Hamraborgin rís há og fögur

Margir eru uggandi yfir fyrirhuguðu nýju skipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs, Fannborgarreit og Traðarreit vestri, og það ekki að ástæðulausu. Um miðjan marsmánuð var kynnt vinnslutillaga að nýju aðal- og deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir umtalsverðri aukningu á byggingamagni á reitunum og meðal annars 16 hæða turn sem hýsa á hótel.

Hamraborgin er í hjarta höfuðborgarsvæðisins og það eru heilmikil tækifæri í uppbyggingu á svæðinu. Stofnleiðir almenningssamgangna fara þarna um og það er stutt í alla þjónustu og menningu. Það er því afar mikilvægt að vanda vel til verka, og einn af forsendunum fyrir því að vel takist til er virkt og gott samráð.

Eitt af grunngildum Pírata er beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur – Við teljum að allir ættu hafa rétt á að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Íbúar og hagsmunaaðilar á svæðinu eru sérfræðingar í nærumhverfi sínu og samráð við þá stuðlar að vandaðri ákvörðunartöku þar sem ákvarðanir eru teknar á betri þekkingargrunni.

Í þetta sinn fór kynning vinnslutillögunnar eingöngu fram rafrænt, þar sem bæði verkföll og Covid-19 gerðu erfitt fyrir að halda hefðbundinn kynningarfund. Það má spyrja sig hvort slíkt falli undir að vera á annan fullnægjandi hátt, en í kjölfar kynningarinnar kom í ljós að margir höfðu skoðun á tillögunni kölluðu eftir auknu samráði. 

Bæjarstjórn ætti alltaf að hafa það hugfast við ákvarðanatöku að valdið kemur fram frá íbúum bæjarins og þeir sem fara með það hverju sinni gera það aðeins í umboði íbúa. Þess má geta að bæjarstjórn hefur samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem yfirmarkmið Kópavogsbæjar, en heimsmarkmið 11.3 fjallar um að íbúar taki meiri þátt í skipulagsmálum. Gott markmið sem ætti að sjálfsögðu að vinna eftir.

Við fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar höfum lagt þá tillögu fyrir skipulagsráð að farið verið í opið og faglegt þátttökuskipulag vegna umrædds reits þar sem hagsmunaaðilar og starfsfólk bæjarins vinna saman undir stjórn fagaðila að góðri lausn sem tekur mið af væntingum og þörfum núverandi sem og tilvonandi íbúa og hagsmunaaðila. 

Harmaborgarsvæðið er miðbærinn okkar og hér er tækifæri til þess að skipuleggja svæðið í virku samráði og góðri sátt. Við skulum ekki flýta okkur um of heldur gera þetta vel.

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...