Píratar XP

Góð ráð (fyrir) dýr

Við höfum lært ótalmargt á síðustu tveimur árum. Faraldurinn hefur fengið okkur til að hugsa hlutina upp á nýtt og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Meðal þess sem hefur ótvírætt sannað gildi sitt á krefjandi tímum í samfélagi okkar mannanna eru blessuð gæludýrin.

Þau veittu okkur félagsskap þegar við máttum ekki hitta annað fólk. Þau sáu til þess að við stóðum upp úr sófanum og léku sér við okkur þegar við vorum niðurlút. Dýrin höfðu margvísleg jákvæð áhrif á andlega líðan þegar við þurftum mest á því að halda. Dýr eru hins vegar ekki bara einhverjir fylgihlutir okkar mannanna. Þau eru fjölskyldumeðlimir og mikilvægur hluti af líflegum bæ.

Þess vegna er nauðsynlegt að við hugum að gæludýrum í Kópavogi, rétt eins og við þurfum að hlúa vel að öðrum bæjarbúum. Þetta vitum við Píratar og þess vegna höfum við sett okkur sérstaka dýravelferðarstefnu með það að markmiði að Kópavogur verði fyrirmyndarbær þegar kemur að þjónustu við dýr og eigendur þeirra.

Þar er af mörgu að taka en leiðarljósið okkar er að dýr, hvort heldur sem er gæludýr eða villt dýr, fái áfram sess sem verðmætur hluti af samfélaginu og þjónusta við dýr og dýraeigendur sé skilvirk. Þá er ekki síður mikilvægt að Kópavogur taki ávallt mið af dýrum og eigendum þeirra við allt skipulag, auk þess sem tryggja verður líffræðilegan fjölbreytileika og huga að velferð villtra dýra í bæjarlandinu.

Þetta má til dæmis gera með því að fjölga útisvæðum og hundagerðum, gera ráð fyrir þeim við skipulag nýrra hverfa sem og við endurskoðun grónari hverfa. Þar þarf að huga að skjóli, lýsingu og nægum aðbúnaði fyrir hunda og hundaeigendur til að þeir geti notið þess að vera þar, sýna sig og hitta aðra. 

Þá er mikilvægt að efla samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og félagasamtök um dýraþjónustu, sem og að stuðla að frekari stafrænni umbreytingu í þjónustu við gæludýraeigendur. Við Píratar viljum beita okkur fyrir því að minnka misræmi í hundasamþykktum milli sveitarfélaga, til að mynda fjölda leyfðra hunda á heimili, enda er galið að einhverjir fjölskyldumeðlimir neyðist til að flytja út bara svo fjölskyldan megi halda heimili saman eftir flutninga í nýtt sveitarfélag.

Að sama skapi teljum við rétt að styðja við hlutverk hjálpardýra og vinna að því að hjálparhundar fái vottun og svipuð réttindi og blindrahundar. Gildi annarra hjálpardýra þarf einnig að vera virt í sem flestum aðstæðum innan bæjarins, en í dag eru þau  ekki tilgreind í lögum og eru þar með réttindalaus.

Þetta er aðeins hluti af því sem við Píratar viljum gera í þessum málaflokki fyrir menn og málleysingja. Fáum við traustið til þess ætlum við svo sannarlega að láta til okkar taka. Góð ráð þurfa nefnilega ekki að vera dýr.

Upprunaleg birtingkgp.is

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þetta vilja Píratar gera fyrir yngstu íbúa Kópavogs

Barn sem fæðist í dag á rétt á 12 mánaða fæðingarorlofi með forsjáraðilum sínum (gefum okkur að...

Kosningaframkvæmd 2022

Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til...

Nóg komið

Ég veit ekki hvað mér þykir verst í þessu. Er það sjálf salan á Íslandsbanka, þar sem...

Hús­næðiskrísa!

Það er mikill skortur á húsnæði, það dylst engum. Það er ólíðandi ástand, ekki síst vegna þess...

Óheiðarleg stjórnmál

Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu...

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

Rasismi á Íslandi

Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin....

Hversu löng eru fjögur ár?

Mig langar að stunda stjórnmál þar sem íbúar bæjarins fá að segja skoðun sína oftar en á...

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð,...
X
X
X