Hið fjöruga og fjölbreytta 2022

Nú er þetta langa og skrýtna ár senn á enda og tímabært að líta yfir farinn veg. Það virðist einhvern veginn óralangt síðan við bjuggum við ströng sóttvarnarfyrirmæli með tíu manna samkomutakmörkunum en samt var það nú í upphafi þessa árs.

Með vorinu fór svo flest að færast í fyrra horf og við sveitarstjórnarfulltrúar fórum á flug í kosningabaráttu, sem er alltaf blómlegur tími í starfi stjórnmálaflokka. Það skapast svo mikil stemning, nýtt fólk kemur inn í flokksstarfið, eldri félagar mæta og ganga í hin ýmsu störf sem þarf að manna. Það er einhver ólýsanleg orka og gleði sem einkennir þennan tíma. Nándin milli stjórnmálanna og bæjarbúa er aldrei meiri og við leggjum línurnar í áherslumálum okkar fyrir næstu fjögur árin með aðkomu allra sem hafa áhuga á að taka þátt. Við Píratar í Kópavogi jukum fylgi okkar um 40% frá kosningunum 2018. Ég er mjög stolt af þeim árangri, okkar góða hópi fólks, og þakklát fyrir traustið.

Við Píratar erum hér vegna þess að við viljum stuðla að auknu lýðræði og að því að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks og hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi.

Beygt af góðri braut

Því miður sáum við afturför í stefnumiðuðum vinnubrögðum í fjárhagsáætlunarvinnunni í haust. Eftir sjö ára hefð fyrir því að vinna áætlunina í þverpólitískri sátt var útséð með áframhald á því fyrirkomulagi, í það minnsta í þetta skiptið.

Á síðasta kjörtímabili lögðum við upp í víðtæka stefnumótun allra sviða, með aðkomu bæði starfsfólks og kjörinna fulltrúa, og í framhaldinu voru unnar aðgerðaráætlanir með mælanlegum markmiðum. Þessi hugmyndafræði felur í sér að fylgjast með þróun mála, meta árangur, og taka svo tillit til útkomunnar í fjárhagsáætlun næsta árs hverju sinni: Gagnadrifin ákvarðanataka.

Í stað þess að halda áfram á þeirri góðu vegferð voru nú tillögur að nýjum aðgerðum ekki rökstuddar með vísan í mat á árangri áætlana síðasta árs heldur hafði málefnasamningur meirihlutaflokkanna augljóslega verið lagður til grundvallar, og það áður en minnihlutaflokkarnir fengu sæti við borðið.

Vonsvikin en bjartsýn

Eftir heila viku af fundum þar sem við gerðum ítrekað athugasemdir við fyrirkomulagið, en mættum litlum skilningi, sögðu allir fulltrúar minnihlutans sig því frá þessu sýndarsamstarfi.

Það er sorglegt að sjá fjara undan þeirri hugsun að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rökum – hugmyndinni um að horfa til lengri tíma en fjögurra ára í senn. Ég er sannfærð um að sú aðferðarfræði skili Kópavogsbúum alltaf betri niðurstöðu.

Ég vel hins vegar að fara bjartsýn inn i nýja árið með hækkandi sól og von um betri vinnubrögð. Ég hlakka til að halda áfram að vinna í þágu íbúa Kópavogsbæjar á nýja árinu. Við munum halda áfram að fara vel með traustið sem okkur var falið og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera bæinn okkar að réttlátara, opnara og heiðarlegra samfélagi. Mínar bestu óskir um að þið megið eiga notalegar stundir með ykkar nánustu yfir hátíðirnar!

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...