Home Greinar Hin „galopnu landamæri“

Hin „galopnu landamæri“

Hin „galopnu landamæri“

Nýlega hefur verið til umfjöll­unar mál Momo Hayashi frá Jap­an, en hún fékk þau skila­boð frá Útlend­inga­stofnun nýlega að henni skyldi vísað úr landi þrátt fyrir að hafa verið hér­lendis í fjögur ár, hafa lært tungu­málið og vera búin að skjóta niður rót­um, enda aug­ljós metn­aður hennar að búa hér, landi og þjóð til heilla.

Eðli­lega eru margir hneyksl­aðir og finnst þetta fárán­legt. Þá er fólk gjarnt á að kenna Útlend­inga­stofnun eða Vinnu­mála­stofnun um. En vand­inn er djúp­stæð­ari en svo og virð­ist erfitt að koma honum á fram­færi utan þess hóps sem reglu­lega fæst við útlend­inga­mál, sér í lagi mál­efni hæl­is­leit­enda.

Vand­inn er stefna Íslands í útlend­inga­mál­um.

Stefna eða stefnu­leysi

Sumir myndu reyndar segja að vand­inn væri stefnu­leysi. Stefnan er hvergi skrifuð nið­ur, heldur má ein­ungis lesa hana úr lögum og fram­kvæmd. Sú stefna er í einu orði mann­fjand­leg eins og útlend­inga­stefnur hafa ríka til­hneig­ingu til að verða; enda um að ræða lög­gjöf sér­stak­lega hann­aða til að skerða frelsi fólks og koma í veg fyrir að það láti drauma sína rætast, að því er virð­ist vegna þess að frelsi og draumar útlend­inga hljóti að vera í and­stöðu við hags­muni rík­is­ins.

Þó verður að nefna áhuga­verða stað­reynd. U.þ.b. 7% mann­kyns eða sirka 500 milljón manns mega koma hingað til lands í dag og setj­ast að án þess að spyrja kóng eða prest. Það eru rík­is­borg­arar Evr­ópu­sam­bands­ins og EES-­ríkja. Hver einn og ein­asti Grikki og Ítali gæti flutt hingað í dag. Miklar áhyggjur voru af því, þegar EES-­samn­ing­ur­inn var sam­þykkt­ur, að Ítalir kæmu hingað í stórum stíl og yrðu innviðum lands­ins, tungu og menn­ingu þess ofviða. Aug­ljós­lega reynd­ust þær áhyggjur óþarf­ar.

En síðan þarf að nefna aðra, jafn­vel enn áhuga­verð­ari stað­reynd, sem er sú, að komir þú frá svoköll­uðu „þriðja rík­i“, þ.e. ríki sem er hvorki Ísland sjálft né EES-­ríki, að þá er meg­in­reglan sú að þú mátt bara ekk­ert setj­ast hérna að.

Jafn­vel þótt þú talir íslensku reiprenn­andi. Jafn­vel þótt þú hafir aldrei í líf­inu brotið neitt af þér, hvorki hér né ann­ars stað­ar. Jafn­vel þótt þú hafir örugga vinnu og getir sýnt fram á að hafa borgað him­in­háa skatta í heima­landi og jafn­vel þótt þú hafir verið hér í námi í fjögur ár. Jafn­vel þótt þú hafir eign­ast urm­ull af vinum sem von­uðu að þeir gætu haft meiri tíma með þér og munu sakna þín þegar þér verður sparkað úr landi.

Með­vituð ákvörð­un, ekki mis­tök

Þetta eru ekki ein­hver mis­tök í fram­kvæmd heldur hvernig íslensk yfir­völd hafa ákveðið að hlut­irnir skuli vera. Meg­in­reglan er sú að útlend­ingar eigi að vera í útlönd­um. Síðan eru und­an­tekn­ing­ar. Þú mátt t.d. góð­fús­lega búa hérna ef þú ert í hjóna­bandi með Íslend­ingi, eða ef þú ert sér­fræð­ingur í vinnu hjá fyr­ir­tæki sem telur sér­fræði­þekk­ingu þína ómissandi. Und­ir­rit­aður hefur hitt tugi manns sem næstum því öllum Íslend­ingum þætti frá­leitt að senda úr landi en mega hins vegar ekki vera hérna vegna þess að þeir eru ekki giftir Íslend­ingi og eru ekki háskóla­mennt­aðir sér­fræð­ing­ar. Banda­ríkja­menn sem koma hingað gagn­gert til að læra tungu­málið og kynn­ast menn­ingu og þjóð, sem dæmi. Þeir skulu bara gjöra svo vel að verða ást­fangnir af ein­hverjum sem er til í að gift­ast þeim, eða vera með ómissandi sér­fræði­þekk­ingu sem íslenskt fyr­ir­tæki berst á hæl og hnakka fyrir að fá að njóta.

