Hugvekja á alþjóðlegum degi geðheilbrigðis

Stutt er síðan Alþingi samþykkti loksins að fullgilda Sanning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég fagna því mikilvæga skrefi en vill þó vekja athygli á því að við erum órafjarri því að geta að fullu löggilt samninginn. Íslensk lög eru nefnilega mörg hver í öskrandi mótsögn við kröfur samningsins.

Í tilefni alþjóðlegs dags um geðheilbrigði langar mig að deila með ykkur nokkrum ákvæðum í íslenskum lögum sem beinlínis heimila grafalvarleg mannréttindabrot gagnvart fólki með geðsjúkdóma.

Vissuð þið til dæmis að fóstureyðingarlöggjöfin gerir ráð fyrir því að lögráðamaður getur neytt ólögráða konu í fóstureyðingu?

Þvingaðar fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir vegna fötlunar er meðferð sem sérlegur sendiboði Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir að feli í sér pyndingar.

Fóstureyðingarlöggjöfin okkar árið 2016 gerir ekki ráð fyrir andmælarétti ólögráða konu hvers lögráðamaður ákveður að senda í fóstureyðingu. Hún gerir ekki ráð fyrir því að kona sem svipt hefur verið lögræði hafi rétt til þess að ráða yfir eigin líkama og frjósemi. Ólögráða konur hafa ekki einu sinni lagaleg úrræði til þess að skipta um lögráðamann. Árið er 2016 og lögin okkar heimila þvingaða fóstureyðingu á grundvelli fötlunar. Árið er 2016 og það var fyrst í ár sem lögræðislögin okkar tóku fyrir að dæmdir kynferðisafbrotamenn væru skipaðir lögráðamenn.

Vissuð þið að árið 2016 gera lögræðislögin okkar enn þá ráð fyrir því að geðsjúkdómur sé nægjanlegt tilefni til frelsissviptingar?

Eina skilyrði nauðungarvistunar í lögunum okkar í dag er að læknir líti svo á að maður þjáist af alvarlegum geðsjúkdómi, verulegar líkur séu á að svo sé, eða að ástandi manns sé svo háttað að því megi líkja við alvarlegan geðsjúkdóm. Semsagt, ef þú gætir mögulega verið með alvarlegan geðsjúkdóm eða hagar þér þannig þá má svipta þig frelsinu. Loka þig inni. Án þess að þú hafir gert neitt af þér. Án þess að nokkrum manni stafi nokkur einasta ógn af þér. Þetta segja lögin okkar árið 2016.

Evrópunefnd gegn pyndingum hefur bent íslenskum stjórnvöldum á að þessi lög standist ekki lágmarksskröfur um vernd gegn pyndingum og annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð allt frá fyrstu heimsókn nefndarinnar árið 1994. Stjórnvöld hafa því vitað af grafalvarlegum galla á lögræðislögunum í 22 ár án þess að hafa aðhafst nokkuð til þess að bregðast við því. Árið er 2016 en lögin okkar gera ennþá ráð fyrir því að geðsjúkir njóti ekki réttar til frelsis til jafns við aðra.

Vissir þú að ef að sýslumaður heimilar nauðungarvistun gefur það yfirlækni grænt ljós á að beita hinn nauðungarvistaða hvers kyns læknis- eða lyfjameðferð án samþykkis?

Lögræðislögin okkar gera ekki ráð fyrir því að nauðungarvistaðir hafi nokkuð val um þá meðferð sem þeir sæta í varðhaldi. Þau krefjast þess ekki einu sinni að þvinguð meðferð sé nauðsynleg til verndar lífi og heilsu sjúklingsins eða annarra. Evrópunefnd gegn pyndingum hefur beint þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að heimild lögræðislaga til þvingaðrar meðferðar sé allt of rúm og að úr þessu verði að bæta, aftur frá árinu 1994. Sérlegur sendiboði Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur nú lýst því yfir að þvinguð meðferð feli alltaf í sér vanvirðandi og ómannúðlega meðferð og valdi hún alvarlegum sársauka eða þjáningu geti hún jafnvel talist pyndingar.

Árið er 2016 en lögin okkar líta ennþá svo á að hafir þú verið sviptur frelsi vegna geðsjúkdóms, þá megi líka svipta þig mannhelginni og rétti þínum til þess að samþykkja eða hafna læknis- og lyfjameðferð.
Árið er 2016 og við höfum stigið stór skref; fullgilt Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks; opnað umræðuna um geðheilbrigðismál og minnkað fordóma gagnvart fólki með geðsjúkdóma. En við eigum enn langt í land til þess að tryggja mannréttindi fólks með geðsjúkdóma til jafns við aðra.

Fyrst og fremst verðum við að leggja niður lögræðissviptingar og bjóða fólki þess í stað stuðning við ákvarðanatöku. Við verðum að breyta lögum sem heimila frelsissviptingu vegna geðsjúkdóms. Við verðum að koma á fót sjálfstæðri stofnun sem hefur eftirlit með öllum þeim stofnunum sem hafa umsjá með frelsissviptum einstaklingum. Við verðum að afnema lög sem leyfa þvingaða meðferð vegna geðsjúkdóms. Síðast en ekki síst, þá verðum við að afnema yfirráðarétt lögráðamanna yfir æxlunarfærum ólögráða kvenna!

Upprunaleg birtingKvennablaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...