Góðverk Haraldar ætti að vera óþarft

Frambjóðendur Pírata í SV-kjördæmi skrifa um getu fólks til að leita réttar síns.

Frumkvöðullinn Haraldur Þorleifsson hefur réttilega verið ausinn lofi fyrir yfirlýsingu sína á þriðjudagskvöld. Þar sagðist Haraldur ætla að greiða lögfræðikostnað allra þeirra sem kærð eru í margumræddu meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar, sem landsmenn hafa ekki farið varhluta af.

Góðverk Haraldar segir okkur margt um íslenskt samfélag. Að það teljist yfir höfuð forsíðufréttaefni á Íslandi að ríkur maður vilji styðja við bakið á fólki er þannig afhjúpandi í sjálfu sér. Að sama skapi er það óþolandi að konur þurfi að leita réttlætisins í kynferðisbrotamálum utan dómstólanna – en eru síðan dregnar fyrir þessa sömu dómstóla vegna ásakana um ærumeiðingar, með tilheyrandi kostnað og álagi.

Við ættum ekki að þurfa að fagna, en fögnum samt góðverki Haraldar. Góðverkið ætti einfaldlega að vera óþarft. Einstaklingur ættu að geta varið rétt sinn án þess að kostnaður eða flækjustig sé veruleg hindrun. Það ætti ekki aðeins að vera á færi hinna vel stæðu að fá réttlætinu fullnægt og það á ekki þurfa góðverk eða hópfjármögnun til að taka til varna.

Þess vegna hafa Píratar samþykkt stefnu sem einfaldlega ber heitið: „Stefna um aukna möguleika fólks til að leita réttar síns.“ Stefnan er í tíu liðum og miðar að því að auka aðgengi fólks að réttarkerfinu, óháð efnahag. Er þar meðal annars kveðið á um stofnun smákröfudómstóls, breytingar í forsjármálum, að auka möguleika fólks á geta staðið sameiginlega að málsókn og fá ráðgjöf um réttindi sín, stór sem smá.

Í stefnunni segir einnig að nauðsynlegt sé að auðvelda fólki að fá gjafsókn í meiðyrðamálum. Tjáningarfrelsi þess sem ekki getur varið sig í meiðyrðamáli vegna fjárskorts er verulega skert – og Píratar standa vörð um rétt fólks til að tjá sig. Þá þarf að stytta málsmeðferðartíma í meiðyrðamálum, enda eru þau í eðli sínu ekki flókin. Því er fullt tilefni til að kanna hvort meiðyrðamál eigi ekki fremur heima hjá kærunefnd en fyrir dómstólum. 

Í stefnunni er líka komið inn á nauðsyn þess að mál þolenda séu tekin fyrir. Oftar en ekki eru mál aldrei tekin til rannsóknar og því hafa þolendur ekki möguleika á að tala um sína upplifun eða lífsreynslu án þess að eiga á hættu ákæru fyrir meiðyrði. Meiðyrðaákærur eiga mun greiðari leið og þolendur oft í veikri stöðu til að verja sig. Fyrir vikið getur reynst erfitt að skila skömminni.  

Um leið og við hrósum Haraldi fyrir framtakið ættum við jafnframt að nýta tækifærið til að líta gagnrýnum augum á kerfin okkar. Getum við gert hlutina betur og auðveldað fólki að leita réttar síns, eða viljum við frekar bíða eftir næsta góðverki?

Upprunaleg birtingFréttablaðið

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...