. Hins­vegar hefur ekki náðst sam­staða innan rík­is­stjórn­ar­innar um það og ekki heldur innan vel­ferð­ar­nefndar sem ég sit í.“

Það er nefni­lega með ólík­indum að ári seinna erum við enn að sjá fálm­kenndar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar gegn far­aldr­in­um. Það virð­ist vera ómögu­legt að fá skýrar til­lögur frá rík­is­stjórn­inni sem leggja fyrir okkur fyr­ir­sjá­an­lega áætlun um hvernig við komumst út úr far­aldr­inum og efna­hags­legum afleið­ingum hans. Þegar við fáum svo til­lögur og þingið afgreiðir þær til stjórn­valda þá geta þau ekki einu sinni farið eftir eigin til­lög­um.

Svo við klárum að svara fyrstu spurn­ing­unni, hvernig klúðr­uðu stjórn­völd sótt­varn­ar­hús­inu?

Með því að biðja um heim­ild til þess að nota sótt­varn­ar­hús en gera svo eitt­hvað allt annað en beðið var um. Hvers vegna það var ekki beðið um heim­ild fyrir því sem átti að gera kemur nákvæm­lega ekk­ert á óvart þegar við­brögð stjórn­valda við þessum far­aldri eru skoð­uð. Við­brögðin eru fálm­kennd, sein og óná­kvæm. Ástæðan fyrir því er af því að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir eru ekki sam­mála um hvað þarf að gera. Þess vegna tekur of langan tíma að kom­ast að nið­ur­stöðu og þess vegna eru aðgerð­irnar sam­heng­is­laus­ar. Hvergi sést það betur en í þessu máli.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...