Um fátækt

Ræða á Alþingi 2. október 2018. Forseti. Fátækt er mannanna verk. Fátækt er afleiðing ákvarðana sem teknar eru hér í þessu húsi, ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt. Lágar bætur viðhalda fátækt. Króna á móti krónu-skerðingar viðhalda fátækt. Vanfjármagnað menntakerfi viðheldur fátækt. Húsnæði á uppsprengdu verði viðheldur fátækt. Samþjöppun auðs og eigna á hendur fárra viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki aðgang að hollum mat, þak yfir höfuðið og viðeigandi fatnað viðheldur fátækt. Að fólk hafi ekki frelsi til að ákvarða framtíð sína óháð efnahag viðheldur fátækt.

Hugmyndafræði viðheldur fátækt, hugmyndafræði sem tilbiður samkeppni og ræktar hana sem lýsandi einkenni mannlegra samskipta, hugmyndafræði sem endurskilgreinir fólkið í landinu sem neytendur og lýðræði sem kaup og sölu á vörum, hugmyndafræði þar sem markaðurinn er heilagur og ávinningur er aðeins skilgreindur í krónum og aurum. Samkvæmt ofangreindri hugmyndafræði eru tilraunir til að takmarka samkeppni skaðlegar frelsinu. Skattur og reglugerðir verða að vera í lágmarki, opinbera þjónustu ber að einkavæða, ójöfnuður er dyggð, verðlaun fyrir skilvirkni sem skapar mikinn auð á toppinum sem sullast svo niður og auðgar samfélagið allt. Tilraunir til að skapa jafnara samfélag eru ekki einungis hamlandi markmiðum þessarar hugmyndafræði heldur beinlínis í andstöðu við það sem er nánast orðið trúarbrögð og þar af leiðandi siðferðislega rangt.

Markaðurinn á að tryggja að allir fái það sem þeir eiga skilið. Hinir ríku sannfæra sig um að þeir hafi eignast peninga sína vegna verðleika sinna og hunsa tækifærin sem þeir höfðu fram yfir aðra, svo sem menntun, efnahag og umhyggjugetu foreldra sinna. Fátækt fólk byrjar að kenna sjálfu sér um mistök sín þrátt fyrir að hafa litla stjórn á aðstæðum sínum og litla möguleika á að sækja sér þau tækifæri sem þörf er á til að betrumbæta líf sitt. Fátækt er einkenni skaðlegrar hugmyndafræði. Við upprætum ekki fátækt án þess að bera kennsl á og tækla undirliggjandi mein. Fátækt er ekki skömm einstaklingsins sem lifir við hana, hún er skömm samfélagsins og stjórnmálafólks sem viðheldur henni.

Skömmin er okkar og ábyrgðin er okkar að endurskoða samfélagsgerðina með gagnrýnum augum og opnum hug. Nú er tími nýrra hugmynda.

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...