Eitt skref enn og áfram gakk

Halldóra Mogensen, gerir upp viðburðaríkt ár á stjórnmálsviðinu

Það er auð­velt að týna sér í smá­at­riðum hvers­dags­leik­ans. Flest gerum við það reglu­lega, gerum það sama í dag og við gerðum í gær, en veltum okkur minna upp úr því hvað við erum raun­veru­lega að gera eða gefum okkur tíma til að líta til baka og meta árangur þess sem við tökum okkur fyrir hend­ur. Við þurfum að vita hvar við erum til að geta ákveðið hvert við ætlum að fara. Á yfir­stand­andi ári hafa Píratar á Alþingi náð nokkrum árangri við að gera líf fólks rétt­lát­ara, jafn­vel óvenju miklum sé tekið til­lit til þess að hreyf­ingin er ekki í rík­is­stjórn. Tíða­vörur og getn­aða­varnir hafa lækkað í verði þar sem þær bera nú lægri virð­is­auka­skatt, enda nauð­synja­vör­ur, ekki lúx­us. Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir er upp­hafs­maður og for­maður nefndar um gerð nýrra lög­ræð­islaga, sem Alþingi sam­þykkti í vor að koma á fót. Mann­rétt­indi eru þver­brotin í núver­andi lög­um, sér­stak­lega hjá fötl­uðum ein­stak­ling­um, og kom­inn tími á heild­ar­end­ur­skoðun þeirra. 

Þing­máli Björns Levís Gunn­ars­sonar um stytt­ingu vinnu­viku var vísað til rík­is­stjórn­ar­innar í vor, sem þýðir að rík­is­stjórn­inni beri að vinna áfram að fram­gangi máls­ins. Virð­ist vera almennur vilji til að stytta vinnu­vik­una og til­raunir til þess hafa gefið góða raun. 

Nú rétt fyrir jóla­frí náðum við fram enn einu rétt­inda­mál­inu, en það snýr að því að efla sjálf­stætt eft­ir­lit með lög­reglu. Ekki vegna þess að við treystum ekki lög­regl­unni, heldur vegna þess að lög­reglan hefur mikið vald gagn­vart hinum almenna borg­ara og allt vald krefst aðhalds.

Þá er ekki hægt í slíkri yfir­ferð að líta fram­hjá bar­átt­u Pírata á Alþingi fyrir nýrri stjórn­ar­skrá. Á vor­mán­uðum lögðu Píratar fram nýtt frum­varp til stjórn­skip­un­ar­laga byggt á til­lögum Stjórn­laga­ráðs og þeim breyt­ingum sem gerðar voru á því frum­varpi í með­förum Alþing­is. Slíkt heild­ar­rit hafði ekki litið dags­ins ljós áður en Píratar tóku það sam­an. Á núver­andi þingi flytur Sam­fylk­ingin þetta sama mál ásamt Píröt­um, sem sýnir hversu breið sam­staða er við mik­il­væg­asta mál sam­tím­ans á þing­i. 

Krafan er og verður ný stjórn­ar­skrá byggð á frum­varpi Stjórn­laga­ráðs.

Meiri­hluta­sam­starf Pírata í Reykja­vík hefur einnig gengið vonum fram­ar. Meðal þeirra áherslu­mála okkar fyrir síð­ustu kosn­ingar sem nú þegar hafa náð fram að ganga má nefna stór­aukið fé í búsetu­úr­ræði, aukið gagn­sæi, til dæmis með aðkomu minni­hluta að for­sætis­nefnd og heild­ar­end­ur­skoðun á inn­kaupa­stefnu borg­ar­inn­ar, að ógleymdri Borg­ar­línu sem verður senn að veru­leika. Það er óhætt að segja að drif­kraftur Pírata í borg­inni er ómet­an­legur við að gera Reykja­vík umhverf­is­vænni, fram­sýnni og opn­ari, og við að tryggja öllum Reyk­vík­ingum þak yfir höf­uð­ið.

Þar að auki hefur Reykja­vík­ur­borg ráðið til sín gagna­stjóra, en fyrir þingi liggur sam­bæri­leg til­laga Smára McCarthy um að setja á fót emb­ætti tækni­stjóra rík­is­ins, en hluti af því að tryggja öryggi gagna rík­is­ins er einmitt að hafa sam­eig­in­legan tækni­legan grund­völl milli ólíkra ein­inga.

