Geðheilbrigði á rétt ról

ÁHERSLUR PÍRATA Í HAFNARFIRÐI

Í kjölfar íbúafjölgunar í Hafnarfirði, aukins ferðamannastraums og hækkandi verðlags ár frá ári, hafa margar fjölskyldur lent í sjálfheldu vinnu og skulda. Afleiðingin er minni frítími til að sinna hvert öðru svo vel fari. Niðurstaðan er einnig mikill hraði og spenna sem eru skaðleg fyrir sálarlífið og það á meðan þjónusta við geðheilbrigði þjóðarinnar hefur áratugum saman setið á hakanum. Ótal skýrslur hafa verið gefnar út á liðnum árum og hver áætlunin sett fram á eftir annarri – en minna er um að fjármagn fylgi stóru orðunum. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sinnir 1. og 2. stigs geðheilbrigðisþjónustu innan heilsugæslustöðva og í Geðheilsuteymi Suður sem þjónustar Hafnarfjörð, en 3. stigs þjónusta, sérhæfð geðmeðferð, er veitt á Geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss. En stigin þrjú starfa ekki í tómarúmi, heldur er samstarf við félagsþjónustu og aðra þjónustu í nærumhverfi íbúanna mikilvæg. 

Hafnarfjörður hefur alla burði til að skipa sér í forystu sveitarfélaga í að veita íbúum fyrsta flokks geðheilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að þeir sem sinna störfum sem falla undir Hafnarfjarðarbæ, og þjónusta íbúa Hafnarfjarðar með geðrænar áskoranir, hafi rétta þjálfun og aðgang að fjármagni til að leysa sín verkefni vel af hendi. Einnig er mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi fyrir smáfyrirtæki í einkarekstri, á borð við Lífsgæðaseturi gamla St. Jósepsspítalans.  

Aukin meðvitund og þjálfun þeirra sem starfa með börnum og unglingum um áhrif áfalla í uppvexti á heilsu síðar á ævinni er nokkuð sem Píratar vilja stuðla að. Í rannsóknum hefur komið fram að bein tengsl eru milli þungbærrar reynslu í æsku, s.s. að búa við andlega eða líkamlega vanrækslu, að eiga foreldri með geðrænan vanda eða að verða fyrir einelti, og alvarlegs heilsufarsvanda á fullorðinsárum.  Gögnin eru til, tólin eru til – nú þurfum við að framkvæma og þjálfa okkar fólk í áfallamiðaðri nálgun.

Píratar vilja auka aðgengi íbúa í Hafnarfirði að geðheilbrigðisþjónustu og geðbætandi forvörnum í nærumhverfi. 

Haraldur R. Ingvason og Ragnheiður H. Eiríksdóttir Bjarman, frambjóðendur í 1. og 6. sæti Pírata í Hafnarfirði

Upprunaleg birtingFjarðarfréttir

Kommentakerfi Pírata

1 ummæli

  1. Þetta er auðvitað eðal málefni, hvernig getum við ætlast til að umbætur verði í samfélaginu ef einföldum og ódýrum málum eins og geðheilsu íbúa er ekki sinnt almennilega? Góð geðheilsa er algert möst hjá ungu fólki og til að hún geti orðið er nauðsynlegt að sinna fjölskyldum, fækka vinnustundum í viku, stuðla að auknu einstaklingsfrelsi, gagnsæi og íbúaþátttöku. Bæta þarf kjör jaðarhópa, bæta við félagslegum íbúðum og jafnvel skoða hvort borgaralaun séu ekki góð lausn fyrir Hafnarfjörð.

Skrifa ummæli við þessa grein

Skrifaðu athugasemdina þína
Vinsamlegast sláðu inn nafnið þitt hér

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

On­lyFans, klám og ó­skyn­sam­legar refsingar

Umræðan um klám er mikilvæg og henni er hvergi nærri lokið. Það eru margir vinklar á henni...

Píratar í 10 ár og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar...

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan...

Þegar kerfið segir nei

Þegar sambandsslit ganga vel eru þau samt erfið. Þegar þau ganga illa og annar aðilinn fæst jafnvel...

Áratugur í Íslenskum stjórnmálum

Það er sagt að vika sé langur tími í pólitík, svo það hlýtur að teljast ágætt að...

A Decade in Icelandic Politics

There is a saying that a week is a long time in politics, so the fact that...

Manneskjan í jakkafötunum

Áður en ég byrjaði í stjórnmálum sá ég þingmenn alltaf fyrir mér sem fólk í jakkafötum og...

Destroyed by Unjust Law

We tend to think of our own interests rather than others when our safety is threatened, but...

Og ólögum eyða

Þegar öryggi okkar er ógnað hugsum við gjarnan um eigin hag en ekki annarra. Það er eingöngu...

Börn í kerfinu þola enga bið

Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í...

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur...

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum...

Lýðræði er miklu meira en bara kosningar

Slagorð Pírata fyrir alþingiskosningarnar er „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og ekki að ástæðulausu.  Píratar voru stofnaðir til þess...

Skattarnir sem þú sérð ekki

Við Píratar erum stundum gagnrýnd fyrir það að tala mikið um aðgerðir gegn spillingu. Það sé óþarfi...

Ert þú með lægri laun en þing­maður?

Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að...