Fjöldatakmarkanir hins opinbera

Nei, þetta er ekki pist­ill um hversu margir geta verið í kirkju eða safni á sama tíma. Þetta er pist­ill um fjölda­tak­mark­anir á sam­búð. Í dag birtu Píratar til­lögu og beiðni um sam­ráð um end­ur­skoðun á hjú­skap­ar­lögum þannig að hjú­skapur og skráð sam­búð geti átt við um fleiri en tvo ein­stak­linga, skylda sem óskylda. 

Fyrir um ára­tug var hjú­skap­ar­lögum breytt þannig að hjú­skapur eða skráð sam­búð væri á milli tveggja ein­stak­linga óháð kyni. Hér er bætt við að slíkur samn­ingur sé óháður fjölda­tak­mörk­unum af hálfu hins opin­bera. Þrír í hjú­skap? Af hverju ekki? Fjórar að ætt­leiða sam­an? Af hverju ekki? Fimm í sam­búð sem bera sam­eig­in­lega ábyrgð á leigu­samn­ingi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samn­inga?

Umræðan fer mögu­lega í sögu­legar vanga­veltur um fjöl­kvæni og inn á trú­ar­legar braut­ir. Barn á bara tvo líf­fræði­lega for­eldra og það stjórnar því hvað hjú­skapur eða skráð sam­búð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær tak­mark­an­ir. Börn eiga alls konar for­eldra: Líf­fræði­lega for­eldra, fóst­ur­for­eldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða and­lát, tvo pabba eða tvær mæð­ur. Og af hverju ekki þrjár sam­kvæmt hjú­skap­ar- eða ætt­leið­ing­ar­lög­um?AUGLÝSING

Aukin þekk­ing á kyn­vit­und og kyn­hneigð und­ir­strikar fjöl­breyti­leika mann­fólks­ins. Það eru líka til sam­bönd milli tveggja eða fleiri ein­stak­linga sem eru ekki kyn­ferð­is­leg á neinn hátt. For­sendur sam­búðar eftir kyn­vit­und eða kyn­hneigð koma lög­gjaf­anum ekki við.

Rík­is­varðar hefð­ir?

Við setjum ýmsar sam­fé­lags­venjur í lög: Hvaða nafn fólk má bera, hvaða trú­ar­söfn­uður er þjóð­kirkja og hvernig það mátti ekki spila bingó á pásk­un­um. Ef til vill eru þetta góðar og gildar hefðir en til hvers þurfa góðar hefðir lög­vernd­un? 

Til­laga um að hjú­skapur og sam­búð geti verið milli tveggja eða fleiri ein­stak­linga, óháð skyld­leika, breytir í raun engum hefð­um. Ein­ungis er skil­greint að samn­ingar milli ein­stak­linga um ákveðna ábyrgð, skyldur og rétt­indi geti verið milli fleiri en tveggja. Auð­vitað ættu slíkir samn­ingar að geta verið milli allra þeirra sem vilja gera slíkan samn­ing – ekki tak­mörkum við aðra samn­inga við ein­ungis tvo ein­stak­linga. Þrjár systur geta keypt saman hús en mega sam­kvæmt núver­andi lögum ekki vera skráðar í sam­búð í því húsi og geta ekki nýtt sér þau rétt­indi sem það hefði í för með sér.

Ég skil vel að þessi til­laga vefj­ist fyrir sum­um, á sama hátt og ein­hverjum finnst enn flókið að hjú­skapur geti verið milli tveggja ein­stak­linga óháð kyni. Það er skoðun og er fólki frjálst að haga sínum hjú­skap sam­kvæmt þeirri sann­fær­ingu sinni. Skoðun eins á hins vegar ekki að hafa áhrif á hjú­skap­ar­á­kvörðun ann­arra, hvað þá með hjálp rík­is­valds­ins.

Ég vil hvetja öll til að segja skoðun sína á þess­ari til­lögu, koma með ábend­ingar og athuga­semd­ir. Það er hægt að gera með því að smella hér, þar sem jafn­framt má finna nán­ari upp­lýs­ing­ar.

Upprunaleg birtingKjarninn

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...