Smári hefur þurft að nýta tíma sinn vel síð­asta ár. Sam­hliða þing­störf­um, setu í tveimur fasta­nefndum og for­mennsku í alþjóða­nefnd hefur hann einnig verið for­maður fram­tíð­ar­nefndar for­sæt­is­ráð­herra, en hug­myndin að þeirri nefnd kom einmitt upp­runa­lega frá Píröt­um. Þar eiga allir flokkar á þingi full­trúa og horfa mun lengra fram í tím­ann en til næstu fjár­laga eða næstu kosn­inga. Nýlega gaf nefndin út sína fyrstu skýrslu þar sem farið var yfir vænta þróun atvinnu­lífs, umhverf­is, byggða og lýð­fræði­legra þátta til áranna 2035-2040 og til­lögur gerðar um aðgerðir vegna henn­ar.

Ekki er þó hægt að ræða fram­tíð­ina af ein­hverri alvöru án þess að fjalla um lofts­lags­mál. Pírat­ar, ásamt Sam­fylk­ing­unni, lögðu fram þings­á­lyktun um grænan sam­fé­lags­sátt­mála. Er honum ætlað að varða leið­ina að kolefn­is­hlut­lausu Íslandi, sjá til þess að sjálf­bærni og vel­sæld verði rétt­hærri en skyndigróði á kostnað sam­fé­lags­ins og umhverf­is­ins og gera Ísland að leið­ar­ljósi ann­arra þjóða þegar kemur að sjálf­bærni.

En þessu góðu mál fæð­ast ekki í tóma­rúmi. Píratar væru ekki til ef ekki væri fyrir allt það hug­sjóna­fólk sem tekur þátt á hverjum degi í starfi hreyf­ing­ar­inn­ar. Það er alltaf jafn magnað að hitta Pírata, hvort sem það er á félags­fundi í Reykja­vík, á ráð­stefnu í Blá­bank­anum á Þing­eyri eða bara á Lauga­veg­in­um. Þetta fólk brennur fyrir bættu sam­fé­lagi, hefur stór­kost­legar hug­mynd­ir, frá­bærar útfærslur og kemur jafn­vel til okkar með full­unnin þing­mál. Það er greini­legt af ferðum okkar í kring um landið að Pírata er alls staðar að finna og verður sér­stak­lega áhuga­vert að taka þátt í starfi okkar á lands­byggð­inni næsta ár.

Því miður fær þátt­taka í póli­tísku starfi oft á sig nei­kvæðan stimpli, eins og reyndar stjórn­málin öll, en ég full­yrði að eng­inn flokkur geti vaxið og dafnað nema hann hafi öfl­uga gras­rót með jákvæðni og fram­tíð­ar­sýn að vopni.

Það er því miður ekki þannig að fólk hafi enda­lausan tíma til að taka þátt í stjórn­mál­um, góð­gerða­starfi, félags­starfi eða bara nái að elda kvöld­mat. Píratar á Alþingi hafa enga töfra­lausn við almennum tíma­skorti, frekar en nokkur ann­ar. En við teljum okkur þó hafa hluta af lausn­inni, svo sem styttri vinnu­viku, fram­boð á hús­næði með góðum almenn­ings­sam­göng­um, ódýr­ari nauð­synja­vörur og auð­vitað borg­ara­laun. 

Þar að auki þurfum við líka að auka sam­heldni í sam­fé­lag­inu. Það þýðir ekki að við þurfum öll að vera sam­mála um hvað­eina, heldur aðeins að trú okkar á grunn­viði sam­fé­lags­ins sé sam­eig­in­leg. Ný stjórn­ar­skrá sem veitir aðhald gegn spill­ingu og ábyrgð­ar­leysi er lyk­ill­inn að því. Fólk þarf að geta treyst því að eft­ir­lit sé sann­gjarnt en áhrifa­ríkt, að lög­reglan sé hlut­laus en mann­leg og að Alþingi snú­ist um almanna­hag frekar en sér­hags­muni.

Á und­an­förnum miss­erum hefur það sýnt sig að stefnu­mál Píratar á Alþingi um borg­ara­rétt­indi, tján­ing­ar­frelsi, gagn­sæi, ábyrgð, frið­helgi, upp­lýs­inga­frelsi og betra lýð­ræði skipta lyk­il­máli í sam­fé­lagi fram­tíð­ar­inn­ar. Ný stjórn­ar­skrá, styttri vinnu­vika, grunn­fram­færsla, umhverf­is­mál, ábyrg stjórn­mál, fag­leg vinnu­brögð og síð­ast en ekki síst mann­leg reisn. Þetta eru allt grund­vallar skref í átt að þeim lýð­ræð­is- og sam­fé­lags­um­bótum sem fram­tíðin krefst af okk­ur.

Grein birtist á Kjarnanum 28. desember 2019

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...