Hönnunarbærinn Hafnarfjörður

Hafnarfjörður er æði, það vitum við öll. Notalegur bæjarbragur, nánd við hafið og fjöldi lítilla og skemmtilegra þjónustufyrirtækja hafa skapað þá stemmingu um árabil og þannig hefur þetta verið lengi. Þegar Sædýrasafnið var og hét voru apar, ljón og ísbirnir einkenni Hafnarfjarðar. Síðar snérust vindar meira í átt að álfum, hrauni og víkingum. Myndrænar tengingar sem þessar lifa enn í hjörtum og hugum bæjarbúa og sýna að fleiri tækifæri verða til þegar sköpunargáfum íbúa er flaggað.

Nú fjölgar Hafnfirðingum og bærinn dreifir úr sér umhverfis Ásfjallið og von er á Tækniskólanum að suðurhöfninni. Fleiri þjónustuíbúðir aldraðra og nýtt skipulag í Hraunahverfinu eru einnig á dagskrá. Ekki má gleyma því að flestir flugfarþegar sem koma til Íslands um Leifsstöð fara í gegnum Hafnarfjörð á leiðinni til annarra landshluta og svo oftast á bakaleiðinni.

Með fjölgun ferðamanna og íbúa er eðlilegt að Hafnarfjörður verði áfram eftirsóknarverður kostur fyrir þá sem kjósa að heimsækja bæinn eða flytja í hann. Ferðafólk leitar gjarnan að fjölbreytni í menningu, hönnun og listum sem má njóta á staðnum eða kaupa og taka með sér heim. Því er nauðsynlegt að skoða hvernig Hafnarfjörður getur stutt við hönnunariðnað, listir og smáverslun í Hafnarfirði og stuðlað þar með að áframhaldandi sérstöðu bæjarins sem hönnunar- og listabæ.

Píratar vilja efla menningar- og tómstundastarf fyrir ungt fólk á öllum aldri og finna upp hvata fyrir skapandi greinar með tækifærum til að stunda hannyrðir, hönnun og listir sem geta leitt til áhugaverðra tækifæra fyrir bæjarbúa og gesti. Góð byrjun væri að efna til Barnamenningarhátíðar í Hafnarfirði og tryggja áframhaldandi rekstur Gaflaraleikhússins. Einnig þarf bærinn að bjóða upp á húsnæði og rými þar sem íbúum gefst kostur á að iðka, sýna og selja sköpunarverk sín, því slíkt mun gera Hafnarfjörð betri til framtíðar.

Albert Svan Sigurðsson og Hallur Guðmundsson, frambjóðendur í 3. og 10. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...