Holurnar í Hafnarfirði

Í Bítlalaginu A day in a life er sungið um að það hafi verið fjögur þúsund holur í iðnaðarbænum Blackburn í Englandi, einhver hafði talið þær allar. Holufyllingar hafa löngum verið hugleiknar Pírötum, bæði lét fyrrum malbikunarmaður sem gerðist þingmaður Pírata það eftir sér að fylla nokkrar ljótar holur í malbikinu í Reykjavík árið 2015 og þá hafa Píratar sóst eftir því að tannlæknaþjónusta verði sett undir sjúkratryggingar, m.a. til að fækka holum í tönnum fólks, sem er mikilvægt í stóra samhenginu. 

Ekki eru Píratar þó búnir að telja holurnar í götunum í Hafnarfirði eins og gert var í Englandi, en allir sem aka eða hjóla um bæinn lenda daglega í nokkrum slíkum á leið sinni. Vissulega fjölgar holum á hverjum vetri þar sem veðurgyðjurnar og umferðarþunginn valda álagi og sliti á götum. En eftir því hefur þó verið tekið að í sumarlok er enn hellingur af óviðviðgerðum holum og misfellum á götum bæjarins. 

Best væri að komið verði á hvata fyrir verktaka til þess að leggja malbik sem dugar í meira en eitt ár, eins og nú er oft skrifað í útboðsgögnum. Þetta má laga með því að setja allt að 5 ára ábyrgð í útboðskröfur á malbikunarframkvæmdum í Hafnarfirði. Þá vanda malbikarar betur til verka eða sinna útköllum til lagfæringa á samningstímanum.

Í framhaldi af því mætti einnig skoða fýsileika þess halda úti vinnuhópi sem sér um viðhald og þrif á stéttum og stígum bæjarins allt árið, s.s. holuviðgerðir, lagfæringar göngustíga og hjólastíga, laufhreinsun á haustin, snjómokstur á veturna, rykhreinsun á sumrin o.s.frv. Það eru í Í raun til góð dæmi um þessa tilhögun í bæjum á Norðurlöndunum, enda eru meiri líkur á að samgöngumannvirki séu vel hirt ef tiltekinn verktaki ber ábyrgð á að sinna þeim. 

Albert Svan Sigurðsson og Leifur Eysteinn Kristjánsson, frambjóðendur í 3. og 7. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...