Hæstiréttur misskilur internetið líka

Um frétt: http://www.visir.is/g/2018181018826/haestirettur-stadfestir-logbann-a-deilisidur

Þessi dómur ber með sér grundvallarskilningsleysi á internetinu, nú sem fyrr.

Það er margt að fjalla um í sambandi við þessi lögbönn, en mig langar til að útskýra einn mikilvægan punkt, og það er munurinn á netveitu og hýsingaraðila.

Netveita veitir internet. Hún er eins og vegakerfið. Hýsingaraðili hýsir efni á netinu, til dæmis vefsíðu. Hún er eins og hús, í þessari líkingu. (Líkingin er takmörkuð, en þar sem fólk hættir jafnan að hlusta um leið og tæknimál eru nefnd verður víst að nota líkingu til að útskýra þetta.)

Vonandi sér fólk að það er grundvallarmunur á því að girða af eitt hús vegna amfetamínframleiðslu og því að gera Vegagerðina ábyrga fyrir því að fjarlægja merkinguna á húsinu. Þessi lögbönn eru álíka gagnleg og reyndar sennilega minna gagnleg… eða allavega er ég mun lengur að finna ómerkt hús eftir leiðbeiningum heldur en að komast inn á Pirate Bay hjá netveitu sem hefur orðið fyrir lögbanni. Meðan ég man, þá þarf ekki meiri sérfræðiþekkingu en að kunna að nota leitarvél til þess – farið á Google og setjið inn „access pirate bay“ og velijð fyrsta tengilinn. (Ekki gera það samt, ég er bara að benda á að það er ekkert mál.)

Að taka niður vefsíðu hjá hýsingaraðila vegna þess að þar sé hýst ólöglegt efni getur eitt og sér alveg verið réttlætanlegt. En það er ekki það sem þetta lögbann gerir, heldur gerir það milliliðinn, netveituna, ábyrga fyrir öllu því efni sem er að finna á netinu – ábyrgð sem netveita getur augljóslega ekki axlað, rétt eins og að Vegagerðin getur ekki axlað ábyrgð á því vímuefnaneytendur rati ekki til dópsalanna.

Það er margt fleira sem má ræða í sambandi við þetta, en þessi grundvallarmunur verður að vera á hreinu; netveita er ekki hýsingaraðili og getur ekki borið ábyrgð á því sem aðrir hýsa. Þetta er lykilatriði.

Jafnvel ef milljón lögbönn væru sett á milljón lén til þess að reyna að hindra Google í að aðstoða almenning við glæpastarfsemina, þá væri samt ekki flóknara en að nota annan DNS þjón (t.d. með IP töluna 8.8.8.8, hjá Google), sem ég bendi á að þarf grunnþekkingu til að gera, ekki sérfræðiþekkingu. Ég ítreka: að skipta um DNS þjón er grunnþekking, ekki sérfræðiþekking. Í netfræðum er hún það sem samlagning er í stærðfræði; sennilega það fyrsta sem nokkur manneskja lærir. Ég veit að þarna eru alveg heilar tvær skammstafanir og meira að segja fjórskipt tala, en þetta er samt ekki á nokkurn hátt flókið fyrir neinn.

Það eru fleiri tæknileg atriði sem skipta heilmiklu máli í þessu (og ekki halda að „tæknileg atriði“ þýði „smáatriði“ – internetið er bara tækni), en til að hafa þetta stutt læt ég það bíða frekari umræðu.

Greinilega þarf að breyta lögum um þetta og munu Píratar leggja fram frumvarp um það (sem getur að vísu tekið tíma því að útfærsluna þarf að skoða gaumgæfilega, sérstaklega með hliðsjón af skilningsleysi löggjafa og dómstóla). Óskandi væri að hæstiréttur hefði skilið málið nógu vel til að dæma rétt og ekki þyrfti að breyta lögum, en það er jú þannig að þótt internetið sé ekki lengur í sjálfu sér nýtt, að þá brýst skilningsleysi á því út með vondum lögum og vondum dómum enn þann dag í dag.

Kommentakerfi Pírata

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...