Heilbrigð höfnun

Í pólitík er til tvenns konar samstarf. Annars vegar valdasamstarf og hins vegar málefnasamstarf. Enginn hefur nokkurn tíma útilokað samstarf um einstaka málefni. Valdasamstarf er allt annað mál. Flokkar sem hafa sýnt að þeir kunna ekki að fara með völd eiga ekkert erindi í valdastöður. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, þetta ættu að vera sjálfsögð sannindi.

En einhverra hluta vegna virkar samstarf um völd öðruvísi á Íslandi. Annað hvort gerir stjórnmálastéttin sér ekki grein fyrir því eða að valdagræðgin er einfaldlega svo mikil að allt annað fýkur út í veður og vind. Nema hvort tveggja sé.

Píratar hafa fyrir undanfarnar kosningar bent á tvo flokka sem, að gefinni reynslu, ætti ekki að treysta fyrir völdum. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn. Þessir flokkar eru ekki stjórntækir því ef upp koma svipuð mál og Landsréttarmálið, Panamaskjölin, feluleikurinn með skattaskjólsskýrsluna, uppreist æra, lögbann á fjölmiðil, bréfasamskipti um utanríkismál fram hjá þinginu, Klaustur – þá væri niðurstaðan bara á einn veg. Vantraust. Það skiptir ekki máli hvaða flokkur fer svoleiðis með vald, slíkt myndi þýða vantraust og að ráðherra axli ábyrgð.

Flokkar sem fara svona með vald, eins og ofangreind mál og fleiri eru dæmi um, þá þurfa viðbrögðin við þeim að vera höfnun. Því ef ekki er brugðist við þá endurtaka brotin sig, aftur og aftur.

Við höfum það auðvitað í huga að fólk lifir og lærir af mistökum sínum. En til þess þá verður það að byrja á því að viðurkenna mistökin. Það hefur verið tilfinnanlegur skortur á slíkri viðurkenningu á undanförnum árum, sérstaklega varðandi mál þar sem misnotkun á valdi var vandamálið.

Það þýðir hins vegar ekki að málefnalegt samstarf um einstaka mál við þessa flokka sé útilokað. Góðar hugmyndir eru góðar sama hvaðan þær koma. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa hins vegar óneitanlega átt erfitt með að starfa samkvæmt því. Ef það á að tala um málefni þá er það til dæmis alltaf á forsendum Sjálfstæðisflokksins, sagt að það þurfi “víðtæka” sátt þegar flestir eru sáttir nema Sjálfstæðisflokkurinn. Ekki einu sinni aukinn meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 var nóg fyrir Valhöll. Aukinn meirihluti sem telst í öllu lýðræðislegu samhengi vera víðtæk sátt.

Þess vegna er ekki hægt að tala við Sjálfstæðisflokkinn um völd og varla hægt að tala við hann um málefni. Það er því eðlilegt að hafna valdasamstarfi við flokka sem misnota vald og sýna því enga iðrun.

Ég endurtek. Það er enginn að hafna samstarfi um einstaka málefni. Bara samvinnu um valdastöður. Það þarf ekki völd til þess að koma góðum hugmyndum í framkvæmd ef fólkið sem fer með völd umgengst það af virðingu.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...