Píratar XP

Holurnar í Hafnarfirði

Í Bítlalaginu A day in a life er sungið um að það hafi verið fjögur þúsund holur í iðnaðarbænum Blackburn í Englandi, einhver hafði talið þær allar. Holufyllingar hafa löngum verið hugleiknar Pírötum, bæði lét fyrrum malbikunarmaður sem gerðist þingmaður Pírata það eftir sér að fylla nokkrar ljótar holur í malbikinu í Reykjavík árið 2015 og þá hafa Píratar sóst eftir því að tannlæknaþjónusta verði sett undir sjúkratryggingar, m.a. til að fækka holum í tönnum fólks, sem er mikilvægt í stóra samhenginu. 

Ekki eru Píratar þó búnir að telja holurnar í götunum í Hafnarfirði eins og gert var í Englandi, en allir sem aka eða hjóla um bæinn lenda daglega í nokkrum slíkum á leið sinni. Vissulega fjölgar holum á hverjum vetri þar sem veðurgyðjurnar og umferðarþunginn valda álagi og sliti á götum. En eftir því hefur þó verið tekið að í sumarlok er enn hellingur af óviðviðgerðum holum og misfellum á götum bæjarins. 

Best væri að komið verði á hvata fyrir verktaka til þess að leggja malbik sem dugar í meira en eitt ár, eins og nú er oft skrifað í útboðsgögnum. Þetta má laga með því að setja allt að 5 ára ábyrgð í útboðskröfur á malbikunarframkvæmdum í Hafnarfirði. Þá vanda malbikarar betur til verka eða sinna útköllum til lagfæringa á samningstímanum.

Í framhaldi af því mætti einnig skoða fýsileika þess halda úti vinnuhópi sem sér um viðhald og þrif á stéttum og stígum bæjarins allt árið, s.s. holuviðgerðir, lagfæringar göngustíga og hjólastíga, laufhreinsun á haustin, snjómokstur á veturna, rykhreinsun á sumrin o.s.frv. Það eru í Í raun til góð dæmi um þessa tilhögun í bæjum á Norðurlöndunum, enda eru meiri líkur á að samgöngumannvirki séu vel hirt ef tiltekinn verktaki ber ábyrgð á að sinna þeim. 

Albert Svan Sigurðsson og Leifur Eysteinn Kristjánsson, frambjóðendur í 3. og 7. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X