Hvað er að frétta af Pírötum?

Ef Píratar hyrfu á morgun yrðu eftirmæli þeirra á þann veg að þeir hefðu á sínum skamma ferli náð að setja varanlegt mark á íslensk stjórnmál. Þeir hefðu verið kærkominn valkostur við gamla fjórflokkinn og þeir hefðu hent hinni úreltu vinstri/hægri skilgreiningu. Þeir hefðu ekki tengst neinum hagsmunaöflum og verið lausir við spillingu. Þeir hefðu stundað fagleg vinnubrögð, tekið upplýstar ákvarðanir og borið ábyrgð á þeim. Þeir hefðu aukið gegnsæi í stjórnsýslu og fjármálum, eflt réttindi einstaklingsins og valdeflt þá sem veikar hefðu staðið. Þeir hefðu staðið vörð um einstaklingsfrelsi, tjáningarfrelsi og mannréttindi í hvívetna. Þeir hefðu beitt sér fyrir auknu aðgengi borgarana að upplýsingum sem þá snerta og gert sitt besta til að efla þátttöku almennings í ákvarðanatöku með auknu borgaralýðræði.

En þótt ýmsir óski þess væntanlega heitt, þá hverfa Píratar ekki á morgun. Þess í stað má sjá Pírata víðar en nokkru sinni. Það er vegna þess að það er þörf fyrir Pirata. Þessi þörf er m.a. tilkomin vegna þess að þrátt fyrir loforð um bót og betrun í kjölfar hrunsins fyrir áratug síðan, er gamla Íslenska pólitíkin, pólitík leyndar og spillingar enn stunduð af fullum krafti. Pólitík þar sem gamlir flokkar stilla sé upp á ímynduðum ás og treysta á fagurgala, flokkshollustu og gullfiskaminni. Gamlir flokkar sem þrífast á að etja saman hagsmunum, landshlutum og málefnum til þess að reyna að tryggja eign áhrif.

Það er nefnilega allt gott að frétta af Pírötum. Raunar svo gott að nú gefst stærstum hluta landsmanna kostur á að kjósa þá í sínu sveitarfélagi. Píratar eru með byr í seglin sökum þess að stór hluti landsmanna hefur fengið nóg af vinnubrögðum gömlu pólitíkurinnar. Píratar hafa aflað sér trausts með heiðarlegri framgöngu hvar sem þeir koma fram og hafa sýnt í verki að þeim er alvara með stefnumálum sínum.

Haraldur R. Ingvason skipaði 5. sæti á lista Pírata í Hafnarfirði 2018.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...