Góð ráð (fyrir) dýr

Við höfum lært ótalmargt á síðustu tveimur árum. Faraldurinn hefur fengið okkur til að hugsa hlutina upp á nýtt og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Meðal þess sem hefur ótvírætt sannað gildi sitt á krefjandi tímum í samfélagi okkar mannanna eru blessuð gæludýrin.

Þau veittu okkur félagsskap þegar við máttum ekki hitta annað fólk. Þau sáu til þess að við stóðum upp úr sófanum og léku sér við okkur þegar við vorum niðurlút. Dýrin höfðu margvísleg jákvæð áhrif á andlega líðan þegar við þurftum mest á því að halda. Dýr eru hins vegar ekki bara einhverjir fylgihlutir okkar mannanna. Þau eru fjölskyldumeðlimir og mikilvægur hluti af líflegum bæ.

Þess vegna er nauðsynlegt að við hugum að gæludýrum í Kópavogi, rétt eins og við þurfum að hlúa vel að öðrum bæjarbúum. Þetta vitum við Píratar og þess vegna höfum við sett okkur sérstaka dýravelferðarstefnu með það að markmiði að Kópavogur verði fyrirmyndarbær þegar kemur að þjónustu við dýr og eigendur þeirra.

Þar er af mörgu að taka en leiðarljósið okkar er að dýr, hvort heldur sem er gæludýr eða villt dýr, fái áfram sess sem verðmætur hluti af samfélaginu og þjónusta við dýr og dýraeigendur sé skilvirk. Þá er ekki síður mikilvægt að Kópavogur taki ávallt mið af dýrum og eigendum þeirra við allt skipulag, auk þess sem tryggja verður líffræðilegan fjölbreytileika og huga að velferð villtra dýra í bæjarlandinu.

Þetta má til dæmis gera með því að fjölga útisvæðum og hundagerðum, gera ráð fyrir þeim við skipulag nýrra hverfa sem og við endurskoðun grónari hverfa. Þar þarf að huga að skjóli, lýsingu og nægum aðbúnaði fyrir hunda og hundaeigendur til að þeir geti notið þess að vera þar, sýna sig og hitta aðra. 

Þá er mikilvægt að efla samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og félagasamtök um dýraþjónustu, sem og að stuðla að frekari stafrænni umbreytingu í þjónustu við gæludýraeigendur. Við Píratar viljum beita okkur fyrir því að minnka misræmi í hundasamþykktum milli sveitarfélaga, til að mynda fjölda leyfðra hunda á heimili, enda er galið að einhverjir fjölskyldumeðlimir neyðist til að flytja út bara svo fjölskyldan megi halda heimili saman eftir flutninga í nýtt sveitarfélag.

Að sama skapi teljum við rétt að styðja við hlutverk hjálpardýra og vinna að því að hjálparhundar fái vottun og svipuð réttindi og blindrahundar. Gildi annarra hjálpardýra þarf einnig að vera virt í sem flestum aðstæðum innan bæjarins, en í dag eru þau  ekki tilgreind í lögum og eru þar með réttindalaus.

Þetta er aðeins hluti af því sem við Píratar viljum gera í þessum málaflokki fyrir menn og málleysingja. Fáum við traustið til þess ætlum við svo sannarlega að láta til okkar taka. Góð ráð þurfa nefnilega ekki að vera dýr.

Upprunaleg birtingkgp.is

Kommentakerfi Pírata

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...