Píratar XP

Fjöldatakmarkanir hins opinbera

Nei, þetta er ekki pist­ill um hversu margir geta verið í kirkju eða safni á sama tíma. Þetta er pist­ill um fjölda­tak­mark­anir á sam­búð. Í dag birtu Píratar til­lögu og beiðni um sam­ráð um end­ur­skoðun á hjú­skap­ar­lögum þannig að hjú­skapur og skráð sam­búð geti átt við um fleiri en tvo ein­stak­linga, skylda sem óskylda. 

Fyrir um ára­tug var hjú­skap­ar­lögum breytt þannig að hjú­skapur eða skráð sam­búð væri á milli tveggja ein­stak­linga óháð kyni. Hér er bætt við að slíkur samn­ingur sé óháður fjölda­tak­mörk­unum af hálfu hins opin­bera. Þrír í hjú­skap? Af hverju ekki? Fjórar að ætt­leiða sam­an? Af hverju ekki? Fimm í sam­búð sem bera sam­eig­in­lega ábyrgð á leigu­samn­ingi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samn­inga?

Umræðan fer mögu­lega í sögu­legar vanga­veltur um fjöl­kvæni og inn á trú­ar­legar braut­ir. Barn á bara tvo líf­fræði­lega for­eldra og það stjórnar því hvað hjú­skapur eða skráð sam­búð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær tak­mark­an­ir. Börn eiga alls konar for­eldra: Líf­fræði­lega for­eldra, fóst­ur­for­eldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða and­lát, tvo pabba eða tvær mæð­ur. Og af hverju ekki þrjár sam­kvæmt hjú­skap­ar- eða ætt­leið­ing­ar­lög­um?AUGLÝSING

Aukin þekk­ing á kyn­vit­und og kyn­hneigð und­ir­strikar fjöl­breyti­leika mann­fólks­ins. Það eru líka til sam­bönd milli tveggja eða fleiri ein­stak­linga sem eru ekki kyn­ferð­is­leg á neinn hátt. For­sendur sam­búðar eftir kyn­vit­und eða kyn­hneigð koma lög­gjaf­anum ekki við.

Rík­is­varðar hefð­ir?

Við setjum ýmsar sam­fé­lags­venjur í lög: Hvaða nafn fólk má bera, hvaða trú­ar­söfn­uður er þjóð­kirkja og hvernig það mátti ekki spila bingó á pásk­un­um. Ef til vill eru þetta góðar og gildar hefðir en til hvers þurfa góðar hefðir lög­vernd­un? 

Til­laga um að hjú­skapur og sam­búð geti verið milli tveggja eða fleiri ein­stak­linga, óháð skyld­leika, breytir í raun engum hefð­um. Ein­ungis er skil­greint að samn­ingar milli ein­stak­linga um ákveðna ábyrgð, skyldur og rétt­indi geti verið milli fleiri en tveggja. Auð­vitað ættu slíkir samn­ingar að geta verið milli allra þeirra sem vilja gera slíkan samn­ing – ekki tak­mörkum við aðra samn­inga við ein­ungis tvo ein­stak­linga. Þrjár systur geta keypt saman hús en mega sam­kvæmt núver­andi lögum ekki vera skráðar í sam­búð í því húsi og geta ekki nýtt sér þau rétt­indi sem það hefði í för með sér.

Ég skil vel að þessi til­laga vefj­ist fyrir sum­um, á sama hátt og ein­hverjum finnst enn flókið að hjú­skapur geti verið milli tveggja ein­stak­linga óháð kyni. Það er skoðun og er fólki frjálst að haga sínum hjú­skap sam­kvæmt þeirri sann­fær­ingu sinni. Skoðun eins á hins vegar ekki að hafa áhrif á hjú­skap­ar­á­kvörðun ann­arra, hvað þá með hjálp rík­is­valds­ins.

Ég vil hvetja öll til að segja skoðun sína á þess­ari til­lögu, koma með ábend­ingar og athuga­semd­ir. Það er hægt að gera með því að smella hér, þar sem jafn­framt má finna nán­ari upp­lýs­ing­ar.

Upprunaleg birtingKjarninn

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Þegar spennan trompar sann­leikann

Kosningabarátta getur tekið á taugarnar. Frambjóðendur þjóta um allan bæ á hina ýmsu viðburði, ganga í hús,...

Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði

Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar...

Má brjóta kosninga­lög?

Friðsamleg og lýðræðisleg skipti valdhafa er grundvöllur okkar samfélags og í raun allra vestrænna og margra annarra...

Meirihlutasáttmáli í atkvæðagreiðslu

Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík var kynntur á blaðamannafundi við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal...

Hefði Garðabæjarlistinn átt að fá þrjá bæjarfulltrúa í stað tveggja?

Það þarf ekki mikið út af að bregða í fram­kvæmd kosn­inga, til að úr verði afdrifa­rík breyt­ing...

Kosningasigri fagnað í Tortuga!

Sveitarstjórnarkosningar eru afstaðnar og kominn tími til að fagna okkar mögnuðu grasrót, frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem gerðu...

Tíu þúsund þakkir

Píratar vilja þakka öllum sem studdu við framboðin okkar á Akureyri, Hafnarfirði, Ísafirði, Kópavogi, Reykjanesbæ, Reykjavík og...

Kosningakaffi á kjördag!

Píratar í Reykjavík verða með kosningakaffi í höfuðstöðvum flokksins Tortuga (Síðumúla 23). Við hvetjum fólk til að...
X
X
X