Píratar XP

Hamraborgin rís há og fögur

Margir eru uggandi yfir fyrirhuguðu nýju skipulagi fyrir hluta miðbæjar Kópavogs, Fannborgarreit og Traðarreit vestri, og það ekki að ástæðulausu. Um miðjan marsmánuð var kynnt vinnslutillaga að nýju aðal- og deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir umtalsverðri aukningu á byggingamagni á reitunum og meðal annars 16 hæða turn sem hýsa á hótel.

Hamraborgin er í hjarta höfuðborgarsvæðisins og það eru heilmikil tækifæri í uppbyggingu á svæðinu. Stofnleiðir almenningssamgangna fara þarna um og það er stutt í alla þjónustu og menningu. Það er því afar mikilvægt að vanda vel til verka, og einn af forsendunum fyrir því að vel takist til er virkt og gott samráð.

Eitt af grunngildum Pírata er beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur – Við teljum að allir ættu hafa rétt á að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Íbúar og hagsmunaaðilar á svæðinu eru sérfræðingar í nærumhverfi sínu og samráð við þá stuðlar að vandaðri ákvörðunartöku þar sem ákvarðanir eru teknar á betri þekkingargrunni.

Í þetta sinn fór kynning vinnslutillögunnar eingöngu fram rafrænt, þar sem bæði verkföll og Covid-19 gerðu erfitt fyrir að halda hefðbundinn kynningarfund. Það má spyrja sig hvort slíkt falli undir að vera á annan fullnægjandi hátt, en í kjölfar kynningarinnar kom í ljós að margir höfðu skoðun á tillögunni kölluðu eftir auknu samráði. 

Bæjarstjórn ætti alltaf að hafa það hugfast við ákvarðanatöku að valdið kemur fram frá íbúum bæjarins og þeir sem fara með það hverju sinni gera það aðeins í umboði íbúa. Þess má geta að bæjarstjórn hefur samþykkt heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem yfirmarkmið Kópavogsbæjar, en heimsmarkmið 11.3 fjallar um að íbúar taki meiri þátt í skipulagsmálum. Gott markmið sem ætti að sjálfsögðu að vinna eftir.

Við fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar höfum lagt þá tillögu fyrir skipulagsráð að farið verið í opið og faglegt þátttökuskipulag vegna umrædds reits þar sem hagsmunaaðilar og starfsfólk bæjarins vinna saman undir stjórn fagaðila að góðri lausn sem tekur mið af væntingum og þörfum núverandi sem og tilvonandi íbúa og hagsmunaaðila. 

Harmaborgarsvæðið er miðbærinn okkar og hér er tækifæri til þess að skipuleggja svæðið í virku samráði og góðri sátt. Við skulum ekki flýta okkur um of heldur gera þetta vel.

Upprunaleg birtingKópavogsblaðið

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X