Und­ir­rit­aður er jafn hneyksl­aður og aðrir á því að Momo hafi verið hafnað um dval­ar­leyfi, en er hins­vegar ekki á neinn hátt hissa. Þvert á móti kæmi það und­ir­rit­uðum veru­lega á óvart ef ein­stak­lingur í sömu stöðu og Momo fengi hér land­vist­ar­leyfi, vegna þess að Ísland hefur ein­fald­lega ákveðið að fólk í hennar stöðu skuli vera ann­ars staðar en á Íslandi.

Í stað þess að fólk verði alltaf reitt og hissa ein­ungis þegar til­tekin mál fólks fá náð og blessun fjöl­miðla væri ágætt ef inn­byggður stuðn­ingur við hina órit­uðu og mann­fjand­legu útlend­inga­stefnu fengi sjálf meiri gagn­rýni. Þessi inn­byggði stuðn­ingur byggir á tveimur rang­hug­mynd­um. Önnur er sú að til þess að heim­ila fólki í meira mæli að setj­ast hér að þurfi að hleypa öllum í heim­inum inn án nokk­urra skil­yrða yfir­höf­uð. Það er rangt. Hin er sú að fólk sé í eðli sínu ein­hvers konar byrði á sam­fé­lag­inu. Það er líka rangt. Sam­fé­lög eru ekk­ert nema sam­an­söfn af fólki og því fleira fólk, því stærra sam­fé­lag, því fleiri fyr­ir­tæki, því meiri eft­ir­spurn og meira fram­boð, fleira starfs­fólk og fleiri atvinnu­tæki­færi. Því fleiri skatt­greið­end­ur.

Kaldar kveðjur

Við hefðum gott af fleira fólki. Við græðum bæði menn­ing­ar­lega og efna­hags­lega á fólki sem sér nógu mikið spunnið í eld­fjall úti í hafs­auga, sem í þokka­bót heitir „Ís-land“, til að það yfir­gefi heima­land sitt og hefji líf á nýjum stað með öllum þeim þrótti sem slíkt krefst. Þetta fólk er okkur til tekna, bæði menn­ing­ar­lega og efna­hags­lega og við ættum að þakka fyrir hversu margt fólk vill búa hérna.

Í það minnsta mættum við reka það sjaldnar úr landi.

Eng­inn sem þekkir útlend­inga­mál er hissa á sögu Momo Hayas­hi. Það eina sem kemur á óvart er hversu stór hluti íslensks sam­fé­lags heldur ennþá að Banda­ríkja­menn og Jap­anir sem hingað vilji koma, megi það alveg, ef þeir eru lög­hlýðn­ir, dug­legir ein­stak­lingar sem axla sína ábyrgð og upp­fylla sínar skyldur við sam­fé­lag­ið. Svarið er nei. Þeir mega það bara ekki neitt, og af hverju ekki?

Vegna þess að um leið og talað er um að hleypa fleirum inn byrjar sama gamla gólið um að verið sé að „ga­lopna landa­mær­in“. Nú síð­ast var það und­ir­ritun ein­hvers sam­eig­in­legs skiln­ings hjá Sam­ein­uðu Þjóð­unum og þar áður voru það nýju útlend­inga­lögin 2016. Hvor­ugt fól reyndar í sér neitt sér­stakt frjáls­lyndi, en það er önnur saga.

Það merki­lega er að þrátt fyrir þessi meintu „ga­lopnu landa­mæri“ sjáum við hvað eftir annað fréttaum­fjöllun um algjör­lega frá­leitar brott­vís­an­ir, jafnt full­orð­inna sem barna.

Hvernig stendur á því?

Jú, vegna þess að hin „ga­lopnu landa­mæri“ eru ímynd­un­ar­fyll­erí íhalds­afla sem þekkja ekki til raun­veru­leik­ans. Raun­veru­leik­inn er að við erum með mjög stranga útlend­inga­stefnu sem reyn­ist algjör martröð gagn­vart full­kom­lega heið­virðu, sak­lausu fólki sem Íslend­ingar hefðu hag af því að hafa í sínu liði.

Meiri hag en af tauga­veiklun þeirra sem mesta kappið leggja á að veifa okkar fal­lega fána.

Sem, vel á minnst, á betra skil­ið.

Höf­undur er alþing­is­maður fyr­ir­ P­írata.